Lömbin voru nýdáin og vitin full af sandi 25. maí 2011 04:00 Helgi V. Jóhannsson og Sigurdís Þorláksdóttir segja síðustu daga hafa verið hræðilega. Kindur og lömb hafa drepist og hross hafa ekki skilað sér heim til þeirra á Arnardranga. Þau vona þó að hrossin komist heim og þykir þeim útlitið betra nú en fyrstu dagana eftir að gosið hófst. fréttablaðið/valli Undir öskunni Hjónin vita ekki hversu margar kindur þau misstu vegna öskunnar úr Grímsvötnum. fréttablaðið/valli Hjónin á Arnardranga í Landbroti hafa upplifað miklar hremmingar á síðustu dögum. Nokkrar kindur á bænum hafa drepist og hrossin þeirra tvö hafa enn ekki skilað sér heim í hús. Helgi V. Jóhannsson, bóndi á Arnardranga, heldur þó enn í vonina um að hrossin finni leiðina heim. Hann gekk fram á þrjú dauð lömb í gærmorgun þegar hann var að gefa fénu og segist aldrei hafa upplifað neitt eins erfitt og gosið í Grímsvötnum. „Lömbin voru alveg nýdáin og ennþá lin. Vitin voru öll full af sandi,“ segir Helgi. „En ég gekk líka fram á nokkur lömb sem lágu undir öskunni og voru alveg að búa sig undir að fara. En ég náði að koma þeim í hús.“ Um 20 björgunarsveitarmenn komu að Arnardranga á mánudag til að aðstoða Helga og Sigurdísi Þorláksdóttur, húsfreyjuna á bænum, við smölun. Sigurdís segir að engin leið sé að vita eins og er hversu margar kindur skiluðu sér heim. Hún á erfitt með að lýsa þeirri líðan sem helltist yfir hana þegar eldgosið skall á. „Þetta er bara ömurlegt, algjörlega ömurlegt. Maður átti nú von á ýmsu, en ekki þessu,“ segir Sigurdís. Helgi segir að það sé flókið að kveðja dýrin sín, hvernig svo sem dauða þeirra beri að. „Það er flókið að taka sér það vald að ákveða hverjar eiga að deyja og hverjar að lifa þegar kindurnar eru leiddar til slátrunar. En þetta er það sem við lifum á. Og nú virðist sem náttúran hafi tekið þessa ákvörðun fyrir okkur,“ segir hann. Útlitið á Arnardranga var þó betra í gær heldur en fyrstu tvo dagana eftir að gosið hófst. Helgi segist hafa tekið þá ákvörðun að líta jákvæðum augum á dagana fram undan. „Þetta er allt önnur líðan í dag. Maður sér nú sólina þarna bak við. Við fundum hana ekki í gær,“ segir bóndinn á Arnardranga. sunna@frettabladid.is Grímsvötn Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Undir öskunni Hjónin vita ekki hversu margar kindur þau misstu vegna öskunnar úr Grímsvötnum. fréttablaðið/valli Hjónin á Arnardranga í Landbroti hafa upplifað miklar hremmingar á síðustu dögum. Nokkrar kindur á bænum hafa drepist og hrossin þeirra tvö hafa enn ekki skilað sér heim í hús. Helgi V. Jóhannsson, bóndi á Arnardranga, heldur þó enn í vonina um að hrossin finni leiðina heim. Hann gekk fram á þrjú dauð lömb í gærmorgun þegar hann var að gefa fénu og segist aldrei hafa upplifað neitt eins erfitt og gosið í Grímsvötnum. „Lömbin voru alveg nýdáin og ennþá lin. Vitin voru öll full af sandi,“ segir Helgi. „En ég gekk líka fram á nokkur lömb sem lágu undir öskunni og voru alveg að búa sig undir að fara. En ég náði að koma þeim í hús.“ Um 20 björgunarsveitarmenn komu að Arnardranga á mánudag til að aðstoða Helga og Sigurdísi Þorláksdóttur, húsfreyjuna á bænum, við smölun. Sigurdís segir að engin leið sé að vita eins og er hversu margar kindur skiluðu sér heim. Hún á erfitt með að lýsa þeirri líðan sem helltist yfir hana þegar eldgosið skall á. „Þetta er bara ömurlegt, algjörlega ömurlegt. Maður átti nú von á ýmsu, en ekki þessu,“ segir Sigurdís. Helgi segir að það sé flókið að kveðja dýrin sín, hvernig svo sem dauða þeirra beri að. „Það er flókið að taka sér það vald að ákveða hverjar eiga að deyja og hverjar að lifa þegar kindurnar eru leiddar til slátrunar. En þetta er það sem við lifum á. Og nú virðist sem náttúran hafi tekið þessa ákvörðun fyrir okkur,“ segir hann. Útlitið á Arnardranga var þó betra í gær heldur en fyrstu tvo dagana eftir að gosið hófst. Helgi segist hafa tekið þá ákvörðun að líta jákvæðum augum á dagana fram undan. „Þetta er allt önnur líðan í dag. Maður sér nú sólina þarna bak við. Við fundum hana ekki í gær,“ segir bóndinn á Arnardranga. sunna@frettabladid.is
Grímsvötn Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira