Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Starri Freyr Jónsson skrifar 17. október 2025 10:01 „Að ná að viðhalda hagnaði, hóflegri skuldsetningu og góðri lánshæfiseinkunn í meira en fimmtán ár er klárlega eitthvað sem fyrirtæki geta verið stolt af," segir Kári Finnsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Creditinfo. Mynd/Anton Brink. Creditinfo hefur frá árinu 2010 unnið greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði og er óhætt að segja markviss undirbúningur og þrotlaus vinna liggi að baki slíkum árangri. Á lista ársins yfir Framúrskarandi fyrirtæki eru rúmlega 40 fyrirtæki sem hafa setið þar frá upphafi sem er frábær árangur. Kári Finnsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Creditinfo, segist finna vel fyrir því hversu stoltir eigendur, stjórnendur og starfsfólk þessara fyrirtækja er. „Enda er fullt tilefni til þess. Að ná að viðhalda hagnaði, hóflegri skuldsetningu og góðri lánshæfiseinkunn í meira en fimmtán ár er klárlega eitthvað sem fyrirtæki geta verið stolt af. Við leggjum oft áherslu á fyrirtæki sem hafa náð mjög miklum vexti en það sem er sjaldgæfara er að ná að viðhalda stöðugleika yfir langt tímabil. Mörg fyrirtæki geta náð að vaxa hratt en ekki öll geta náð framúrskarandi árangri yfir svona langt tímabil.“ Þótt Creditinfo hafi fyrst veitt viðurkenninguna fyrir árið 2010 var fyrsti viðburðurinn þó haldinn snemma árs 2011. Á fyrsta árslista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki voru 178 fyrirtæki og fékk Alcan á Íslandi verðlaun sem framsæknasta fyrirtækið auk þess sem Össur, CCP og Stálskip fengu viðurkenningar. Það var Árni Páll Árnason, þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra sem veitti verðlaunin. Fyrirtækin sem ná þeim árangri að vera á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg og því ekki gott að finna eitthvað eitt sem sameinar þau. „Við sjáum ekki endilega að það sé einhver ein atvinnugrein sem er líklegri til að skila framúrskarandi fyrirtækjum eða að það séu frekar stærri fyrirtæki heldur en smærri sem ná þeim árangri,“ segir Kári. Ef við litið er yfir þennan stutta lista af fyrirtækjum sem hafa verið framúrskarandi frá upphafi er lítið annað hægt að segja en að það sem einkenni þau séu þrautseigja og dugnaður. „Fyrirtækjarekstur er flókinn og ófyrirsjáanlegur í eðli sínu og það þarf einstaka þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó í gegnum efnahagslægðir, heimsfaraldur o.fl. sem dunið hefur á íslensk fyrirtæki síðastliðin ár.“ Í grein sem birtist síðar í dag á Vísi verður rætt við nokkra framkvæmdastjóra fyrirtækja sem hafa verið á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki frá upphafi. Þessi grein er hluti af samstarfi Sýnar og Creditinfo um Framúrskarandi fyrirtæki. Framúrskarandi fyrirtæki 2025 Mest lesið Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind Atvinnulíf Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Sjá meira
Á lista ársins yfir Framúrskarandi fyrirtæki eru rúmlega 40 fyrirtæki sem hafa setið þar frá upphafi sem er frábær árangur. Kári Finnsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Creditinfo, segist finna vel fyrir því hversu stoltir eigendur, stjórnendur og starfsfólk þessara fyrirtækja er. „Enda er fullt tilefni til þess. Að ná að viðhalda hagnaði, hóflegri skuldsetningu og góðri lánshæfiseinkunn í meira en fimmtán ár er klárlega eitthvað sem fyrirtæki geta verið stolt af. Við leggjum oft áherslu á fyrirtæki sem hafa náð mjög miklum vexti en það sem er sjaldgæfara er að ná að viðhalda stöðugleika yfir langt tímabil. Mörg fyrirtæki geta náð að vaxa hratt en ekki öll geta náð framúrskarandi árangri yfir svona langt tímabil.“ Þótt Creditinfo hafi fyrst veitt viðurkenninguna fyrir árið 2010 var fyrsti viðburðurinn þó haldinn snemma árs 2011. Á fyrsta árslista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki voru 178 fyrirtæki og fékk Alcan á Íslandi verðlaun sem framsæknasta fyrirtækið auk þess sem Össur, CCP og Stálskip fengu viðurkenningar. Það var Árni Páll Árnason, þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra sem veitti verðlaunin. Fyrirtækin sem ná þeim árangri að vera á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg og því ekki gott að finna eitthvað eitt sem sameinar þau. „Við sjáum ekki endilega að það sé einhver ein atvinnugrein sem er líklegri til að skila framúrskarandi fyrirtækjum eða að það séu frekar stærri fyrirtæki heldur en smærri sem ná þeim árangri,“ segir Kári. Ef við litið er yfir þennan stutta lista af fyrirtækjum sem hafa verið framúrskarandi frá upphafi er lítið annað hægt að segja en að það sem einkenni þau séu þrautseigja og dugnaður. „Fyrirtækjarekstur er flókinn og ófyrirsjáanlegur í eðli sínu og það þarf einstaka þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó í gegnum efnahagslægðir, heimsfaraldur o.fl. sem dunið hefur á íslensk fyrirtæki síðastliðin ár.“ Í grein sem birtist síðar í dag á Vísi verður rætt við nokkra framkvæmdastjóra fyrirtækja sem hafa verið á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki frá upphafi. Þessi grein er hluti af samstarfi Sýnar og Creditinfo um Framúrskarandi fyrirtæki.
Framúrskarandi fyrirtæki 2025 Mest lesið Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind Atvinnulíf Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Sjá meira
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent