Hver er í raun vandi Grikkja? 28. júní 2011 05:00 Vandi ESB og evrunnar er meiri nú en nokkru sinni og daglega berast okkur fréttir af fjöldamótmælum almennings innan ESB, neyðarfundum ráðamanna í Brussel, vanda evrunnar, auknu atvinnuleysi innan ESB o.fl. Því hefur jafnan verið haldið fram að efnahagshrunið á Íslandi hefði ekki orðið ef við hefðum verið innan ESB en staða margra ríkja innan sambandsins sýnir að slíkar fullyrðingar eru ekki á rökum reistar. Grikkir höfðu nær ótakmarkaðan aðgang að ódýru lánsfé og skuldir landsins eru í dag 340 milljarðar evra, þar af er rúmlega þriðjungur við einkabanka í Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi. Þjóðir í vestan- og norðanverðri Evrópu vilja ekki leggja meira á almenning til að bjarga Grikkjum, Spánverjum, Portúgölum o.fl. ESB fyrirskipar einkavæðingu opinberra fyrirtækja!ESB fyrirskipar Grikkjum að skera niður almannaþjónustu og einkavæða opinber fyrirtæki. Dæmi um fyrirtæki sem ESB hefur gert kröfu um að verði einkavædd eru alþjóðaflugvöllurinn í Aþenu, opinber fjarskiptafyrirtæki, orku- og gasfyrirtæki, hafnarmannvirki, járnbrautarfyrirtæki o.fl. Pólitísk spenna hefur sjaldan verið meiri innan ESB og ráðamenn í Brussel eru að vonum áhyggjufullir, enda hefur evran aldrei staðið veikar. Mótmæli brjótast út og fólkið gerir þær kröfur að almenningur greiði ekki skuldir einkabanka í fjarlægum löndum. Kröfurnar frá Brussel eru hins vegar skýrar, þið verðið að borga! Hvað segja jafnaðarmenn?Það er æpandi tómarúm í málflutningi þeirra sem reyna að fegra þá staðreynd að ESB á í gríðarlegum vanda og Grikkland er ekki eina vandamálið. Ef vandi Grikkja, Spánverja o.fl. er fyrst og fremst spilling. Hver er þá lausnin? Er það að einkavæða opinber fyrirtæki í þeim tilgangi að greiða inn í erlenda einkabanka? Er nema von að almenningur mótmæli? Þrátt fyrir að einn æðsti maður efnahagsmála á Íslandi vilji sjá annað þá tala staðreyndirnar sínu máli og fréttaflutningur í erlendum fjölmiðlum segir allt sem segja þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Vandi ESB og evrunnar er meiri nú en nokkru sinni og daglega berast okkur fréttir af fjöldamótmælum almennings innan ESB, neyðarfundum ráðamanna í Brussel, vanda evrunnar, auknu atvinnuleysi innan ESB o.fl. Því hefur jafnan verið haldið fram að efnahagshrunið á Íslandi hefði ekki orðið ef við hefðum verið innan ESB en staða margra ríkja innan sambandsins sýnir að slíkar fullyrðingar eru ekki á rökum reistar. Grikkir höfðu nær ótakmarkaðan aðgang að ódýru lánsfé og skuldir landsins eru í dag 340 milljarðar evra, þar af er rúmlega þriðjungur við einkabanka í Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi. Þjóðir í vestan- og norðanverðri Evrópu vilja ekki leggja meira á almenning til að bjarga Grikkjum, Spánverjum, Portúgölum o.fl. ESB fyrirskipar einkavæðingu opinberra fyrirtækja!ESB fyrirskipar Grikkjum að skera niður almannaþjónustu og einkavæða opinber fyrirtæki. Dæmi um fyrirtæki sem ESB hefur gert kröfu um að verði einkavædd eru alþjóðaflugvöllurinn í Aþenu, opinber fjarskiptafyrirtæki, orku- og gasfyrirtæki, hafnarmannvirki, járnbrautarfyrirtæki o.fl. Pólitísk spenna hefur sjaldan verið meiri innan ESB og ráðamenn í Brussel eru að vonum áhyggjufullir, enda hefur evran aldrei staðið veikar. Mótmæli brjótast út og fólkið gerir þær kröfur að almenningur greiði ekki skuldir einkabanka í fjarlægum löndum. Kröfurnar frá Brussel eru hins vegar skýrar, þið verðið að borga! Hvað segja jafnaðarmenn?Það er æpandi tómarúm í málflutningi þeirra sem reyna að fegra þá staðreynd að ESB á í gríðarlegum vanda og Grikkland er ekki eina vandamálið. Ef vandi Grikkja, Spánverja o.fl. er fyrst og fremst spilling. Hver er þá lausnin? Er það að einkavæða opinber fyrirtæki í þeim tilgangi að greiða inn í erlenda einkabanka? Er nema von að almenningur mótmæli? Þrátt fyrir að einn æðsti maður efnahagsmála á Íslandi vilji sjá annað þá tala staðreyndirnar sínu máli og fréttaflutningur í erlendum fjölmiðlum segir allt sem segja þarf.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar