Lögreglan tók heimilisbúnað og verkfæri 30. mars 2011 07:00 kvíabryggja Lögregla fór meðal annars með fangelsisstjórann fyrrverandi að Kvíabryggju og lét hann vísa á muni sem hann sagði vera þar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í vörslu sinni talsvert af munum sem haldlagðir voru við húsleit hjá Geirmundi Vilhjálmssyni, fyrrverandi fangelsisstjóra á Kvíabryggju, fyrr í þessum mánuði. Talið er að greitt hafi verið fyrir munina með fjármunum sem ætlaðir voru til reksturs fangelsisins á Kvíabryggju. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er stór hluti munanna verkfæri, en einnig heimilistæki og húsbúnaður. Rannsókn lögreglu á málinu hefur miðað vel og gert er ráð fyrir að henni ljúki í næsta mánuði. Fangelsisstjórinn var leystur frá störfum í nóvember á síðasta ári eftir að upp kom rökstuddur grunur um að hann hefði misnotað aðstöðu sína með því að taka út ýmsan varning í nafni fangelsisins til eigin nota, auk annars misferlis. Fangelsismálayfirvöld kærðu fangelsisstjórann til Ríkissaksóknara, sem fól Lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins frekari meðferð málsins. Í skýrslu sem Ríkisendurskoðun skilaði eftir að grunsemdir vöknuðu um misferli Geirmundar kemur meðal annars fram að hann hafi keypt vörur sem ekki verði séð að hafi tengst rekstri fangelsisins fyrir 1,7 milljónir króna á tíu mánaða tímabili á síðasta ári. Kaup á eldsneyti fyrir rúmlega 750 þúsund krónur eru þar á meðal. Þá var vörubíll seldur en ekkert var bókfært um söluna. Jafnframt voru kaup á hjólbörðum, rafgeymum, farsímum og fleiru meðal þess sem Ríkisendurskoðun gerði athugasemdir við. Fréttir Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í vörslu sinni talsvert af munum sem haldlagðir voru við húsleit hjá Geirmundi Vilhjálmssyni, fyrrverandi fangelsisstjóra á Kvíabryggju, fyrr í þessum mánuði. Talið er að greitt hafi verið fyrir munina með fjármunum sem ætlaðir voru til reksturs fangelsisins á Kvíabryggju. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er stór hluti munanna verkfæri, en einnig heimilistæki og húsbúnaður. Rannsókn lögreglu á málinu hefur miðað vel og gert er ráð fyrir að henni ljúki í næsta mánuði. Fangelsisstjórinn var leystur frá störfum í nóvember á síðasta ári eftir að upp kom rökstuddur grunur um að hann hefði misnotað aðstöðu sína með því að taka út ýmsan varning í nafni fangelsisins til eigin nota, auk annars misferlis. Fangelsismálayfirvöld kærðu fangelsisstjórann til Ríkissaksóknara, sem fól Lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins frekari meðferð málsins. Í skýrslu sem Ríkisendurskoðun skilaði eftir að grunsemdir vöknuðu um misferli Geirmundar kemur meðal annars fram að hann hafi keypt vörur sem ekki verði séð að hafi tengst rekstri fangelsisins fyrir 1,7 milljónir króna á tíu mánaða tímabili á síðasta ári. Kaup á eldsneyti fyrir rúmlega 750 þúsund krónur eru þar á meðal. Þá var vörubíll seldur en ekkert var bókfært um söluna. Jafnframt voru kaup á hjólbörðum, rafgeymum, farsímum og fleiru meðal þess sem Ríkisendurskoðun gerði athugasemdir við.
Fréttir Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira