Ágreiningur um byggðaáherslurnar 21. júní 2011 05:00 fiskveiðar Stjórnarliðar eru ekki á eitt sáttir um hve mikið vægi byggðasjónarmið eiga að hafa í lögum um fiskveiðistjórnun. Ljóst er að vinna er fram undan innan þings um frumvarpið. fréttablaðið/jón sigurður ólína þorvarðardóttir Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, segir ekki hægt að skoða kvótamál eingöngu út frá nýútkominni hagfræðingaskýrslu. Til að setja málið í samhengi þurfi aðra úttekt; á afleiðingum núverandi kvótakerfis á byggðir og samfélag síðustu 20 árin. „Hana þurfum við að hafa í vinstri hendi og vega og meta á móti þeirri sem nú liggur í hægri hendi,“ segir Ólína. Hún heggur í sama knérunn og formaður nefndarinnar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, sem sagði í Fréttablaðinu í gær að horfa þyrfti á málið út frá fleiri þáttum en hagfræðilegum. Ólína segir skýrsluna ágæta, en henni hugnist ekki það sjónarmið að sjávarútvegurinn eigi að að vera sambandslaus við samfélagið og síðan verði greiddir byggðarstyrkir eftir þörfum. Hennar stjórnmálastefna sé ekki að halda byggðarlögum í öndunarvélum ölmusustyrkja. Ljóst er að Ólína er ekki sammála þeirri áherslu sem samflokksmaður hennar, Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur sett fram. Hann segir aðalmarkmiðið vera að tryggja góðan rekstrar- og samkeppnishæfan sjávarútveg. Atvinnustefna á forsendum byggðastefnu hafi aldrei gefist vel, hvorki hér á landi né annars staðar. „Það er sjálfsagt að reyna að koma við byggðatilliti að einhverju leyti í sjávarútveginum en höfuðmarkmiðið í þessari atvinnugrein eins og öðum hlýtur að vera að tryggja arðsemi. Öðrum sjónarmiðum, svo sem byggðartengdum, má mæta með sértækum aðgerðum.“ Ólína gagnrýnir sjónarhorn skýrsluhöfunda sem miðist við núverandi stöðu útgerðarinnar. Þegar rætt sé um að arður renni úr einni átt inn í samfélagið þurfi ekki djúpa hagfræðihugsun til að sjá að það rýri að einhverju leyti útgerðina. Sjávarbyggðirnar hafi hins vegar staðið undir hagsæld um langt skeið og það gangi ekki að atvinnuvegir sogi til sín án þess að skila í eðlilegu hlutfalli til baka. Ekki náðist í Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við vinnslu fréttarinnar. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir að málið eigi eftir að fá þinglega meðferð. „Að mínu viti er ekkert í þessari hagfræðilegu úttekt sem kemur á óvart.“ Samkvæmt heimildum blaðsins ganga hagfræðingar úr nefndinni á fund sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar í dag. kolbeinn@frettabladid.isárni páll árnason Fréttir Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
ólína þorvarðardóttir Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, segir ekki hægt að skoða kvótamál eingöngu út frá nýútkominni hagfræðingaskýrslu. Til að setja málið í samhengi þurfi aðra úttekt; á afleiðingum núverandi kvótakerfis á byggðir og samfélag síðustu 20 árin. „Hana þurfum við að hafa í vinstri hendi og vega og meta á móti þeirri sem nú liggur í hægri hendi,“ segir Ólína. Hún heggur í sama knérunn og formaður nefndarinnar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, sem sagði í Fréttablaðinu í gær að horfa þyrfti á málið út frá fleiri þáttum en hagfræðilegum. Ólína segir skýrsluna ágæta, en henni hugnist ekki það sjónarmið að sjávarútvegurinn eigi að að vera sambandslaus við samfélagið og síðan verði greiddir byggðarstyrkir eftir þörfum. Hennar stjórnmálastefna sé ekki að halda byggðarlögum í öndunarvélum ölmusustyrkja. Ljóst er að Ólína er ekki sammála þeirri áherslu sem samflokksmaður hennar, Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur sett fram. Hann segir aðalmarkmiðið vera að tryggja góðan rekstrar- og samkeppnishæfan sjávarútveg. Atvinnustefna á forsendum byggðastefnu hafi aldrei gefist vel, hvorki hér á landi né annars staðar. „Það er sjálfsagt að reyna að koma við byggðatilliti að einhverju leyti í sjávarútveginum en höfuðmarkmiðið í þessari atvinnugrein eins og öðum hlýtur að vera að tryggja arðsemi. Öðrum sjónarmiðum, svo sem byggðartengdum, má mæta með sértækum aðgerðum.“ Ólína gagnrýnir sjónarhorn skýrsluhöfunda sem miðist við núverandi stöðu útgerðarinnar. Þegar rætt sé um að arður renni úr einni átt inn í samfélagið þurfi ekki djúpa hagfræðihugsun til að sjá að það rýri að einhverju leyti útgerðina. Sjávarbyggðirnar hafi hins vegar staðið undir hagsæld um langt skeið og það gangi ekki að atvinnuvegir sogi til sín án þess að skila í eðlilegu hlutfalli til baka. Ekki náðist í Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við vinnslu fréttarinnar. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir að málið eigi eftir að fá þinglega meðferð. „Að mínu viti er ekkert í þessari hagfræðilegu úttekt sem kemur á óvart.“ Samkvæmt heimildum blaðsins ganga hagfræðingar úr nefndinni á fund sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar í dag. kolbeinn@frettabladid.isárni páll árnason
Fréttir Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira