Marcus tók stigametið af Damon Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. apríl 2011 07:00 Marcus Walker átti einstaka úrslitakeppni með KR.Fréttablaðið/Anton Marcus Walker verður örugglega á milli tannanna hjá íslensku körfuboltafólki um ókomna tíð eftir magnaða frammistöðu sína í úrslitakeppninni. Þegar menn fóru að skoða sögubækurnar betur kom líka í ljós að spilamennska þessa eldfljóta og stórskemmtilega bakvarðar væri einstök í 28 ára sögu úrslitakeppninnar. Marcus sló nefnilega tólf ára stigamet Damons Johnson með því að skora 332 stig í 11 leikjum KR í úrslitakeppninni en það gera 30,2 stig að meðaltali í leik. Walker bætti metið þegar hann gerði nánast út um leikinn með frábærum þriðja leikhluta þar sem hann skoraði 18 af 40 stigum sínum í leiknum á þriðjudagskvöldið. Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, ætlar að semja við Marcus og alla aðra leikmenn liðsins fyrir lokahóf KKÍ. "Ég sest niður með honum áður en hann fer aftur til Bandaríkjanna og vænti þess að við skrifum undir samning. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort það verða einhver ákvæði í þeim samningi um tilboð frá liðum utan Íslands. Þá væri honum eins og gefur að skilja heimilt að stökkva á það enda eru eru meiri peningar í boði," segir Böðvar. "Þessi strákur er bara topp eintak og mér myndi ekki bregða við það ef hann kæmi aftur til Íslands og tæki annað ár með okkur. Honum líður mjög vel hérna og nýtur sín virkilega. Þetta er líka kornungur strákur og það væri ekkert vitlaust fyrir hann að taka eitt ár til viðbótar hér," segir Böðvar. Damon og Walker eru nú tveir af aðeins fjórum meðlimum í 300 stiga klúbbnum því Damon bætti á sínum tíma met Rondey Robinson sem skoraði 313 stig með Njarðvík í úrslitakeppninni 1995. Derrick Allen var síðastur á undan Walker til að bætast í hópinn. Marcus Walker skoraði 33 stig eða meira í þremur síðustu leikjum KR-liðsins í úrslitakeppninni, rauf 30 stiga múrinn í sex leikjum og var með 20 stig eða meira í öllum ellefu leikjunum. Walker var með 32,5 stig að meðaltali í úrslitaeinvíginu þar sem hann hitti úr 67 prósentum þriggja stiga skota sinna (14 af 21) og tapaði aðeins 2 boltum á 143 mínútum. Dominos-deild karla Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira
Marcus Walker verður örugglega á milli tannanna hjá íslensku körfuboltafólki um ókomna tíð eftir magnaða frammistöðu sína í úrslitakeppninni. Þegar menn fóru að skoða sögubækurnar betur kom líka í ljós að spilamennska þessa eldfljóta og stórskemmtilega bakvarðar væri einstök í 28 ára sögu úrslitakeppninnar. Marcus sló nefnilega tólf ára stigamet Damons Johnson með því að skora 332 stig í 11 leikjum KR í úrslitakeppninni en það gera 30,2 stig að meðaltali í leik. Walker bætti metið þegar hann gerði nánast út um leikinn með frábærum þriðja leikhluta þar sem hann skoraði 18 af 40 stigum sínum í leiknum á þriðjudagskvöldið. Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, ætlar að semja við Marcus og alla aðra leikmenn liðsins fyrir lokahóf KKÍ. "Ég sest niður með honum áður en hann fer aftur til Bandaríkjanna og vænti þess að við skrifum undir samning. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort það verða einhver ákvæði í þeim samningi um tilboð frá liðum utan Íslands. Þá væri honum eins og gefur að skilja heimilt að stökkva á það enda eru eru meiri peningar í boði," segir Böðvar. "Þessi strákur er bara topp eintak og mér myndi ekki bregða við það ef hann kæmi aftur til Íslands og tæki annað ár með okkur. Honum líður mjög vel hérna og nýtur sín virkilega. Þetta er líka kornungur strákur og það væri ekkert vitlaust fyrir hann að taka eitt ár til viðbótar hér," segir Böðvar. Damon og Walker eru nú tveir af aðeins fjórum meðlimum í 300 stiga klúbbnum því Damon bætti á sínum tíma met Rondey Robinson sem skoraði 313 stig með Njarðvík í úrslitakeppninni 1995. Derrick Allen var síðastur á undan Walker til að bætast í hópinn. Marcus Walker skoraði 33 stig eða meira í þremur síðustu leikjum KR-liðsins í úrslitakeppninni, rauf 30 stiga múrinn í sex leikjum og var með 20 stig eða meira í öllum ellefu leikjunum. Walker var með 32,5 stig að meðaltali í úrslitaeinvíginu þar sem hann hitti úr 67 prósentum þriggja stiga skota sinna (14 af 21) og tapaði aðeins 2 boltum á 143 mínútum.
Dominos-deild karla Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira