Atvinnuleit er erfið Fjóla Einarsdóttir skrifar 12. apríl 2011 07:30 Þeir sem eru í þeim sporum að vera án vinnu nú á dögum hafa fundið fyrir því hversu atvinnuleitin er flókið og erfitt ferli. Tugir ef ekki hundruðir manna sækja um hvert starf og þá er eins gott að ferilskráin sé vel unnin og lendi í þeim bunka sem boðaður er í viðtal. Heyrst hafa raddir frá þeim sem ekki þekkja vel til að næga vinnu sé að fá, fólk vilji þær bara ekki. Það getur ekki staðist þegar atvinnuleysi er rúm 8%. Þeir sem ekki hafa reynt á eigin skinni að leita sér að mannsæmandi vinnu á þessum undarlegu tímum vita ekki hve erfið atvinnuleitin er og hversu erfitt er að fá hverja höfnunina á fætur annarri. Þeir atvinnuleitendur sem eru um og yfir sextugt hafa margir hverjir aldrei verið í þessum sporum áður. Mikill uppgangur var í þjóðfélaginu þegar þeir fóru ungir út á vinnumarkaðinn og einfalt mál var að ganga inn í fyrirtæki og fá vinnu samdægurs. Vinnu sem borgaði vel. Atvinnuleitendur sem sækja Rauðakrosshúsið í Borgartúni og eru á fyrrgreindum aldri minnast þess tíma með söknuði. Það er ávalt skemmtilegt að hlusta á lýsingarnar, auðvitað var harkið mikið og vinnan erfið og fábrotin en að sjá augu ljóma þegar kemur að árangurslýsingum, óhöppum og hinum ýmsu reddingum sem áttu sér stað – vírar voru slegnir saman til þess að koma vélum í gang svo verkið gæti klárast fyrir myrkur, sjómenn voru fangelsaðir fyrir tungumála misskilning í Lettlandi, lokur voru þéttar með tyggigúmmíi eða því sem hendi var næst til bráðabirgða, ef stigið var á nagla og hann fór í gegn þá var hreinsað með joði og haldið áfram að vinna. Sögurnar eru endalausar. Þær eru lýsandi, áhugaverðar og spennandi. Að vera án vinnu eftir ævilangt hark og strit, með miklum sýnilegum árangri (einstaklingar sem geta bent á heilu hverfin sem þeir áttu þátt í að byggja), er vægast sagt mannskemmandi. Það sem er til ráða og menn eru almennt sammála um er að gefast ekki upp. Horfa fram á við. Halda áfram að leita og sækja um vinnur. Alla föstudaga í Rauðakrosshúsinu í Borgartúni 25 er farið í markvissa atvinnuleit, fyrirlesarar víða að koma með innslög um málefni sem skipta atvinnuleitendur máli - farið er sérstaklega vel yfir gerð ferilskrár. Stuðningur og samvera á krepputímum er nauðsynlegur, það er ekki auðvelt að halda áfram þegar "nei-in“ hrannast inn. Að lokum er vert að taka fram að fyrirtæki sem vantar starfsmenn eru sérstaklega velkomin á föstudagsstund atvinnuleitenda í Rauðakrosshúsinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjóla Einarsdóttir Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Þeir sem eru í þeim sporum að vera án vinnu nú á dögum hafa fundið fyrir því hversu atvinnuleitin er flókið og erfitt ferli. Tugir ef ekki hundruðir manna sækja um hvert starf og þá er eins gott að ferilskráin sé vel unnin og lendi í þeim bunka sem boðaður er í viðtal. Heyrst hafa raddir frá þeim sem ekki þekkja vel til að næga vinnu sé að fá, fólk vilji þær bara ekki. Það getur ekki staðist þegar atvinnuleysi er rúm 8%. Þeir sem ekki hafa reynt á eigin skinni að leita sér að mannsæmandi vinnu á þessum undarlegu tímum vita ekki hve erfið atvinnuleitin er og hversu erfitt er að fá hverja höfnunina á fætur annarri. Þeir atvinnuleitendur sem eru um og yfir sextugt hafa margir hverjir aldrei verið í þessum sporum áður. Mikill uppgangur var í þjóðfélaginu þegar þeir fóru ungir út á vinnumarkaðinn og einfalt mál var að ganga inn í fyrirtæki og fá vinnu samdægurs. Vinnu sem borgaði vel. Atvinnuleitendur sem sækja Rauðakrosshúsið í Borgartúni og eru á fyrrgreindum aldri minnast þess tíma með söknuði. Það er ávalt skemmtilegt að hlusta á lýsingarnar, auðvitað var harkið mikið og vinnan erfið og fábrotin en að sjá augu ljóma þegar kemur að árangurslýsingum, óhöppum og hinum ýmsu reddingum sem áttu sér stað – vírar voru slegnir saman til þess að koma vélum í gang svo verkið gæti klárast fyrir myrkur, sjómenn voru fangelsaðir fyrir tungumála misskilning í Lettlandi, lokur voru þéttar með tyggigúmmíi eða því sem hendi var næst til bráðabirgða, ef stigið var á nagla og hann fór í gegn þá var hreinsað með joði og haldið áfram að vinna. Sögurnar eru endalausar. Þær eru lýsandi, áhugaverðar og spennandi. Að vera án vinnu eftir ævilangt hark og strit, með miklum sýnilegum árangri (einstaklingar sem geta bent á heilu hverfin sem þeir áttu þátt í að byggja), er vægast sagt mannskemmandi. Það sem er til ráða og menn eru almennt sammála um er að gefast ekki upp. Horfa fram á við. Halda áfram að leita og sækja um vinnur. Alla föstudaga í Rauðakrosshúsinu í Borgartúni 25 er farið í markvissa atvinnuleit, fyrirlesarar víða að koma með innslög um málefni sem skipta atvinnuleitendur máli - farið er sérstaklega vel yfir gerð ferilskrár. Stuðningur og samvera á krepputímum er nauðsynlegur, það er ekki auðvelt að halda áfram þegar "nei-in“ hrannast inn. Að lokum er vert að taka fram að fyrirtæki sem vantar starfsmenn eru sérstaklega velkomin á föstudagsstund atvinnuleitenda í Rauðakrosshúsinu.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun