Pistillinn: Ég vil ekki hlaupa nakinn og allslaus út á vígvöllinn Hlynur Bæringsson skrifar 4. apríl 2011 07:00 Mynd/Stefán Fyrir mikilvæga körfuboltaleiki er oft talað um baráttu, ákveðni og vilja sem lykil að sigri. Það er hárrétt þó sumt af þessu ætti ekki að þurfa að innprenta í alvöru leikmenn á ögurstundu. Það sem mér finnst vanta hjá íslenskum liðum er gott „gameplan" og undirbúningur fyrir leiki, hernaðaráætlun, það er mikilvægt til að fara á næsta stig. Þessu sinna þjálfarar misvel, sumir vegna leti en aðrir vegna tímaskorts sem er skiljanleg ástæða, þetta er jú ekki fullt starf hjá öllum þjálfurum. Svo eru þeir sem leggja tíma í þetta og hjálpa sínum liðum með ýmsum smáatriðum sem saman verða að mikilvægum þætti í undirbúningi liðsins. Þeirra lið hafa forskot. Ég hef kynnst báðum hliðum, að vera sá sem ekkert hefur í höndunum nema baráttuna og viljann en einnig sá sem hefur öfluga hernaðaráætlun á bak við sig sem maður getur treyst. Þjálfararnir mínir hérna í Svíþjóð eyða miklum tíma í þennan undirbúning. Þegar ég hugsa til baka er ég betur undirbúinn fyrir leiki sem skipta litlu máli hérna heldur en ég var fyrir marga af mikilvægustu leikjum á ferlinum, bæði landsleiki og félagsliðum. Við förum yfir öll helstu kerfi andstæðinganna, svo vel að við kunnum þau utanbókar. Við í Sundsvall erum þegar þessi orð eru skrifuð í einvígi í átta liða úrslitum og er staðan 2-2. Við urðum í fyrsta sæti en þeir (Jamtland) í því áttunda. Fyrirfram og ef tekið er mið af leikmannahóp liðanna þá ættum við að vinna. Þeir hafa komið mjög vel undirbúnir og hafa valdið okkur erfiðleikum með sinni taktík, bæði í vörn og sókn. Ég fullyrði að ef þeir hefðu engu breytt og einfaldlega mætt til að berjast og gera sitt besta hefðum við unnið þetta einvígi 3-0. Þeirra hernaðaráætlun er hins vegar búin að gefa þeim möguleika í þessu einvígi, vona samt að það dugi ekki til. Öllu má ofgera, þitt eigið lið er alltaf það sem skiptir mestu máli. En góður undirbúningur og gott leikskipulag getur verið sá þáttur sem skilur á milli liða. Einn góður vinur minn sem hefur náð langt orðaði þetta vel. Þetta er stríð og ég vil ekki hlaupa nakinn og allslaus út á vígvöllinn með baráttuna eina að vopni og sjá þar menn vopnaða hríðskotabyssum. Íslenski körfuboltinn Pistillinn Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira
Fyrir mikilvæga körfuboltaleiki er oft talað um baráttu, ákveðni og vilja sem lykil að sigri. Það er hárrétt þó sumt af þessu ætti ekki að þurfa að innprenta í alvöru leikmenn á ögurstundu. Það sem mér finnst vanta hjá íslenskum liðum er gott „gameplan" og undirbúningur fyrir leiki, hernaðaráætlun, það er mikilvægt til að fara á næsta stig. Þessu sinna þjálfarar misvel, sumir vegna leti en aðrir vegna tímaskorts sem er skiljanleg ástæða, þetta er jú ekki fullt starf hjá öllum þjálfurum. Svo eru þeir sem leggja tíma í þetta og hjálpa sínum liðum með ýmsum smáatriðum sem saman verða að mikilvægum þætti í undirbúningi liðsins. Þeirra lið hafa forskot. Ég hef kynnst báðum hliðum, að vera sá sem ekkert hefur í höndunum nema baráttuna og viljann en einnig sá sem hefur öfluga hernaðaráætlun á bak við sig sem maður getur treyst. Þjálfararnir mínir hérna í Svíþjóð eyða miklum tíma í þennan undirbúning. Þegar ég hugsa til baka er ég betur undirbúinn fyrir leiki sem skipta litlu máli hérna heldur en ég var fyrir marga af mikilvægustu leikjum á ferlinum, bæði landsleiki og félagsliðum. Við förum yfir öll helstu kerfi andstæðinganna, svo vel að við kunnum þau utanbókar. Við í Sundsvall erum þegar þessi orð eru skrifuð í einvígi í átta liða úrslitum og er staðan 2-2. Við urðum í fyrsta sæti en þeir (Jamtland) í því áttunda. Fyrirfram og ef tekið er mið af leikmannahóp liðanna þá ættum við að vinna. Þeir hafa komið mjög vel undirbúnir og hafa valdið okkur erfiðleikum með sinni taktík, bæði í vörn og sókn. Ég fullyrði að ef þeir hefðu engu breytt og einfaldlega mætt til að berjast og gera sitt besta hefðum við unnið þetta einvígi 3-0. Þeirra hernaðaráætlun er hins vegar búin að gefa þeim möguleika í þessu einvígi, vona samt að það dugi ekki til. Öllu má ofgera, þitt eigið lið er alltaf það sem skiptir mestu máli. En góður undirbúningur og gott leikskipulag getur verið sá þáttur sem skilur á milli liða. Einn góður vinur minn sem hefur náð langt orðaði þetta vel. Þetta er stríð og ég vil ekki hlaupa nakinn og allslaus út á vígvöllinn með baráttuna eina að vopni og sjá þar menn vopnaða hríðskotabyssum.
Íslenski körfuboltinn Pistillinn Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira