Ágreiningur um byggðaáherslurnar 21. júní 2011 05:00 fiskveiðar Stjórnarliðar eru ekki á eitt sáttir um hve mikið vægi byggðasjónarmið eiga að hafa í lögum um fiskveiðistjórnun. Ljóst er að vinna er fram undan innan þings um frumvarpið. fréttablaðið/jón sigurður ólína þorvarðardóttir Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, segir ekki hægt að skoða kvótamál eingöngu út frá nýútkominni hagfræðingaskýrslu. Til að setja málið í samhengi þurfi aðra úttekt; á afleiðingum núverandi kvótakerfis á byggðir og samfélag síðustu 20 árin. „Hana þurfum við að hafa í vinstri hendi og vega og meta á móti þeirri sem nú liggur í hægri hendi,“ segir Ólína. Hún heggur í sama knérunn og formaður nefndarinnar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, sem sagði í Fréttablaðinu í gær að horfa þyrfti á málið út frá fleiri þáttum en hagfræðilegum. Ólína segir skýrsluna ágæta, en henni hugnist ekki það sjónarmið að sjávarútvegurinn eigi að að vera sambandslaus við samfélagið og síðan verði greiddir byggðarstyrkir eftir þörfum. Hennar stjórnmálastefna sé ekki að halda byggðarlögum í öndunarvélum ölmusustyrkja. Ljóst er að Ólína er ekki sammála þeirri áherslu sem samflokksmaður hennar, Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur sett fram. Hann segir aðalmarkmiðið vera að tryggja góðan rekstrar- og samkeppnishæfan sjávarútveg. Atvinnustefna á forsendum byggðastefnu hafi aldrei gefist vel, hvorki hér á landi né annars staðar. „Það er sjálfsagt að reyna að koma við byggðatilliti að einhverju leyti í sjávarútveginum en höfuðmarkmiðið í þessari atvinnugrein eins og öðum hlýtur að vera að tryggja arðsemi. Öðrum sjónarmiðum, svo sem byggðartengdum, má mæta með sértækum aðgerðum.“ Ólína gagnrýnir sjónarhorn skýrsluhöfunda sem miðist við núverandi stöðu útgerðarinnar. Þegar rætt sé um að arður renni úr einni átt inn í samfélagið þurfi ekki djúpa hagfræðihugsun til að sjá að það rýri að einhverju leyti útgerðina. Sjávarbyggðirnar hafi hins vegar staðið undir hagsæld um langt skeið og það gangi ekki að atvinnuvegir sogi til sín án þess að skila í eðlilegu hlutfalli til baka. Ekki náðist í Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við vinnslu fréttarinnar. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir að málið eigi eftir að fá þinglega meðferð. „Að mínu viti er ekkert í þessari hagfræðilegu úttekt sem kemur á óvart.“ Samkvæmt heimildum blaðsins ganga hagfræðingar úr nefndinni á fund sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar í dag. kolbeinn@frettabladid.isárni páll árnason Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
ólína þorvarðardóttir Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, segir ekki hægt að skoða kvótamál eingöngu út frá nýútkominni hagfræðingaskýrslu. Til að setja málið í samhengi þurfi aðra úttekt; á afleiðingum núverandi kvótakerfis á byggðir og samfélag síðustu 20 árin. „Hana þurfum við að hafa í vinstri hendi og vega og meta á móti þeirri sem nú liggur í hægri hendi,“ segir Ólína. Hún heggur í sama knérunn og formaður nefndarinnar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, sem sagði í Fréttablaðinu í gær að horfa þyrfti á málið út frá fleiri þáttum en hagfræðilegum. Ólína segir skýrsluna ágæta, en henni hugnist ekki það sjónarmið að sjávarútvegurinn eigi að að vera sambandslaus við samfélagið og síðan verði greiddir byggðarstyrkir eftir þörfum. Hennar stjórnmálastefna sé ekki að halda byggðarlögum í öndunarvélum ölmusustyrkja. Ljóst er að Ólína er ekki sammála þeirri áherslu sem samflokksmaður hennar, Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur sett fram. Hann segir aðalmarkmiðið vera að tryggja góðan rekstrar- og samkeppnishæfan sjávarútveg. Atvinnustefna á forsendum byggðastefnu hafi aldrei gefist vel, hvorki hér á landi né annars staðar. „Það er sjálfsagt að reyna að koma við byggðatilliti að einhverju leyti í sjávarútveginum en höfuðmarkmiðið í þessari atvinnugrein eins og öðum hlýtur að vera að tryggja arðsemi. Öðrum sjónarmiðum, svo sem byggðartengdum, má mæta með sértækum aðgerðum.“ Ólína gagnrýnir sjónarhorn skýrsluhöfunda sem miðist við núverandi stöðu útgerðarinnar. Þegar rætt sé um að arður renni úr einni átt inn í samfélagið þurfi ekki djúpa hagfræðihugsun til að sjá að það rýri að einhverju leyti útgerðina. Sjávarbyggðirnar hafi hins vegar staðið undir hagsæld um langt skeið og það gangi ekki að atvinnuvegir sogi til sín án þess að skila í eðlilegu hlutfalli til baka. Ekki náðist í Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við vinnslu fréttarinnar. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir að málið eigi eftir að fá þinglega meðferð. „Að mínu viti er ekkert í þessari hagfræðilegu úttekt sem kemur á óvart.“ Samkvæmt heimildum blaðsins ganga hagfræðingar úr nefndinni á fund sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar í dag. kolbeinn@frettabladid.isárni páll árnason
Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira