Bandarísk stjórnvarpsstöð hefur ákveðið að framleiða kvikmynd um ástarsamband Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton. Þau munu ganga í það heilaga þann 29. apríl næstkomandi og hafa fjölmargir sagt að um brúðkaup áratugarins verði að ræða.
Sjónvarpsstöðin, Lifetime, hyggst frumsýna myndina í vikunni fyrir brúðkaupið. Tökur hefjast eftir tvær vikur. Ekki liggur fyrir hver mun leika Kate en nýsjálenski leikarinn Nico Evers-Swindell mun túlka Vilhjálm í myndinni.
Kate og Vilhjálmur hafa verið saman í 9 ár. Vilhjálmur bar fram bónorðið þegar þau voru á ferðalagi í Keníu í október á síðasta ári og gaf Kate trúlofunarhring sem Díana móðir hans átti.

