Um lýðræði og sannfæringu 1. júlí 2011 06:00 Kolbeinn Proppé, blaðamaður á Fréttablaðinu, veltir upp mikilvægri spurningu í framhaldi af grein minni í hér blaðinu um vegtolla. Þar lýsi ég því hvernig ég hafði fengið í fangið hugmyndir um að ráðist yrði í kostnaðarsamar flýtiframkvæmdir í vegamálum og yrðu þær fjármagnaðar með vegtollum á viðkomandi leiðum. Aldrei hef ég verið áhugasamur um þessa aðferðafræði en málið engu að síður þess eðlis – verið að selja aðgang að vegum, ekki spítölum – að ég kvaðst reiðubúinn að hafa um það forgöngu að því tilskyldu að um þetta yrði samstaða og þeir sem ættu að borga brúsann væru sáttir. Svo reyndist ekki vera og lýsti ég því þá yfir að við yrðum að hlusta á rödd þjóðarinnar. Þá spyr Kolbeinn: „Ef rödd þjóðarinnar á að ráða í þessu máli, gildir það þá ekki um önnur? Mun Ögmundur framvegis fylgja meirihluta í umdeildum málum svo sem um aðild að Nató og fleiri hitamál? Mun sannfæringin víkja fyrir skoðanakönnunum?“ Svar mitt við því hvort meirihlutavilji þjóðarinnar eigi að ráða er tvímælalaust játandi. Ef meirihlutinn vill vera í Nató þá verðum við þar. Ef meirihlutinn vill ganga þaðan út þá gerum við það. Það breytir því ekki að ég er og verð andstæðingur aðildar Íslands að Nató og hreyfir engin skoðanakönnun eða atkvæðagreiðsla þeirri sannfæringu minni. Það gildir um öll grundvallarmál. Þar vil ég vera trúr eigin sannfæringu hvað sem líður vilja annarra og berjast fyrir henni af alefli. Ef þeir sem treyst er fyrir framkvæmdarvaldinu ganga hins vegar þvert á almannaviljann í grundvallarmálum og þröngva minnihlutasjónarmiðum upp á samfélagið, fyrirgera þeir þar með pólitískum tilverurétti sínum. Að sjálfsögðu ætti það við um mig sem aðra ráðherra. Þannig á lýðræðið að virka. Það hefur einmitt verið okkar ógæfa í langan tíma að virða ekki lýðræðið sem skyldi. Þegar samtök atvinnurekenda ætlast nú til þess af mér, sem handhafa framkvæmdavalds, að ráðast í umdeilda tollheimtu sem mikil andstaða hefur risið gegn þá fer ég að sjálfsögðu að almannaviljanum fremur en vilja gæslumanna þröngra hagsmuna sem því miður hafa látið í veðri vaka að rándýrar framkvæmdir á kostnað skattborgara og neytenda skapi fleiri störf og meiri arðsemi en reyndin yrði. En það má ágætur blaðamaður Fréttablaðsins vita að í því er engin mótsögn fólgin að vera trúr sannfæringu sinni annars vegar og virða lýðræðislegan vilja hins vegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Sjá meira
Kolbeinn Proppé, blaðamaður á Fréttablaðinu, veltir upp mikilvægri spurningu í framhaldi af grein minni í hér blaðinu um vegtolla. Þar lýsi ég því hvernig ég hafði fengið í fangið hugmyndir um að ráðist yrði í kostnaðarsamar flýtiframkvæmdir í vegamálum og yrðu þær fjármagnaðar með vegtollum á viðkomandi leiðum. Aldrei hef ég verið áhugasamur um þessa aðferðafræði en málið engu að síður þess eðlis – verið að selja aðgang að vegum, ekki spítölum – að ég kvaðst reiðubúinn að hafa um það forgöngu að því tilskyldu að um þetta yrði samstaða og þeir sem ættu að borga brúsann væru sáttir. Svo reyndist ekki vera og lýsti ég því þá yfir að við yrðum að hlusta á rödd þjóðarinnar. Þá spyr Kolbeinn: „Ef rödd þjóðarinnar á að ráða í þessu máli, gildir það þá ekki um önnur? Mun Ögmundur framvegis fylgja meirihluta í umdeildum málum svo sem um aðild að Nató og fleiri hitamál? Mun sannfæringin víkja fyrir skoðanakönnunum?“ Svar mitt við því hvort meirihlutavilji þjóðarinnar eigi að ráða er tvímælalaust játandi. Ef meirihlutinn vill vera í Nató þá verðum við þar. Ef meirihlutinn vill ganga þaðan út þá gerum við það. Það breytir því ekki að ég er og verð andstæðingur aðildar Íslands að Nató og hreyfir engin skoðanakönnun eða atkvæðagreiðsla þeirri sannfæringu minni. Það gildir um öll grundvallarmál. Þar vil ég vera trúr eigin sannfæringu hvað sem líður vilja annarra og berjast fyrir henni af alefli. Ef þeir sem treyst er fyrir framkvæmdarvaldinu ganga hins vegar þvert á almannaviljann í grundvallarmálum og þröngva minnihlutasjónarmiðum upp á samfélagið, fyrirgera þeir þar með pólitískum tilverurétti sínum. Að sjálfsögðu ætti það við um mig sem aðra ráðherra. Þannig á lýðræðið að virka. Það hefur einmitt verið okkar ógæfa í langan tíma að virða ekki lýðræðið sem skyldi. Þegar samtök atvinnurekenda ætlast nú til þess af mér, sem handhafa framkvæmdavalds, að ráðast í umdeilda tollheimtu sem mikil andstaða hefur risið gegn þá fer ég að sjálfsögðu að almannaviljanum fremur en vilja gæslumanna þröngra hagsmuna sem því miður hafa látið í veðri vaka að rándýrar framkvæmdir á kostnað skattborgara og neytenda skapi fleiri störf og meiri arðsemi en reyndin yrði. En það má ágætur blaðamaður Fréttablaðsins vita að í því er engin mótsögn fólgin að vera trúr sannfæringu sinni annars vegar og virða lýðræðislegan vilja hins vegar.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun