Vilja kjörna fulltrúa burt úr stjórn OR 21. júní 2011 06:00 orkuveita reykjavíkur Nefnd um eigendastefnu hefur skilað af sér drögum. Í henni áttu sæti fulltrúar meiri- og minnihluta í Reykjavík, auk fulltrúa Akraness og Borgarbyggðar. Dagur og Sóley eiga bæði sæti í nefndinni.fréttablaðið/róbert dagur b. eggertsson Skil verða á milli stjórnar og eigenda Orkuveitu Reykjavíkur (OR) verði hugmyndir meirihlutans í Reykjavík að veruleika. Vilji hans stendur til þess að kjörnir fulltrúir sitji ekki í stjórn OR heldur verði ráðið í hana eftir hæfni. Þetta kemur fram í drögum að eigendastefnu fyrirtækisins sem unnið hefur verið að í tæpt ár. Drögin verða kynnt á ársfundi á fimmtudag, þeim fyrsta í sögu fyrirtækisins sem verður opinn, og liggja til umsagnar til 15. ágúst. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir það skýra stefnu meirihlutans að koma pólitíkinni út úr fyrirtækinu. „Við viljum að pólitískar ákvarðanir séu teknar í sveitarstjórnum en fyrst og fremst eigi að velja stjórnarmenn á grundvelli hæfniskrafna, en ekki úr röðum sveitarstjórnarfólks.“ Dagur segir eigendastefnuna greina skýrar á milli eigendahlutverks sveitarstjórnafulltrúa, sem sé nátengt pólitískri stefnumótun, og hefðbundins hlutverks stjórnarmanna sem bera ábyrgð gagnvart fyrirtækinu. Hann vísar til fyrirtækis eins og Félagsbústaða hf., sem er í fullri eigu borgarinnar án þess að kjörnir fulltrúar eigi sæti í stjórn þess. Sóley Tómasdóttir, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segir grundvallarágreining um þetta atriði. Vinstri græn telji að í stjórn OR eigi að sitja kjörnir fulltrúar enda sé um mikið hagsmunamál umbjóðenda þeirra að ræða, ekki ólíkt ýmsum sviðum borgarinnar, svo sem menntasviði. Ábyrgð kjörinna fulltrúa liggi einnig í því að stýra fyrirtækjum borgarinnar, eins og OR, Strætó og Faxaflóahöfnum. Þá segir Sóley að málefni gagnaveitunnar séu skilin eftir í drögunum og ekki vilji allir skilgreina hana sem kjarnastarfsemi. Flokkur hennar sé á móti sölu hennar til einkaaðila. Dagur segir gagnaveituna vera hluta kjarnastarfseminnar en samkvæmt fimm ára áætlun verði skoðað hvort hægt sé að vinna að fjármögnun hennar eða sölu að öllu leyti eða hluta. OR sé í þess háttar stöðu að ekkert sé tryggt í því. Dagur og Sóley eru sammála um að með eigendastefnunni sé stjórninni settar fastari skorður. kolbeinn@frettabladid.issóley tómasdóttir Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
dagur b. eggertsson Skil verða á milli stjórnar og eigenda Orkuveitu Reykjavíkur (OR) verði hugmyndir meirihlutans í Reykjavík að veruleika. Vilji hans stendur til þess að kjörnir fulltrúir sitji ekki í stjórn OR heldur verði ráðið í hana eftir hæfni. Þetta kemur fram í drögum að eigendastefnu fyrirtækisins sem unnið hefur verið að í tæpt ár. Drögin verða kynnt á ársfundi á fimmtudag, þeim fyrsta í sögu fyrirtækisins sem verður opinn, og liggja til umsagnar til 15. ágúst. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir það skýra stefnu meirihlutans að koma pólitíkinni út úr fyrirtækinu. „Við viljum að pólitískar ákvarðanir séu teknar í sveitarstjórnum en fyrst og fremst eigi að velja stjórnarmenn á grundvelli hæfniskrafna, en ekki úr röðum sveitarstjórnarfólks.“ Dagur segir eigendastefnuna greina skýrar á milli eigendahlutverks sveitarstjórnafulltrúa, sem sé nátengt pólitískri stefnumótun, og hefðbundins hlutverks stjórnarmanna sem bera ábyrgð gagnvart fyrirtækinu. Hann vísar til fyrirtækis eins og Félagsbústaða hf., sem er í fullri eigu borgarinnar án þess að kjörnir fulltrúar eigi sæti í stjórn þess. Sóley Tómasdóttir, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segir grundvallarágreining um þetta atriði. Vinstri græn telji að í stjórn OR eigi að sitja kjörnir fulltrúar enda sé um mikið hagsmunamál umbjóðenda þeirra að ræða, ekki ólíkt ýmsum sviðum borgarinnar, svo sem menntasviði. Ábyrgð kjörinna fulltrúa liggi einnig í því að stýra fyrirtækjum borgarinnar, eins og OR, Strætó og Faxaflóahöfnum. Þá segir Sóley að málefni gagnaveitunnar séu skilin eftir í drögunum og ekki vilji allir skilgreina hana sem kjarnastarfsemi. Flokkur hennar sé á móti sölu hennar til einkaaðila. Dagur segir gagnaveituna vera hluta kjarnastarfseminnar en samkvæmt fimm ára áætlun verði skoðað hvort hægt sé að vinna að fjármögnun hennar eða sölu að öllu leyti eða hluta. OR sé í þess háttar stöðu að ekkert sé tryggt í því. Dagur og Sóley eru sammála um að með eigendastefnunni sé stjórninni settar fastari skorður. kolbeinn@frettabladid.issóley tómasdóttir
Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira