Pistillinn: Ég vil ekki hlaupa nakinn og allslaus út á vígvöllinn Hlynur Bæringsson skrifar 4. apríl 2011 07:00 Mynd/Stefán Fyrir mikilvæga körfuboltaleiki er oft talað um baráttu, ákveðni og vilja sem lykil að sigri. Það er hárrétt þó sumt af þessu ætti ekki að þurfa að innprenta í alvöru leikmenn á ögurstundu. Það sem mér finnst vanta hjá íslenskum liðum er gott „gameplan" og undirbúningur fyrir leiki, hernaðaráætlun, það er mikilvægt til að fara á næsta stig. Þessu sinna þjálfarar misvel, sumir vegna leti en aðrir vegna tímaskorts sem er skiljanleg ástæða, þetta er jú ekki fullt starf hjá öllum þjálfurum. Svo eru þeir sem leggja tíma í þetta og hjálpa sínum liðum með ýmsum smáatriðum sem saman verða að mikilvægum þætti í undirbúningi liðsins. Þeirra lið hafa forskot. Ég hef kynnst báðum hliðum, að vera sá sem ekkert hefur í höndunum nema baráttuna og viljann en einnig sá sem hefur öfluga hernaðaráætlun á bak við sig sem maður getur treyst. Þjálfararnir mínir hérna í Svíþjóð eyða miklum tíma í þennan undirbúning. Þegar ég hugsa til baka er ég betur undirbúinn fyrir leiki sem skipta litlu máli hérna heldur en ég var fyrir marga af mikilvægustu leikjum á ferlinum, bæði landsleiki og félagsliðum. Við förum yfir öll helstu kerfi andstæðinganna, svo vel að við kunnum þau utanbókar. Við í Sundsvall erum þegar þessi orð eru skrifuð í einvígi í átta liða úrslitum og er staðan 2-2. Við urðum í fyrsta sæti en þeir (Jamtland) í því áttunda. Fyrirfram og ef tekið er mið af leikmannahóp liðanna þá ættum við að vinna. Þeir hafa komið mjög vel undirbúnir og hafa valdið okkur erfiðleikum með sinni taktík, bæði í vörn og sókn. Ég fullyrði að ef þeir hefðu engu breytt og einfaldlega mætt til að berjast og gera sitt besta hefðum við unnið þetta einvígi 3-0. Þeirra hernaðaráætlun er hins vegar búin að gefa þeim möguleika í þessu einvígi, vona samt að það dugi ekki til. Öllu má ofgera, þitt eigið lið er alltaf það sem skiptir mestu máli. En góður undirbúningur og gott leikskipulag getur verið sá þáttur sem skilur á milli liða. Einn góður vinur minn sem hefur náð langt orðaði þetta vel. Þetta er stríð og ég vil ekki hlaupa nakinn og allslaus út á vígvöllinn með baráttuna eina að vopni og sjá þar menn vopnaða hríðskotabyssum. Íslenski körfuboltinn Pistillinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Curry sneri aftur með miklum látum Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Sjá meira
Fyrir mikilvæga körfuboltaleiki er oft talað um baráttu, ákveðni og vilja sem lykil að sigri. Það er hárrétt þó sumt af þessu ætti ekki að þurfa að innprenta í alvöru leikmenn á ögurstundu. Það sem mér finnst vanta hjá íslenskum liðum er gott „gameplan" og undirbúningur fyrir leiki, hernaðaráætlun, það er mikilvægt til að fara á næsta stig. Þessu sinna þjálfarar misvel, sumir vegna leti en aðrir vegna tímaskorts sem er skiljanleg ástæða, þetta er jú ekki fullt starf hjá öllum þjálfurum. Svo eru þeir sem leggja tíma í þetta og hjálpa sínum liðum með ýmsum smáatriðum sem saman verða að mikilvægum þætti í undirbúningi liðsins. Þeirra lið hafa forskot. Ég hef kynnst báðum hliðum, að vera sá sem ekkert hefur í höndunum nema baráttuna og viljann en einnig sá sem hefur öfluga hernaðaráætlun á bak við sig sem maður getur treyst. Þjálfararnir mínir hérna í Svíþjóð eyða miklum tíma í þennan undirbúning. Þegar ég hugsa til baka er ég betur undirbúinn fyrir leiki sem skipta litlu máli hérna heldur en ég var fyrir marga af mikilvægustu leikjum á ferlinum, bæði landsleiki og félagsliðum. Við förum yfir öll helstu kerfi andstæðinganna, svo vel að við kunnum þau utanbókar. Við í Sundsvall erum þegar þessi orð eru skrifuð í einvígi í átta liða úrslitum og er staðan 2-2. Við urðum í fyrsta sæti en þeir (Jamtland) í því áttunda. Fyrirfram og ef tekið er mið af leikmannahóp liðanna þá ættum við að vinna. Þeir hafa komið mjög vel undirbúnir og hafa valdið okkur erfiðleikum með sinni taktík, bæði í vörn og sókn. Ég fullyrði að ef þeir hefðu engu breytt og einfaldlega mætt til að berjast og gera sitt besta hefðum við unnið þetta einvígi 3-0. Þeirra hernaðaráætlun er hins vegar búin að gefa þeim möguleika í þessu einvígi, vona samt að það dugi ekki til. Öllu má ofgera, þitt eigið lið er alltaf það sem skiptir mestu máli. En góður undirbúningur og gott leikskipulag getur verið sá þáttur sem skilur á milli liða. Einn góður vinur minn sem hefur náð langt orðaði þetta vel. Þetta er stríð og ég vil ekki hlaupa nakinn og allslaus út á vígvöllinn með baráttuna eina að vopni og sjá þar menn vopnaða hríðskotabyssum.
Íslenski körfuboltinn Pistillinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Curry sneri aftur með miklum látum Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Sjá meira