Ríkisstjórnin ræður örlögum sínum Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 30. apríl 2011 06:00 Að virtri beiðni umbjóðanda yðar, þ.m.t. tilgangi hennar, þeirrar fjárhæðar sem um er að ræða, þeim hagsmunum sem eru í húfi, þeim gögnum sem beiðninni fylgdu og þeim sjónarmiðum sem lögð eru til grundvallar af hálfu bankans við mat á henni, sbr. 2. mgr. 7. gr. laga um gjaldeyrismál, er það niðurstaða Seðlabankans að fallast á beiðnina og er félögunum saman veitt heimild til úttektar af gjaldeyrisreikningi að fjárhæð 7.270 evrur og 150 sterlingspund. Ofangreint er hvorki frá þeim tíma þegar amma var ung né frá Norður-Kóreu. Þetta var skrifað í Seðlabanka Íslands í fyrradag og undirritað af aðstoðarseðlabankastjóranum og staðgengli forstöðumanns gjaldeyriseftirlits bankans. Samherji má sem sagt taka út sem svarar til rúmlega einnar milljónar króna svo starfsmenn fyrirtækisins geti sótt sjávarútvegssýninguna í Brussel í næstu viku. Það er ekki síst út af svona rugli sem álit fólks á ríkisstjórninni er lítið. Ekki þarf forsögu Þorsteins Más forstjóra, um að þrettán manns hafi komið að málinu og eytt í það fimmtán klukkutímum, til að hneykslast. Í óskapnaðinum sem regluverkið um gjaldeyrishöftin er birtist – óvart líklega – afstaða stjórnvalda til atvinnulífsins. Fyrirtækjum eru settar skorður um hvernig þau mega ráðstafa eigin peningum og á þessu dæmi Samherja sést glögglega að þær skorður eru fáránlegar. Forkólfar atvinnurekenda hafa því nokkuð til síns máls þegar þeir segja ríkisstjórnina standa sig illa gagnvart atvinnulífinu, með tilheyrandi skaða fyrir fyrirtækin og um leið fólkið í landinu. Auk gjaldeyrishaftanna koma þar til skattastefnan, afstaðan til virkjana og stóriðju og fleira. Í gær birti hins vegar til í samskiptum ríkisstjórnarinnar og atvinnulífsins. Eftir mánaðabaráttu særðu Samtök atvinnulífsins út yfirlýsingu úr Stjórnarráðinu um ýmsar verklegar framkvæmdir sem ráðast á í. Þrátt fyrir að samtökin – og aðrir – hafi ömurlega reynslu af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við stöðugleikasáttmálann 2009 ætla þau að treysta því að nú fylgi efndir orðum. Mikið er í húfi fyrir samfélagið. Störfum þarf að fjölga og almenn hagsæld að aukast. Þetta vita ráðherrarnir og hafa svosem vitað lengi en lítið aðhafst til að rétta stöðuna við. Ráðherrarnir vita líka að það er mikið í húfi fyrir ríkisstjórnina. Standi hún ekki við yfirlýsingar sínar nú eru dagar hennar einfaldlega taldir. En ekki er allt unnið með fleiri störfum og auknum umsvifum í atvinnulífinu. Það þarf að hætta svona bulli eins og Samherjamenn þurftu að standa í til að komast til Brussel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Að virtri beiðni umbjóðanda yðar, þ.m.t. tilgangi hennar, þeirrar fjárhæðar sem um er að ræða, þeim hagsmunum sem eru í húfi, þeim gögnum sem beiðninni fylgdu og þeim sjónarmiðum sem lögð eru til grundvallar af hálfu bankans við mat á henni, sbr. 2. mgr. 7. gr. laga um gjaldeyrismál, er það niðurstaða Seðlabankans að fallast á beiðnina og er félögunum saman veitt heimild til úttektar af gjaldeyrisreikningi að fjárhæð 7.270 evrur og 150 sterlingspund. Ofangreint er hvorki frá þeim tíma þegar amma var ung né frá Norður-Kóreu. Þetta var skrifað í Seðlabanka Íslands í fyrradag og undirritað af aðstoðarseðlabankastjóranum og staðgengli forstöðumanns gjaldeyriseftirlits bankans. Samherji má sem sagt taka út sem svarar til rúmlega einnar milljónar króna svo starfsmenn fyrirtækisins geti sótt sjávarútvegssýninguna í Brussel í næstu viku. Það er ekki síst út af svona rugli sem álit fólks á ríkisstjórninni er lítið. Ekki þarf forsögu Þorsteins Más forstjóra, um að þrettán manns hafi komið að málinu og eytt í það fimmtán klukkutímum, til að hneykslast. Í óskapnaðinum sem regluverkið um gjaldeyrishöftin er birtist – óvart líklega – afstaða stjórnvalda til atvinnulífsins. Fyrirtækjum eru settar skorður um hvernig þau mega ráðstafa eigin peningum og á þessu dæmi Samherja sést glögglega að þær skorður eru fáránlegar. Forkólfar atvinnurekenda hafa því nokkuð til síns máls þegar þeir segja ríkisstjórnina standa sig illa gagnvart atvinnulífinu, með tilheyrandi skaða fyrir fyrirtækin og um leið fólkið í landinu. Auk gjaldeyrishaftanna koma þar til skattastefnan, afstaðan til virkjana og stóriðju og fleira. Í gær birti hins vegar til í samskiptum ríkisstjórnarinnar og atvinnulífsins. Eftir mánaðabaráttu særðu Samtök atvinnulífsins út yfirlýsingu úr Stjórnarráðinu um ýmsar verklegar framkvæmdir sem ráðast á í. Þrátt fyrir að samtökin – og aðrir – hafi ömurlega reynslu af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við stöðugleikasáttmálann 2009 ætla þau að treysta því að nú fylgi efndir orðum. Mikið er í húfi fyrir samfélagið. Störfum þarf að fjölga og almenn hagsæld að aukast. Þetta vita ráðherrarnir og hafa svosem vitað lengi en lítið aðhafst til að rétta stöðuna við. Ráðherrarnir vita líka að það er mikið í húfi fyrir ríkisstjórnina. Standi hún ekki við yfirlýsingar sínar nú eru dagar hennar einfaldlega taldir. En ekki er allt unnið með fleiri störfum og auknum umsvifum í atvinnulífinu. Það þarf að hætta svona bulli eins og Samherjamenn þurftu að standa í til að komast til Brussel.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun