Við fáum engin gefins mörk fyrir að ganga vel í mars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2011 06:00 Sigurður Ragnar Eyjólfsson er á leið í þriðju undankeppnina.Fréttablaðið/Stefán Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu spila sinn fyrsta leik í undankeppni EM 2013 þegar Búlgarar mæta á Laugardalsvöllinn í næstu viku. Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari er búinn að velja 22 manna hóp fyrir leikinn. „Við rennum aðeins blint í sjóinn því við höfum aldrei spilað við Búlgaríu en ég er búinn að sjá nokkra leiki með þeim á DVD og þær eru sýnd veiði en ekki gefin,“ sagði Sigurður Ragnar, en þetta verður einn af skyldusigrum stelpnanna í riðlinum. „Þær töpuðu nokkrum leikjum frekar stórt í síðustu undankeppni en þeim tókst líka að ná jafntefli við Danmörku úti í Búlgaríu þannig að þær virðast geta varist. Við þurfum að sýna þolinmæði og reyna að brjóta þær niður,“ segir landsliðsþjálfarinn, en þetta er fyrsta verkefni liðsins síðan það komst í úrslitaleikinn á hinu sterka Algarve-móti. „Við spiluðum mjög vel á Algarve og þá var liðið sérstaklega öflugt varnarlega og markvarslan mjög góð. Núna reikna ég með að það muni reyna meira á hversu gott liðið er að sækja. Ég hugsa að við verðum miklu meira með boltann í þessum leik og þá snýst þetta aðallega um að reyna að brjóta niður vörnina hjá þeim. Algarve á að gefa okkur byr í seglin en það hjálpar okkur ekki beint því við fáum ekki gefins mark fyrir að hafa gengið vel í mars,“ segir Sigurður. Sigurður Ragnar valdi þær stelpur sem voru í aðalhlutverki þegar liðið náði öðru sæti í Algarve-bikarnum og þá kemur Hólmfríður Magnúsdóttir aftur inn í hópinn eftir meiðsli. Hann valdi líka þrjá nýliða í hópinn, Stjörnustelpuna Eyrúnu Guðmundsdóttur, KR-inginn Katrínu Ásbjörnsdóttur og hina sautján ára gömlu Guðmundu Brynju Óladóttur frá Selfossi. „Ég hef haldið mig við þessa stefnu því við höfum ekkert 21 árs lið. Þetta er aðeins til að brúa bilið og til að ungir og efnilegir leikmenn fái nasaþefinn af A-landsliðinu,“ segir Sigurður Ragnar. „Við höfum séð unga leikmenn vinna sér sæti í liðinu, eins og Söru Björk Gunnarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur og Rakel Hönnudóttur,“ segir Sigurður Ragnar, en Guðmunda hefur verið í aðalhlutverki með 17 ára landsliðinu sem komst alla leið í lokaúrslit EM. „Hún er aðeins eldri en Sara var þegar ég valdi hana fyrst. Í gegnum tíðina hafa okkar bestu leikmenn byrjað í landsliðinu á þessum aldri og núna höfum við aldrei átt jafn gott 17 ára landslið. Mér finnst mikilvægt að senda þau skilaboð út að ungir leikmenn geti unnið sér sæti í landsliðinu með því að standa sig vel. Ef leikmenn eru nógu góðir á ekki að skipta neinu máli hvað þeir eru gamlir eða hvar þeir spila,“ sagði Sigurður Ragnar að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu spila sinn fyrsta leik í undankeppni EM 2013 þegar Búlgarar mæta á Laugardalsvöllinn í næstu viku. Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari er búinn að velja 22 manna hóp fyrir leikinn. „Við rennum aðeins blint í sjóinn því við höfum aldrei spilað við Búlgaríu en ég er búinn að sjá nokkra leiki með þeim á DVD og þær eru sýnd veiði en ekki gefin,“ sagði Sigurður Ragnar, en þetta verður einn af skyldusigrum stelpnanna í riðlinum. „Þær töpuðu nokkrum leikjum frekar stórt í síðustu undankeppni en þeim tókst líka að ná jafntefli við Danmörku úti í Búlgaríu þannig að þær virðast geta varist. Við þurfum að sýna þolinmæði og reyna að brjóta þær niður,“ segir landsliðsþjálfarinn, en þetta er fyrsta verkefni liðsins síðan það komst í úrslitaleikinn á hinu sterka Algarve-móti. „Við spiluðum mjög vel á Algarve og þá var liðið sérstaklega öflugt varnarlega og markvarslan mjög góð. Núna reikna ég með að það muni reyna meira á hversu gott liðið er að sækja. Ég hugsa að við verðum miklu meira með boltann í þessum leik og þá snýst þetta aðallega um að reyna að brjóta niður vörnina hjá þeim. Algarve á að gefa okkur byr í seglin en það hjálpar okkur ekki beint því við fáum ekki gefins mark fyrir að hafa gengið vel í mars,“ segir Sigurður. Sigurður Ragnar valdi þær stelpur sem voru í aðalhlutverki þegar liðið náði öðru sæti í Algarve-bikarnum og þá kemur Hólmfríður Magnúsdóttir aftur inn í hópinn eftir meiðsli. Hann valdi líka þrjá nýliða í hópinn, Stjörnustelpuna Eyrúnu Guðmundsdóttur, KR-inginn Katrínu Ásbjörnsdóttur og hina sautján ára gömlu Guðmundu Brynju Óladóttur frá Selfossi. „Ég hef haldið mig við þessa stefnu því við höfum ekkert 21 árs lið. Þetta er aðeins til að brúa bilið og til að ungir og efnilegir leikmenn fái nasaþefinn af A-landsliðinu,“ segir Sigurður Ragnar. „Við höfum séð unga leikmenn vinna sér sæti í liðinu, eins og Söru Björk Gunnarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur og Rakel Hönnudóttur,“ segir Sigurður Ragnar, en Guðmunda hefur verið í aðalhlutverki með 17 ára landsliðinu sem komst alla leið í lokaúrslit EM. „Hún er aðeins eldri en Sara var þegar ég valdi hana fyrst. Í gegnum tíðina hafa okkar bestu leikmenn byrjað í landsliðinu á þessum aldri og núna höfum við aldrei átt jafn gott 17 ára landslið. Mér finnst mikilvægt að senda þau skilaboð út að ungir leikmenn geti unnið sér sæti í landsliðinu með því að standa sig vel. Ef leikmenn eru nógu góðir á ekki að skipta neinu máli hvað þeir eru gamlir eða hvar þeir spila,“ sagði Sigurður Ragnar að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Sjá meira