ESA áminnir Ísland vegna umferðarmála 15. júlí 2011 03:00 Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur sent íslenskum og norskum stjórnvöldum rökstutt álit en löndin hafa ekki innleitt evrópska umferðaröryggisstaðla. Stjórnvöldum er gefinn tveggja mánaða frestur til úrbóta. Ólafur Kr. Guðmundsson, varaformaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir alvarlegt að fara ekki eftir þeim stöðlum sem Ísland þó hefur skuldbundið sig til að fylgja. Til að mynda eigi eftir að staðfesta Vínarsáttmálann um umferðaröryggi, en hann var samþykktur árið 1968. Ólafur er einnig tæknistjóri EuroRap, en það er fjölþjóðlegt verkefni í umferðaröryggi. Hann segir að stjórnvöld hafi verið gagnrýnd síðustu sex árin fyrir skort á umferðaröryggi. Meðal þess sem ekki stenst staðlana eru vegaxlir, handrið og ljósastaurar, til að mynda á Reykjanesbrautinni nýju. Ólafur segir að geilin á milli veghlutanna þar sé ekki heldur í samræmi við staðla, réttara væri að nota vegrið. Nýir ljósastaurar sem reistir eru fylgja þó stöðlunum og eru árekstrarprófaðir. „Það er hættulegt að fara ekki eftir þessum stöðlum. Þetta er háalvarlegt mál sem snýst um umferðaröryggi," segir Ólafur. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að Vegagerðin hafi, við hönnun og endurbætur vega, unnið eftir rýnikerfi sem uppfylli þessa staðla. Það sem upp á vanti sé að færa slíkt í reglugerðir og lög. Verið sé að vinna að slíkri reglugerð í ráðuneytinu.- kóp Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur sent íslenskum og norskum stjórnvöldum rökstutt álit en löndin hafa ekki innleitt evrópska umferðaröryggisstaðla. Stjórnvöldum er gefinn tveggja mánaða frestur til úrbóta. Ólafur Kr. Guðmundsson, varaformaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir alvarlegt að fara ekki eftir þeim stöðlum sem Ísland þó hefur skuldbundið sig til að fylgja. Til að mynda eigi eftir að staðfesta Vínarsáttmálann um umferðaröryggi, en hann var samþykktur árið 1968. Ólafur er einnig tæknistjóri EuroRap, en það er fjölþjóðlegt verkefni í umferðaröryggi. Hann segir að stjórnvöld hafi verið gagnrýnd síðustu sex árin fyrir skort á umferðaröryggi. Meðal þess sem ekki stenst staðlana eru vegaxlir, handrið og ljósastaurar, til að mynda á Reykjanesbrautinni nýju. Ólafur segir að geilin á milli veghlutanna þar sé ekki heldur í samræmi við staðla, réttara væri að nota vegrið. Nýir ljósastaurar sem reistir eru fylgja þó stöðlunum og eru árekstrarprófaðir. „Það er hættulegt að fara ekki eftir þessum stöðlum. Þetta er háalvarlegt mál sem snýst um umferðaröryggi," segir Ólafur. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að Vegagerðin hafi, við hönnun og endurbætur vega, unnið eftir rýnikerfi sem uppfylli þessa staðla. Það sem upp á vanti sé að færa slíkt í reglugerðir og lög. Verið sé að vinna að slíkri reglugerð í ráðuneytinu.- kóp
Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira