Segir enga þöggun um landnámskenningar 21. júní 2011 06:15 Gunnar karlsson Mynd / GVA Fornminjar framar fornritum Gunnar Karlsson sagnfræðingur segir rangt að fræðasamfélagið þaggi niður kenningar sem gangi gegn tímasetningum fornrita á landnámi Íslands. Myndin er frá uppgreftri á landnámsskála í Mosfellsdal og tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/GVA Gunnar Karlsson sagnfræðingur hafnar ásökunum um að fræðasamfélagið á Íslandi einblíni á fornrit varðandi tímasetningu landnáms og þaggi niður kenningar sem gangi gegn þeim. Gunnar svarar gagnrýni á fræðimenn í grein í vorhefti tímaritsins Skírnis. Fjallar hann aðallega um verk Páls Theodórssonar eðlisfræðings, sem telur að með geislakolsmælingum megi sýna fram á að byggð hér á landi gæti hafa hafist um árið 670, en ekki í kringum árið 870. Segir Gunnar meðal annars: „Sjálfsagt er það rétt að enn komi út rit þar sem sagt er fyrirvaralaust að landnám Íslands hafi hafist um 870, eins og Ari [fróði Þorgilsson] segir í Íslendingabók, eða árið 874, eins og segir í Landnámabók. En langt er orðið síðan fararbroddur íslenskra sagnfræðinga hætti að tíðka það, jafnvel í ritum handa almenningi.“ Gunnar nefnir sem dæmi bækur þar sem tekið er fram að heimildirnar séu ritaðar svo löngu eftir að umfjöllunarefni þeirra áttu sér stað að þær geti ekki talist traustar sögulegar heimildir um landnám. Þvert á móti séu fornminjar settar í forgrunn í nútímarannsóknum. Gunnar bætir við að sagnfræðingurinn Helgi Skúli Kjartansson hafi árið 1997 ritað grein þar sem hann hafi fært rök fyrir því að landnám hafi átt sér stað í tveimur áföngum. Hafi þeim fyrri jafnvel ekki lokið fyrr en á árunum í kringum 870. „Tímatal Ara um landnámið er sem sagt fallið,“ segir Helgi Skúli. Gunnar segir þessa kenningu síður en svo hafa verið þaggaða niður, enda hafi greinin birst í tímaritinu Nýrri sögu á vegum Sögufélags og enginn sagnfræðingur eða fornleifafræðingur hafi andmælt henni. Þá staðreynd að hugmyndir um tímasetningu landnáms hafi ekki færst til í tíma þótt fornleifar hafi komið stað ritaðra heimilda rekur Gunnar einfaldlega til þess að fornleifum og ritunum beri nokkuð vel saman. „Það er ekki íslenska fræðasamfélaginu að kenna að þessi ársetning hitti svona nákvæmlega á þann tímapunkt sem Ari hafði tekið til sem upphaf landnámsaldar.“ Í niðurlagi greinarinnar segir Gunnar að í raun séu tvö sjónarmið uppi. Annars vegar að bjóða hefðbundnum kenningum birginn og hins vegar að vera gagnrýninn á nýjar kenningar. Átök þar á milli ýti þó undir skapandi og frjósama umræðu og segist Gunnar virða framtak Páls, „um leið og ég er honum gersamlega ósammála“. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Fornminjar framar fornritum Gunnar Karlsson sagnfræðingur segir rangt að fræðasamfélagið þaggi niður kenningar sem gangi gegn tímasetningum fornrita á landnámi Íslands. Myndin er frá uppgreftri á landnámsskála í Mosfellsdal og tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/GVA Gunnar Karlsson sagnfræðingur hafnar ásökunum um að fræðasamfélagið á Íslandi einblíni á fornrit varðandi tímasetningu landnáms og þaggi niður kenningar sem gangi gegn þeim. Gunnar svarar gagnrýni á fræðimenn í grein í vorhefti tímaritsins Skírnis. Fjallar hann aðallega um verk Páls Theodórssonar eðlisfræðings, sem telur að með geislakolsmælingum megi sýna fram á að byggð hér á landi gæti hafa hafist um árið 670, en ekki í kringum árið 870. Segir Gunnar meðal annars: „Sjálfsagt er það rétt að enn komi út rit þar sem sagt er fyrirvaralaust að landnám Íslands hafi hafist um 870, eins og Ari [fróði Þorgilsson] segir í Íslendingabók, eða árið 874, eins og segir í Landnámabók. En langt er orðið síðan fararbroddur íslenskra sagnfræðinga hætti að tíðka það, jafnvel í ritum handa almenningi.“ Gunnar nefnir sem dæmi bækur þar sem tekið er fram að heimildirnar séu ritaðar svo löngu eftir að umfjöllunarefni þeirra áttu sér stað að þær geti ekki talist traustar sögulegar heimildir um landnám. Þvert á móti séu fornminjar settar í forgrunn í nútímarannsóknum. Gunnar bætir við að sagnfræðingurinn Helgi Skúli Kjartansson hafi árið 1997 ritað grein þar sem hann hafi fært rök fyrir því að landnám hafi átt sér stað í tveimur áföngum. Hafi þeim fyrri jafnvel ekki lokið fyrr en á árunum í kringum 870. „Tímatal Ara um landnámið er sem sagt fallið,“ segir Helgi Skúli. Gunnar segir þessa kenningu síður en svo hafa verið þaggaða niður, enda hafi greinin birst í tímaritinu Nýrri sögu á vegum Sögufélags og enginn sagnfræðingur eða fornleifafræðingur hafi andmælt henni. Þá staðreynd að hugmyndir um tímasetningu landnáms hafi ekki færst til í tíma þótt fornleifar hafi komið stað ritaðra heimilda rekur Gunnar einfaldlega til þess að fornleifum og ritunum beri nokkuð vel saman. „Það er ekki íslenska fræðasamfélaginu að kenna að þessi ársetning hitti svona nákvæmlega á þann tímapunkt sem Ari hafði tekið til sem upphaf landnámsaldar.“ Í niðurlagi greinarinnar segir Gunnar að í raun séu tvö sjónarmið uppi. Annars vegar að bjóða hefðbundnum kenningum birginn og hins vegar að vera gagnrýninn á nýjar kenningar. Átök þar á milli ýti þó undir skapandi og frjósama umræðu og segist Gunnar virða framtak Páls, „um leið og ég er honum gersamlega ósammála“. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira