Enn er beðið eftir lausn á skuldavandanum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 1. júní 2011 06:00 Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar féll veitti Framsókn minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vernd fram að kosningum gegn því að hún uppfylltri þrjú skilyrði. Efst á blaði var að stjórnin þyrfti að ráðast tafarlaust í aðgerðir í skuldamálum heimila og fyrirtækja. Þá þegar, í janúar 2009, var þörfin fyrir slíkar aðgerðir orðin knýjandi og ráðaleysi sitjandi ríkisstjórnar í þeim efnum var ein meginástæða þess að henni var ekki sætt. Undir umræðu um að öllu yrði stefnt í upplausn ef ekki kæmist á starfhæf ríkisstjórn þá og þegar, handsöluðum við samkomulag við nýju stjórnarflokkana þess efnis að ef þeir skiluðu ekki innan fárra daga tillögum að því hvernig tekið yrði á skuldavandanum myndum við leggja þeim til útfærðar tillögur. Þegar u.þ.b. þrjár vikur voru liðnar hafði stjórnin enn ekki lagt fram tillögur um það hvernig hún hygðist útfæra skuldaleiðréttingu. Við lögðum því fram okkar eigin tillögur sem við höfðum unnið með aðstoð þeirra sem best þekktu til. Tillögurnar 18 fólu í sér heildaráætlun um hvað þyrfti að gera til að takast á við efnahagsvandann og snérust bæði um skuldaleiðréttingu og aðrar aðgerðir í efnahagsmálum. Eins og flestir muna urðu þessar tillögur tilefni einhverrar mestu áróðursherferðar sem sést hefur í íslenskum stjórnmálum. Talsmenn flokkanna sem við höfðum falið það traust að framkvæma hinar nauðsynlegu aðgerðir, og nokkur fjöldi sjálfstæðismanna, unni sér ekki hvíldar við að troða tillögurnar í svaðið. Á þessum tíma voru lánasöfn banka mjög lágt metin. Lánasöfn, m.a. fasteignalánasöfn, breskra og bandarískra banka í vanda voru í sumum tilvikum seld á um og undir 10% af nafnvirði. Ísland var á þessum tíma skilgreint sem gjaldþrota land og lánasöfn bankanna undirmálslán í gjaldþrota bönkum í gjaldþrota landi. Þetta birtist m.a. í verði skuldabréfa bankanna sem seld voru á allt niður í 1% af nafnverði. Það var því vandalaust fyrir ríkið sem þá stýrði bönkunum að flytja lánasöfnin yfir á hrakvirði og láta umtalsverðar afskriftir ganga áfram til lántakenda. Þrætt var fyrir að slíkt væri gerlegt en þegar leið að kosningum komumst við að tilvist skýrslna Deloitte og Oliver Wyman þar sem mat var lagt á verðmæti eignasafna bankanna. Það mat gaf tilefni til að flytja lánasöfnin yfir á verulegum afslætti og tækifæri til að láta þann afslátt ganga áfram til skuldara, a.m.k. að hluta til. Fram á síðasta dag fyrir kosningar vorum við sögð fara með fleipur. Í sjónvarpsumræðum kvöldið fyrir kosningar viðurkenndi þó fjármálaráðherra tilvist skýrslnanna en sagði að þær væru lokaðar inn í sérstökum klefa í fjármálaráðuneytinu. Leyniklefa með dulkóðaðri læsingu sem ekki einu sinni hann hafði aðgang að. Eftir kosningar 2009 hélt Framsókn áfram að færa rök fyrir því að það væri sanngjarnt, hagkvæmt, nauðsynlegt og framkvæmanlegt að ráðast í skuldaleiðréttingu. Við vöruðum mjög við þeirri leið sem var farin við stofnun nýju bankanna. Bentum á að myntkörfulán kynnu að verða dæmd ólögmæt og því þyrfti að taka tillit til þess við stofnun bankanna. Við lögðum áherslu á að önnur leið yrði farin og útlistuðum (m.a. í þingsályktunartillögu) hvernig æskilegast væri að standa að stofnun bankanna svo að áhætta ríkisins yrði lítil og bankarnir traustir og í stakk búnir til að sinna hlutverki sínu við endurreisn efnahagslífsins og fjármögnun atvinnusköpunar. En ríkisstjórnin fór framhjá þinginu við stofnun nýju bankanna og framhaldið þekkja allir. Þrátt fyrir að Ísland hafi á margan hátt verið betur í stakk búið til að hefja efnahagslega endurreisn og ná upp hagvexti eftir fjármálakrísuna en flest önnur vestræn ríki hefur ríkt hér stöðnun eða samdráttur í tvö og hálft ár. Skuldirnar og óvissan um framtíðina liggja eins og farg á heimilum og fyrirtækjum landsins. Framsókn hefur í vel á þriðja ár varað við því að verið væri að hverfa frá hálfkláruðu verki. Gripið hefði verið til aðgerða til að verja eignir en stjórnvöld ættu eftir að huga að skuldunum. Skýrsla fjármálaráðherra um endurreisn bankanna sýnir að sú var raunin. Nú eru meira að segja bankarnir sjálfir farnir að ganga lengra en ríkisstjórnin mæltist til varðandi afskriftir því að það kemur sífellt betur í ljós að efnahagsvandinn liggur í skuldsetningunni og hún skaðar samfélagið allt. Margt fleira kemur fram í hinni merkilegu skýrslu, m.a. það að litið var á breska og hollenska ríkið sem meginkröfuhafa bankanna frá upphafi en ekki Innistæðutryggingarsjóðinn eða íslenska ríkið. Bretar og Hollendingar höfðu því veruleg áhrif á hvaða leið var farin. M.ö.o. það var ekki litið svo á að Íslendingar bæru ábyrgð á Landsbankanum (og ættu þar með kröfur á hann). Ég er enn sannfærður um að með skynsamlegri stefnu og með því að nýta þau tækifæri sem enn eru til staðar í landinu getum við mjög fljótt snúið vörn í sókn. Allt veltur það á því að breytt verði um stefnu við stjórn landsins. Það viljum við í Framsókn gera og þannig halda ótrauð áfram baráttu fyrir bjartri framtíð Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar féll veitti Framsókn minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vernd fram að kosningum gegn því að hún uppfylltri þrjú skilyrði. Efst á blaði var að stjórnin þyrfti að ráðast tafarlaust í aðgerðir í skuldamálum heimila og fyrirtækja. Þá þegar, í janúar 2009, var þörfin fyrir slíkar aðgerðir orðin knýjandi og ráðaleysi sitjandi ríkisstjórnar í þeim efnum var ein meginástæða þess að henni var ekki sætt. Undir umræðu um að öllu yrði stefnt í upplausn ef ekki kæmist á starfhæf ríkisstjórn þá og þegar, handsöluðum við samkomulag við nýju stjórnarflokkana þess efnis að ef þeir skiluðu ekki innan fárra daga tillögum að því hvernig tekið yrði á skuldavandanum myndum við leggja þeim til útfærðar tillögur. Þegar u.þ.b. þrjár vikur voru liðnar hafði stjórnin enn ekki lagt fram tillögur um það hvernig hún hygðist útfæra skuldaleiðréttingu. Við lögðum því fram okkar eigin tillögur sem við höfðum unnið með aðstoð þeirra sem best þekktu til. Tillögurnar 18 fólu í sér heildaráætlun um hvað þyrfti að gera til að takast á við efnahagsvandann og snérust bæði um skuldaleiðréttingu og aðrar aðgerðir í efnahagsmálum. Eins og flestir muna urðu þessar tillögur tilefni einhverrar mestu áróðursherferðar sem sést hefur í íslenskum stjórnmálum. Talsmenn flokkanna sem við höfðum falið það traust að framkvæma hinar nauðsynlegu aðgerðir, og nokkur fjöldi sjálfstæðismanna, unni sér ekki hvíldar við að troða tillögurnar í svaðið. Á þessum tíma voru lánasöfn banka mjög lágt metin. Lánasöfn, m.a. fasteignalánasöfn, breskra og bandarískra banka í vanda voru í sumum tilvikum seld á um og undir 10% af nafnvirði. Ísland var á þessum tíma skilgreint sem gjaldþrota land og lánasöfn bankanna undirmálslán í gjaldþrota bönkum í gjaldþrota landi. Þetta birtist m.a. í verði skuldabréfa bankanna sem seld voru á allt niður í 1% af nafnverði. Það var því vandalaust fyrir ríkið sem þá stýrði bönkunum að flytja lánasöfnin yfir á hrakvirði og láta umtalsverðar afskriftir ganga áfram til lántakenda. Þrætt var fyrir að slíkt væri gerlegt en þegar leið að kosningum komumst við að tilvist skýrslna Deloitte og Oliver Wyman þar sem mat var lagt á verðmæti eignasafna bankanna. Það mat gaf tilefni til að flytja lánasöfnin yfir á verulegum afslætti og tækifæri til að láta þann afslátt ganga áfram til skuldara, a.m.k. að hluta til. Fram á síðasta dag fyrir kosningar vorum við sögð fara með fleipur. Í sjónvarpsumræðum kvöldið fyrir kosningar viðurkenndi þó fjármálaráðherra tilvist skýrslnanna en sagði að þær væru lokaðar inn í sérstökum klefa í fjármálaráðuneytinu. Leyniklefa með dulkóðaðri læsingu sem ekki einu sinni hann hafði aðgang að. Eftir kosningar 2009 hélt Framsókn áfram að færa rök fyrir því að það væri sanngjarnt, hagkvæmt, nauðsynlegt og framkvæmanlegt að ráðast í skuldaleiðréttingu. Við vöruðum mjög við þeirri leið sem var farin við stofnun nýju bankanna. Bentum á að myntkörfulán kynnu að verða dæmd ólögmæt og því þyrfti að taka tillit til þess við stofnun bankanna. Við lögðum áherslu á að önnur leið yrði farin og útlistuðum (m.a. í þingsályktunartillögu) hvernig æskilegast væri að standa að stofnun bankanna svo að áhætta ríkisins yrði lítil og bankarnir traustir og í stakk búnir til að sinna hlutverki sínu við endurreisn efnahagslífsins og fjármögnun atvinnusköpunar. En ríkisstjórnin fór framhjá þinginu við stofnun nýju bankanna og framhaldið þekkja allir. Þrátt fyrir að Ísland hafi á margan hátt verið betur í stakk búið til að hefja efnahagslega endurreisn og ná upp hagvexti eftir fjármálakrísuna en flest önnur vestræn ríki hefur ríkt hér stöðnun eða samdráttur í tvö og hálft ár. Skuldirnar og óvissan um framtíðina liggja eins og farg á heimilum og fyrirtækjum landsins. Framsókn hefur í vel á þriðja ár varað við því að verið væri að hverfa frá hálfkláruðu verki. Gripið hefði verið til aðgerða til að verja eignir en stjórnvöld ættu eftir að huga að skuldunum. Skýrsla fjármálaráðherra um endurreisn bankanna sýnir að sú var raunin. Nú eru meira að segja bankarnir sjálfir farnir að ganga lengra en ríkisstjórnin mæltist til varðandi afskriftir því að það kemur sífellt betur í ljós að efnahagsvandinn liggur í skuldsetningunni og hún skaðar samfélagið allt. Margt fleira kemur fram í hinni merkilegu skýrslu, m.a. það að litið var á breska og hollenska ríkið sem meginkröfuhafa bankanna frá upphafi en ekki Innistæðutryggingarsjóðinn eða íslenska ríkið. Bretar og Hollendingar höfðu því veruleg áhrif á hvaða leið var farin. M.ö.o. það var ekki litið svo á að Íslendingar bæru ábyrgð á Landsbankanum (og ættu þar með kröfur á hann). Ég er enn sannfærður um að með skynsamlegri stefnu og með því að nýta þau tækifæri sem enn eru til staðar í landinu getum við mjög fljótt snúið vörn í sókn. Allt veltur það á því að breytt verði um stefnu við stjórn landsins. Það viljum við í Framsókn gera og þannig halda ótrauð áfram baráttu fyrir bjartri framtíð Íslands.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun