Sandkassinn við Austurvöll Steinunn Stefánsdóttir skrifar 8. júní 2011 07:00 Alþingi er á leið í sumarfrí, á nokkuð skikkanlegum tíma í ár. Eins og svo oft áður einkennast síðustu dagar þingsins af þingmálaflaumi; til dæmis voru 32 mál á dagskrá þingfundar í gær. Það vinnulag hefur verið viðhaft svo lengi sem elstu menn muna að fjölmörg mál, mörg þeirra afar mikilvæg, renna í gegnum þingið á síðustu dögum þess. Ekki er að sökum að spyrja að tími þingmanna til að leggjast yfir slík mál hlýtur að verða af skornum skammti. Vissulega er ekki í öllum tilvikum um ný mál að ræða heldur mál sem hafa verið til umræðu fyrr í þinginu og síðan í nefndum þingsins. Einhvern veginn veldur það samt ákveðnum ónotum þegar þingið afgreiðir mál í þeim flýti sem tíðkast á síðustu dögum þings. Starfshættir þingsins voru enda gagnrýndir harðlega í þinginu í gær. Fyrir gagnrýninni fóru stjórnarandstöðuþingmenn en stjórnarþingmaður tók undir hana. Meðal þess sem var gagnrýnt var að þingfundur var hafinn áður en sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd hafði lokið sínum fundi þar sem fjallað var um minna kvótafrumvarpið. Sérstaklega var einmitt tiltekið að frumvörp sjávarútvegsráðherra um fiskveiðistjórnun hefðu komið á dagskrá þingsins um tveimur mánuðum eftir að framlagningarfrestur var útrunninn, en í því tilviki er aldeilis ekki verið að tala um minniháttar mál. Það er verulega miður að efndir núverandi meirihluta þingsins um að breyta þessum umdeildu starfsháttum séu að litlu orðnar. Þetta er þó ekki það eina sem er þinginu til vansa því menningunni þar á bæ er ábótavant á fleiri sviðum. Ævinlega vekur furðu að sjá hvernig sumir þingmenn verja tíma sínum í ræðustóli og haga orðum sínum, ekki síst þegar rætt er um stór og flókin pólitísk mál. Eiginlega er aumkunarvert að horfa upp á þingmenn grípa til þess að standa í ræðupúlti löggjafarsamkomunnar og þrasa eins og þrjóskir unglingar eða tala eins og þeir séu þátttakendur í gífuryrðakeppni, að því er virðist í þeirri sælu trú að þeir séu hnyttnir. Ekki þarf að leita lengra en í dálkinn Frá degi til dags hér í blaðinu í gær til að sjá hryggilegt dæmi um þetta. Af þessu leiðir að virðing almennings fyrir þinginu minnkar ár frá ári. Það er ömurlegt, vegna þess að löggjafarsamkoman á að vera virðuleg stofnun sem almenningur getur borið traust til. Í haust sem leið mældist traust til Alþingis í sögulegu lágmarki. Þá sögðust níu prósent aðspurðra bera mikið traust til Alþingis en 78 prósent lítið. Þetta er auðvitað hryggilegt en þó ekki svo undarlegt. Hvernig á þjóð að geta borið virðingu fyrir samkomu þar sem stórmál sem varða framtíð landsins sviptast í gegn með hraði á lokadögum þings og yfirbragð málstofunnar minnir á stundum meira á rifrildi í sandkassa en virðulega löggjafarsamkomu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Alþingi er á leið í sumarfrí, á nokkuð skikkanlegum tíma í ár. Eins og svo oft áður einkennast síðustu dagar þingsins af þingmálaflaumi; til dæmis voru 32 mál á dagskrá þingfundar í gær. Það vinnulag hefur verið viðhaft svo lengi sem elstu menn muna að fjölmörg mál, mörg þeirra afar mikilvæg, renna í gegnum þingið á síðustu dögum þess. Ekki er að sökum að spyrja að tími þingmanna til að leggjast yfir slík mál hlýtur að verða af skornum skammti. Vissulega er ekki í öllum tilvikum um ný mál að ræða heldur mál sem hafa verið til umræðu fyrr í þinginu og síðan í nefndum þingsins. Einhvern veginn veldur það samt ákveðnum ónotum þegar þingið afgreiðir mál í þeim flýti sem tíðkast á síðustu dögum þings. Starfshættir þingsins voru enda gagnrýndir harðlega í þinginu í gær. Fyrir gagnrýninni fóru stjórnarandstöðuþingmenn en stjórnarþingmaður tók undir hana. Meðal þess sem var gagnrýnt var að þingfundur var hafinn áður en sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd hafði lokið sínum fundi þar sem fjallað var um minna kvótafrumvarpið. Sérstaklega var einmitt tiltekið að frumvörp sjávarútvegsráðherra um fiskveiðistjórnun hefðu komið á dagskrá þingsins um tveimur mánuðum eftir að framlagningarfrestur var útrunninn, en í því tilviki er aldeilis ekki verið að tala um minniháttar mál. Það er verulega miður að efndir núverandi meirihluta þingsins um að breyta þessum umdeildu starfsháttum séu að litlu orðnar. Þetta er þó ekki það eina sem er þinginu til vansa því menningunni þar á bæ er ábótavant á fleiri sviðum. Ævinlega vekur furðu að sjá hvernig sumir þingmenn verja tíma sínum í ræðustóli og haga orðum sínum, ekki síst þegar rætt er um stór og flókin pólitísk mál. Eiginlega er aumkunarvert að horfa upp á þingmenn grípa til þess að standa í ræðupúlti löggjafarsamkomunnar og þrasa eins og þrjóskir unglingar eða tala eins og þeir séu þátttakendur í gífuryrðakeppni, að því er virðist í þeirri sælu trú að þeir séu hnyttnir. Ekki þarf að leita lengra en í dálkinn Frá degi til dags hér í blaðinu í gær til að sjá hryggilegt dæmi um þetta. Af þessu leiðir að virðing almennings fyrir þinginu minnkar ár frá ári. Það er ömurlegt, vegna þess að löggjafarsamkoman á að vera virðuleg stofnun sem almenningur getur borið traust til. Í haust sem leið mældist traust til Alþingis í sögulegu lágmarki. Þá sögðust níu prósent aðspurðra bera mikið traust til Alþingis en 78 prósent lítið. Þetta er auðvitað hryggilegt en þó ekki svo undarlegt. Hvernig á þjóð að geta borið virðingu fyrir samkomu þar sem stórmál sem varða framtíð landsins sviptast í gegn með hraði á lokadögum þings og yfirbragð málstofunnar minnir á stundum meira á rifrildi í sandkassa en virðulega löggjafarsamkomu?
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun