Eins og að vera í Sahara-eyðimörkinni 26. maí 2011 04:00 Fólkið ók yfir jökul, sem þó leit ekki lengur út eins og jökull, heldur eyðimörk. Mynd/Karl ólafsson „Þetta er harla ótrúlegt – sandauðn eins langt og augað eygir,“ segir Karl Ólafsson leiðsögumaður, sem hélt að Grímsfjalli á Vatnajökli í fyrradag til að skoða eldvirknina í Grímsvötnum og aðstæður fyrir væntanlega ferðamenn þangað nú í sumar. „Þetta lítur út eins og maður sé kominn í miðja Sahara-eyðimörkina uppi á stærsta jökli Evrópu,“ bætir hann við. Brúnleit gjóskan hafi lagst yfir jökulinn og, eðli máls samkvæmt, gjörbreytt ásýnd hans. Hópurinn, tæplega 20 manns á fjórum bílum, fór býsna nálægt gígnum, sem Karl segir að hafi þó verið við það að hverfa þegar fólkið bar að. Þó stóðu reglulega úr honum hundrað metra háir strókar sem fleygðu stærðarinnar grjóthnullungum tugi metra í loft upp. Karl ræður fólki eindregið frá því að ferðast mikið um svæðið á næstunni. „Það er mjög mikið hættuspil,“ segir hann og ekki nema fyrir vana fjallamenn, og jafnvel þeir skyldu ráðfæra sig við lögreglu og björgunarsveitir áður en lagt er upp. Ástæðuna segir hann vera þá að sjóðheitir grjóthnullungar hafi kastast í loft upp og stungist ofan í ísinn, grafið þar göng og myndað mjög varasöm dý – holrúm undir ísnum, full af drullu og vatni. - sh Grímsvötn Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
„Þetta er harla ótrúlegt – sandauðn eins langt og augað eygir,“ segir Karl Ólafsson leiðsögumaður, sem hélt að Grímsfjalli á Vatnajökli í fyrradag til að skoða eldvirknina í Grímsvötnum og aðstæður fyrir væntanlega ferðamenn þangað nú í sumar. „Þetta lítur út eins og maður sé kominn í miðja Sahara-eyðimörkina uppi á stærsta jökli Evrópu,“ bætir hann við. Brúnleit gjóskan hafi lagst yfir jökulinn og, eðli máls samkvæmt, gjörbreytt ásýnd hans. Hópurinn, tæplega 20 manns á fjórum bílum, fór býsna nálægt gígnum, sem Karl segir að hafi þó verið við það að hverfa þegar fólkið bar að. Þó stóðu reglulega úr honum hundrað metra háir strókar sem fleygðu stærðarinnar grjóthnullungum tugi metra í loft upp. Karl ræður fólki eindregið frá því að ferðast mikið um svæðið á næstunni. „Það er mjög mikið hættuspil,“ segir hann og ekki nema fyrir vana fjallamenn, og jafnvel þeir skyldu ráðfæra sig við lögreglu og björgunarsveitir áður en lagt er upp. Ástæðuna segir hann vera þá að sjóðheitir grjóthnullungar hafi kastast í loft upp og stungist ofan í ísinn, grafið þar göng og myndað mjög varasöm dý – holrúm undir ísnum, full af drullu og vatni. - sh
Grímsvötn Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira