Breskir bankamenn óttast tillögurnar 23. júní 2011 05:00 Ana Patricia Botín er eina konan sem stýrir breskum banka Foreldrar hennar eru valdamiklir í spænskum fjármála- og listageira. Fréttablaðið/AFPw Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) er sögð íhuga að innleiða kynjakvóta í stjórnum banka og fjármálafyrirtækja. Breska dagblaðið The Guardian segir 130 blaðsíðna drög frá Michel Barnier, yfirmanni innri markaðsmála hjá ESB, hafa gengið manna á milli innan breska fjármálageirans. Þar sé lagt til að þriðjungur stjórnarmanna verði konur. Barnier segir í samtali við blaðið að kynjakvótar gætu komið í veg fyrir hjarðhegðun í stjórnum banka og fjármálafyrirtækja sem hafi leitt til fjármálakreppunnar. Guardian segir kynjakvótana geta valdið titringi innan evrópsks fjármálageira enda fáir bankar sem uppfylli skilyrðin sem lögð eru til í drögunum. Í Bretlandi eru flestar konur í stjórn HSBC, eða fjórðungur stjórnarmanna. Ein kona er bankastjóri í Bretlandi. Það er Ana Patricia Botín, bankastjóri Santander. Hún var áður stjórnarformaður Banco Español de Crédito á Spáni. Faðir hennar er spænski milljarðamæringurinn Emilio Botín, stjórnarformaður Santander-bankasamstæðunnar. Nokkrar konur eru í æðstu stöðum í fjármálafyrirtækjum hér. Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka, og Hanna Björk Ragnarsdóttir bankastjóri Sparibankans, en verið er að koma honum á laggirnar. Þá er Elín Jónsdóttir forstjóri Bankasýslu ríkisins, sem fer með hlut ríkisins í yfirteknum bönkum og sparisjóðum. Þar að auki er Kristín Pétursdóttir forstjóri Auðar Capital. Halla Tómasdóttir er stjórnarformaður fyrirtækisins. Til viðbótar eru sjö af átján stjórnarmönnum stóru bankanna þriggja konur. Hæst er hlutfallið í stjórn Landsbankans, þrjár af fimm stjórnarmönnum. Þá er Monica Caneman stjórnarformaður Arion Banka og Guðrún Johnsen varaformaður stjórnar. Fæstar konur eru í stjórn Íslandsbanka, eða tvær af sjö stjórnarmönnum.- jab Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) er sögð íhuga að innleiða kynjakvóta í stjórnum banka og fjármálafyrirtækja. Breska dagblaðið The Guardian segir 130 blaðsíðna drög frá Michel Barnier, yfirmanni innri markaðsmála hjá ESB, hafa gengið manna á milli innan breska fjármálageirans. Þar sé lagt til að þriðjungur stjórnarmanna verði konur. Barnier segir í samtali við blaðið að kynjakvótar gætu komið í veg fyrir hjarðhegðun í stjórnum banka og fjármálafyrirtækja sem hafi leitt til fjármálakreppunnar. Guardian segir kynjakvótana geta valdið titringi innan evrópsks fjármálageira enda fáir bankar sem uppfylli skilyrðin sem lögð eru til í drögunum. Í Bretlandi eru flestar konur í stjórn HSBC, eða fjórðungur stjórnarmanna. Ein kona er bankastjóri í Bretlandi. Það er Ana Patricia Botín, bankastjóri Santander. Hún var áður stjórnarformaður Banco Español de Crédito á Spáni. Faðir hennar er spænski milljarðamæringurinn Emilio Botín, stjórnarformaður Santander-bankasamstæðunnar. Nokkrar konur eru í æðstu stöðum í fjármálafyrirtækjum hér. Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka, og Hanna Björk Ragnarsdóttir bankastjóri Sparibankans, en verið er að koma honum á laggirnar. Þá er Elín Jónsdóttir forstjóri Bankasýslu ríkisins, sem fer með hlut ríkisins í yfirteknum bönkum og sparisjóðum. Þar að auki er Kristín Pétursdóttir forstjóri Auðar Capital. Halla Tómasdóttir er stjórnarformaður fyrirtækisins. Til viðbótar eru sjö af átján stjórnarmönnum stóru bankanna þriggja konur. Hæst er hlutfallið í stjórn Landsbankans, þrjár af fimm stjórnarmönnum. Þá er Monica Caneman stjórnarformaður Arion Banka og Guðrún Johnsen varaformaður stjórnar. Fæstar konur eru í stjórn Íslandsbanka, eða tvær af sjö stjórnarmönnum.- jab
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira