Í umboði hvers? Ögmundur Jónasson skrifar 12. júlí 2011 06:00 Í leiðara Fréttablaðsins 9. júlí sl. segist Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri, vona að andstaða Vinstri grænna við allt sem heitir „einka“ verði ekki til að fresta því að nýtt fangelsi rísi. Hér vísar ritstjórinn í þá afstöðu mína, sem ég hef verið beðinn um að gera grein fyrir, meðal annars í þessu blaði, að ég vilji reisa nýtt fangelsi á Hólmsheiði og standa þannig að því að kostnaður verði sem minnstur til framtíðar. Ekki er um það deilt að einkaframkvæmd, sem felur í sér að einkaaðili reisi sérhæft húsnæði og leigi síðan opinberum aðilum, er miklu dýrari en að bjóða út hönnun og smíði fangelsis sem yrði frá fyrsta degi í eigu hins opinbera. Einkaframkvæmdaleiðin var á árum áður ráðandi hjá hinu opinbera vegna þess að það var samkvæmt pólitískri trúarsetningu þess tíma. Ríkið minnkaði skuldir sínar með því að selja eignir en gerði á sama tíma ófrávíkjanlega leigusamninga til ára og áratuga. Breytingin var sú að bókhaldið leit betur út á pappír en kostaði skattgreiðendur margfalt meira. Síðan þekkjum við það að tilraunir til að ná fram hallalausum fjárlögum að forskrift Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa valdið því að ekki hefur verið alveg horfið frá þessari leið. Ég hef hins vegar haldið því fram að þegar upp er staðið yrði fjárstreymið úr ríkissjóði með svipuðum hætti með einkavæðingarleiðinni nema mun meira. Byggingaraðilinn myndi, eins og ríkið, þurfa að taka lán en af láninu gæti hann ekki byrjað að borga fyrr en leigugreiðslur bærust frá ríkinu. Vextir þessa aðila yrðu að öllum líkindum hærri en ef ríkið tæki lánið beint og arðsemiskrafa fjárfestisins bættist þar einnig ofan á. Þetta gæti í þessu tilviki verið munur upp á hálfan milljarð. Byggingarhraðinn ætti hins vegar að geta verið sá sami hvor leiðin sem farin yrði. Þetta á að vera málefnaleg umræða og verðskuldar annað en útúrsnúninga og skæting um að forpokuð sjónarmið ráði af minni hálfu. Ég tel þvert á móti að ég tali fyrir kredduleysi og hagkvæmnissjónarmiðum sem verði að ræða sem slík. Eða í hvers umboði talar ritstjóri Fréttablaðsins fyrir því að hagsmunir skattgreiðenda framtíðarinnar skipti engu máli? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins 9. júlí sl. segist Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri, vona að andstaða Vinstri grænna við allt sem heitir „einka“ verði ekki til að fresta því að nýtt fangelsi rísi. Hér vísar ritstjórinn í þá afstöðu mína, sem ég hef verið beðinn um að gera grein fyrir, meðal annars í þessu blaði, að ég vilji reisa nýtt fangelsi á Hólmsheiði og standa þannig að því að kostnaður verði sem minnstur til framtíðar. Ekki er um það deilt að einkaframkvæmd, sem felur í sér að einkaaðili reisi sérhæft húsnæði og leigi síðan opinberum aðilum, er miklu dýrari en að bjóða út hönnun og smíði fangelsis sem yrði frá fyrsta degi í eigu hins opinbera. Einkaframkvæmdaleiðin var á árum áður ráðandi hjá hinu opinbera vegna þess að það var samkvæmt pólitískri trúarsetningu þess tíma. Ríkið minnkaði skuldir sínar með því að selja eignir en gerði á sama tíma ófrávíkjanlega leigusamninga til ára og áratuga. Breytingin var sú að bókhaldið leit betur út á pappír en kostaði skattgreiðendur margfalt meira. Síðan þekkjum við það að tilraunir til að ná fram hallalausum fjárlögum að forskrift Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa valdið því að ekki hefur verið alveg horfið frá þessari leið. Ég hef hins vegar haldið því fram að þegar upp er staðið yrði fjárstreymið úr ríkissjóði með svipuðum hætti með einkavæðingarleiðinni nema mun meira. Byggingaraðilinn myndi, eins og ríkið, þurfa að taka lán en af láninu gæti hann ekki byrjað að borga fyrr en leigugreiðslur bærust frá ríkinu. Vextir þessa aðila yrðu að öllum líkindum hærri en ef ríkið tæki lánið beint og arðsemiskrafa fjárfestisins bættist þar einnig ofan á. Þetta gæti í þessu tilviki verið munur upp á hálfan milljarð. Byggingarhraðinn ætti hins vegar að geta verið sá sami hvor leiðin sem farin yrði. Þetta á að vera málefnaleg umræða og verðskuldar annað en útúrsnúninga og skæting um að forpokuð sjónarmið ráði af minni hálfu. Ég tel þvert á móti að ég tali fyrir kredduleysi og hagkvæmnissjónarmiðum sem verði að ræða sem slík. Eða í hvers umboði talar ritstjóri Fréttablaðsins fyrir því að hagsmunir skattgreiðenda framtíðarinnar skipti engu máli?
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar