Hugleiðingar að loknum Hönnunarmars 2011 7. maí 2011 08:00 Ég naut þess á dögunum að vera viðstaddur opnun sýningar á íslenskri hönnun sem fram fór í gömlu netagerðarhúsnæði vestur á Granda á annarri hæð í lyftu-lausu húsi. Sýnt var á stórum fleti margskonar hlutir, húsgögn og ýmsir nytjahlutir. Ég fór fremur hratt yfir, enda ekki margir hlutir sem sérstaklega vöktu athygli mína fyrir góða og áhugaverða hönnun. Á meðan ég var staddur á sýningunni átti ég símtal við kollega minn og samstarfsmann Pétur B. Lúthersson húsgagna- og innanhússarkitekt sem spurði mig frétta af sýningunni. Ég svaraði honum á þann veg „að þetta minnti mig helst á vorsýningu frá hönnunarskóla okkar í Kaupmannahöfn á árunum 1963-64“. Síðan ég gaf þetta svar hefur það sótt sífellt meira á mig hvort ég hafi svarað alveg út í bláinn, eða verið að gera lítið úr því mikla starfi sem þátttakendur sýningarinnar höfðu lagt á sig. Niðurstaða mín er að ekki hafi svo verið. Ég kemst hinsvegar að þeirri niðurstöðu að hér á landi hafi orðið gríðarleg stöðnun í mörgum greinum hönnunar og þá einkum húsgagna. Það eru þó sem betur fer undantekningar á þessu því hlutur eldri hönnuða hefur staðið sína vakt og nokkrir yngri hönnuðir, einkum konur, hafa staðið sig vel. En hvað hefur þá brugðist. Ekki vantar það að stofnaður hafi verið Listaháskóli og einstaklingum með starfsheitið „listamaður“ fjölgað. Ég tel mig verða mjög varan við að ýmis atriði í námi yngri hönnuða virðast látin reka á reiðanum. Eitt þeirra mikilvægasta er handverkið og þekking á efninu sem ætlað er að vinna úr. Margt hefur breyst í þeim efnum á síðari árum bæði í námskrám og framkvæmd. Eitt af því sem ég saknaði mjög á umræddri sýningu var handverkið. Ég hef tekið eftir því að í greinum sem skrifaðar hafa verið um sýninguna er vitnað m.a. til dansks fyrirtækis sem nánast hafi viljað gera hér ein allsherjarinnkaup á góðum hugmyndum til framleiðslu erlendis. Í þessu samhengi vil ég benda á þá staðreynd að Danir hafa ávallt lagt áherslu á að góðri hönnun fylgi listahandverk. Nú er ekki svo að við Íslendingar ekki eigum góða handverksmenn þó ekki hafi verið hlúð að þeirri grein listiðna. Það er einnig svo að okkur hefur borið gæfa til að varðveita þennan þátt í afbragðsgóðum verkmenntaskólum svo sem Tækniskóla Íslands (áður Iðnskólanum í Reykjavík) og Iðnskóla Hafnarfjarðar. Mér er reyndar ekki kunnugt um hvort eitthvert samstarf sé milli skóla svo sem þessara tveggja og Listaháskóla Íslands. Ef svo er ekki, mætti leysa úr brýnni þörf. Þetta væri t.d. hægt að gera með aðstoð við gerð frumsmíða. Það hafa dæmin sannað að ef þú þekkir takmörk þín og möguleika áttu auðveldara með að vinna hönnun þinni brautargengi. Ég tel t.d. að ein megin ástæða fyrir góðu gengi fata- og textilhönnunar sé sá arfur sem ungt fólk fær nánast með móðurmjólkinni þar sem listhneigð og listahandverk íslenskra kvenna fer saman. Að þessu ættu skólayfirvöld að huga, m.a. að stuðla að auknum tengslum milli skólastofnana þannig, að ef einn skólinn getur boðið upp á starf sem hinn getur ekki þá að virkja sameiginlegan styrk beggja. Við opnun framangreindrar sýningar flutti Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra ræðu þar sem hún færði rök fyrir því að störf við hönnun skiptu þjóðarbúið verulegu máli. Þetta eru reyndar ekki ný sannindi en hafa ekki verið dregin fram í dagsljósið fyrr. Síðan Ísland gekk í EFTA hafa nánast öll fyrirtæki sem starfað hafa við smíði húsgagna lagst af. Land sem hefur efni á því að fara þannig með fjöreggið ætti að skoða hug sinn um að styrkja vel við smíði frumgerða og á þann hátt að snúa dæminu við, þannig að besta hönnunin sé framleidd hér heima og aflað markaða fyrir vöruna. Andvaraleysi og skortur á rökstuddri gagnrýni er eitt þeirra atriða sem háir okkur Íslendingum. Við göngum um með lokuð augun og látum bera á borð fyrir okkur nánast hvað sem er. Ég vil því að lokum gera kröfu til þess, að menn gangi um sali hönnunar og skóla með opnum gagnrýnum augum svo gera megi góðar hugmyndir og hluti betri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HönnunarMars Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Ég naut þess á dögunum að vera viðstaddur opnun sýningar á íslenskri hönnun sem fram fór í gömlu netagerðarhúsnæði vestur á Granda á annarri hæð í lyftu-lausu húsi. Sýnt var á stórum fleti margskonar hlutir, húsgögn og ýmsir nytjahlutir. Ég fór fremur hratt yfir, enda ekki margir hlutir sem sérstaklega vöktu athygli mína fyrir góða og áhugaverða hönnun. Á meðan ég var staddur á sýningunni átti ég símtal við kollega minn og samstarfsmann Pétur B. Lúthersson húsgagna- og innanhússarkitekt sem spurði mig frétta af sýningunni. Ég svaraði honum á þann veg „að þetta minnti mig helst á vorsýningu frá hönnunarskóla okkar í Kaupmannahöfn á árunum 1963-64“. Síðan ég gaf þetta svar hefur það sótt sífellt meira á mig hvort ég hafi svarað alveg út í bláinn, eða verið að gera lítið úr því mikla starfi sem þátttakendur sýningarinnar höfðu lagt á sig. Niðurstaða mín er að ekki hafi svo verið. Ég kemst hinsvegar að þeirri niðurstöðu að hér á landi hafi orðið gríðarleg stöðnun í mörgum greinum hönnunar og þá einkum húsgagna. Það eru þó sem betur fer undantekningar á þessu því hlutur eldri hönnuða hefur staðið sína vakt og nokkrir yngri hönnuðir, einkum konur, hafa staðið sig vel. En hvað hefur þá brugðist. Ekki vantar það að stofnaður hafi verið Listaháskóli og einstaklingum með starfsheitið „listamaður“ fjölgað. Ég tel mig verða mjög varan við að ýmis atriði í námi yngri hönnuða virðast látin reka á reiðanum. Eitt þeirra mikilvægasta er handverkið og þekking á efninu sem ætlað er að vinna úr. Margt hefur breyst í þeim efnum á síðari árum bæði í námskrám og framkvæmd. Eitt af því sem ég saknaði mjög á umræddri sýningu var handverkið. Ég hef tekið eftir því að í greinum sem skrifaðar hafa verið um sýninguna er vitnað m.a. til dansks fyrirtækis sem nánast hafi viljað gera hér ein allsherjarinnkaup á góðum hugmyndum til framleiðslu erlendis. Í þessu samhengi vil ég benda á þá staðreynd að Danir hafa ávallt lagt áherslu á að góðri hönnun fylgi listahandverk. Nú er ekki svo að við Íslendingar ekki eigum góða handverksmenn þó ekki hafi verið hlúð að þeirri grein listiðna. Það er einnig svo að okkur hefur borið gæfa til að varðveita þennan þátt í afbragðsgóðum verkmenntaskólum svo sem Tækniskóla Íslands (áður Iðnskólanum í Reykjavík) og Iðnskóla Hafnarfjarðar. Mér er reyndar ekki kunnugt um hvort eitthvert samstarf sé milli skóla svo sem þessara tveggja og Listaháskóla Íslands. Ef svo er ekki, mætti leysa úr brýnni þörf. Þetta væri t.d. hægt að gera með aðstoð við gerð frumsmíða. Það hafa dæmin sannað að ef þú þekkir takmörk þín og möguleika áttu auðveldara með að vinna hönnun þinni brautargengi. Ég tel t.d. að ein megin ástæða fyrir góðu gengi fata- og textilhönnunar sé sá arfur sem ungt fólk fær nánast með móðurmjólkinni þar sem listhneigð og listahandverk íslenskra kvenna fer saman. Að þessu ættu skólayfirvöld að huga, m.a. að stuðla að auknum tengslum milli skólastofnana þannig, að ef einn skólinn getur boðið upp á starf sem hinn getur ekki þá að virkja sameiginlegan styrk beggja. Við opnun framangreindrar sýningar flutti Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra ræðu þar sem hún færði rök fyrir því að störf við hönnun skiptu þjóðarbúið verulegu máli. Þetta eru reyndar ekki ný sannindi en hafa ekki verið dregin fram í dagsljósið fyrr. Síðan Ísland gekk í EFTA hafa nánast öll fyrirtæki sem starfað hafa við smíði húsgagna lagst af. Land sem hefur efni á því að fara þannig með fjöreggið ætti að skoða hug sinn um að styrkja vel við smíði frumgerða og á þann hátt að snúa dæminu við, þannig að besta hönnunin sé framleidd hér heima og aflað markaða fyrir vöruna. Andvaraleysi og skortur á rökstuddri gagnrýni er eitt þeirra atriða sem háir okkur Íslendingum. Við göngum um með lokuð augun og látum bera á borð fyrir okkur nánast hvað sem er. Ég vil því að lokum gera kröfu til þess, að menn gangi um sali hönnunar og skóla með opnum gagnrýnum augum svo gera megi góðar hugmyndir og hluti betri.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun