Fuglafirðingar á lágflugi í Færeyjum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. júní 2011 08:00 KR-ingar leika í kvöld á Gundadalsvelli, sem er gervigrasvöllur í höfuðstaðnum Þórshöfn. Mynd/Arne List KR hefur í kvöld keppni í undankeppni Evrópudeildar UEFA þegar liðið mætir ÍF Fuglafjørður í Þórshöfn í Færeyjum. Liðin mætast svo aftur í næstu viku en þá á KR-vellinum. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir sína menn renna blint í sjóinn enda hefur lítill tími gefist til undirbúnings fyrir leikinn og erfitt verið að afla sér upplýsinga um liðið. „Við mættum FH í bikarnum á fimmtudaginn og svo Grindavík á sunnudagskvöldið. Það hefur því verið þétt dagskrá hjá okkur," sagði Rúnar, en KR-ingar héldu utan í gærmorgun og æfðu á keppnisvellinum í gærkvöldi. Hátíðarstemning hjá ÍFAf stigatöflu Vodafone-deildarinnar í Færeyjum að dæma eru Fuglafirðingar í mikilli lægð. Liðið er í næstneðsta sæti deildarinnar með tólf stig eftir þrettán leiki. ÍF náði fjórða sætinu í fyrra og fékk þannig þátttökurétt í Evrópukeppni í fyrsta sinn í sögu félagsins. „Þrátt fyrir slakt gengi í deildinni í ár er þetta önnur keppni og þeir eru að keppa í fyrsta sinn á þessum vettvangi. Það má því gera ráð fyrir hátíðarstemningu hjá liðinu og þeir munu sjálfsagt leggja mikið á sig og spila af krafti eins og Færeyingar eru þekktir fyrir. Við þurfum að vera búnir undir það að mæta þeim af fullri hörku," bætti Rúnar við. Þórður Steinar Hreiðarsson, fyrrverandi leikmaður Þróttar, þekkir vel til í Færeyjum, en hann lék með HB í Þórshöfn í fyrra og varð meistari með liðinu. Hann fékk sig lausan nú í vor og hefur æft með Valsmönnum að undanförnu. Þórður segir að talsvert meiri harka sé í færeysku deildinni en þeirri íslensku og að ÍF sé þekkt fyrir mikla baráttu. Færeyski boltinn miklu harðari„Það eina sem þeir gera út á er að slást og berjast. Ég var reglulega spurður hvort íslenska deildin væri ekki miklu harðari en sú færeyska en færeyski boltinn er miklu, miklu harðari. Með tilkomu knattspyrnuhúsanna hér heima hefur boltinn á Íslandi breyst mikið og leikmenn eru mun teknískari en áður," sagði Þórður og sagði lið utan Þórshafnar sérstaklega hörð í horn að taka. „ÍF er frá fiskibæ þar sem fisklyktina leggur yfir allan bæinn og knattspyrnuvöllinn líka. Ég fékk sjokk þegar ég kom þangað fyrst," sagði hann og hló. „En leikmenn liðsins hika ekki við að keyra í andstæðinginn og komast oft langt á því. Þeir gætu lent í vandræðum í þessum leik ef dómarinn tekur hart á brotunum." Mun slakara lið en í fyrraHann ítrekar þó að liðið virðist vera mun slakara nú en í fyrra. „Í fyrra voru þeir góðir en arfaslakir í ár. Liðið missti marga leikmenn í vetur og hefur í raun ekki fengið mikið í staðinn. Það er í tómum vandræðum í neðri hluta deildarinnar nú en liðin þar eru talsvert lakari en þau í efri hlutanum. Það er talsverður getumunur á milli efsta liðsins og þess neðsta. Ég fékk símtal frá leikmanni KR um daginn þar sem hann spurði mig um liðið og sagði ég honum að með öllu réttu ætti þetta að vera bókaður sigur hjá KR." Passa upp á hugarfariðRúnar er þó spar á stóru orðin og leggur þeim mun meiri áherslu á að leikmenn liðsins mæti með réttu hugarfari til leiks í kvöld. „Menn þurfa að gera sér grein fyrir því að það þarf að hafa fyrir öllum sigrum, sama við hvaða lið er verið að spila og frá hvaða landi. Innst inni gæti leynst sú trú hjá leikmönnum að þetta gæti orðið auðvelt hjá okkur en það er okkar þjálfaranna að sjá til þess að við föllum ekki í þá gryfju að vanmeta andstæðinginn." Íslenski boltinn Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Sjá meira
KR hefur í kvöld keppni í undankeppni Evrópudeildar UEFA þegar liðið mætir ÍF Fuglafjørður í Þórshöfn í Færeyjum. Liðin mætast svo aftur í næstu viku en þá á KR-vellinum. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir sína menn renna blint í sjóinn enda hefur lítill tími gefist til undirbúnings fyrir leikinn og erfitt verið að afla sér upplýsinga um liðið. „Við mættum FH í bikarnum á fimmtudaginn og svo Grindavík á sunnudagskvöldið. Það hefur því verið þétt dagskrá hjá okkur," sagði Rúnar, en KR-ingar héldu utan í gærmorgun og æfðu á keppnisvellinum í gærkvöldi. Hátíðarstemning hjá ÍFAf stigatöflu Vodafone-deildarinnar í Færeyjum að dæma eru Fuglafirðingar í mikilli lægð. Liðið er í næstneðsta sæti deildarinnar með tólf stig eftir þrettán leiki. ÍF náði fjórða sætinu í fyrra og fékk þannig þátttökurétt í Evrópukeppni í fyrsta sinn í sögu félagsins. „Þrátt fyrir slakt gengi í deildinni í ár er þetta önnur keppni og þeir eru að keppa í fyrsta sinn á þessum vettvangi. Það má því gera ráð fyrir hátíðarstemningu hjá liðinu og þeir munu sjálfsagt leggja mikið á sig og spila af krafti eins og Færeyingar eru þekktir fyrir. Við þurfum að vera búnir undir það að mæta þeim af fullri hörku," bætti Rúnar við. Þórður Steinar Hreiðarsson, fyrrverandi leikmaður Þróttar, þekkir vel til í Færeyjum, en hann lék með HB í Þórshöfn í fyrra og varð meistari með liðinu. Hann fékk sig lausan nú í vor og hefur æft með Valsmönnum að undanförnu. Þórður segir að talsvert meiri harka sé í færeysku deildinni en þeirri íslensku og að ÍF sé þekkt fyrir mikla baráttu. Færeyski boltinn miklu harðari„Það eina sem þeir gera út á er að slást og berjast. Ég var reglulega spurður hvort íslenska deildin væri ekki miklu harðari en sú færeyska en færeyski boltinn er miklu, miklu harðari. Með tilkomu knattspyrnuhúsanna hér heima hefur boltinn á Íslandi breyst mikið og leikmenn eru mun teknískari en áður," sagði Þórður og sagði lið utan Þórshafnar sérstaklega hörð í horn að taka. „ÍF er frá fiskibæ þar sem fisklyktina leggur yfir allan bæinn og knattspyrnuvöllinn líka. Ég fékk sjokk þegar ég kom þangað fyrst," sagði hann og hló. „En leikmenn liðsins hika ekki við að keyra í andstæðinginn og komast oft langt á því. Þeir gætu lent í vandræðum í þessum leik ef dómarinn tekur hart á brotunum." Mun slakara lið en í fyrraHann ítrekar þó að liðið virðist vera mun slakara nú en í fyrra. „Í fyrra voru þeir góðir en arfaslakir í ár. Liðið missti marga leikmenn í vetur og hefur í raun ekki fengið mikið í staðinn. Það er í tómum vandræðum í neðri hluta deildarinnar nú en liðin þar eru talsvert lakari en þau í efri hlutanum. Það er talsverður getumunur á milli efsta liðsins og þess neðsta. Ég fékk símtal frá leikmanni KR um daginn þar sem hann spurði mig um liðið og sagði ég honum að með öllu réttu ætti þetta að vera bókaður sigur hjá KR." Passa upp á hugarfariðRúnar er þó spar á stóru orðin og leggur þeim mun meiri áherslu á að leikmenn liðsins mæti með réttu hugarfari til leiks í kvöld. „Menn þurfa að gera sér grein fyrir því að það þarf að hafa fyrir öllum sigrum, sama við hvaða lið er verið að spila og frá hvaða landi. Innst inni gæti leynst sú trú hjá leikmönnum að þetta gæti orðið auðvelt hjá okkur en það er okkar þjálfaranna að sjá til þess að við föllum ekki í þá gryfju að vanmeta andstæðinginn."
Íslenski boltinn Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Sjá meira