Lögreglan tók heimilisbúnað og verkfæri 30. mars 2011 07:00 kvíabryggja Lögregla fór meðal annars með fangelsisstjórann fyrrverandi að Kvíabryggju og lét hann vísa á muni sem hann sagði vera þar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í vörslu sinni talsvert af munum sem haldlagðir voru við húsleit hjá Geirmundi Vilhjálmssyni, fyrrverandi fangelsisstjóra á Kvíabryggju, fyrr í þessum mánuði. Talið er að greitt hafi verið fyrir munina með fjármunum sem ætlaðir voru til reksturs fangelsisins á Kvíabryggju. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er stór hluti munanna verkfæri, en einnig heimilistæki og húsbúnaður. Rannsókn lögreglu á málinu hefur miðað vel og gert er ráð fyrir að henni ljúki í næsta mánuði. Fangelsisstjórinn var leystur frá störfum í nóvember á síðasta ári eftir að upp kom rökstuddur grunur um að hann hefði misnotað aðstöðu sína með því að taka út ýmsan varning í nafni fangelsisins til eigin nota, auk annars misferlis. Fangelsismálayfirvöld kærðu fangelsisstjórann til Ríkissaksóknara, sem fól Lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins frekari meðferð málsins. Í skýrslu sem Ríkisendurskoðun skilaði eftir að grunsemdir vöknuðu um misferli Geirmundar kemur meðal annars fram að hann hafi keypt vörur sem ekki verði séð að hafi tengst rekstri fangelsisins fyrir 1,7 milljónir króna á tíu mánaða tímabili á síðasta ári. Kaup á eldsneyti fyrir rúmlega 750 þúsund krónur eru þar á meðal. Þá var vörubíll seldur en ekkert var bókfært um söluna. Jafnframt voru kaup á hjólbörðum, rafgeymum, farsímum og fleiru meðal þess sem Ríkisendurskoðun gerði athugasemdir við. Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í vörslu sinni talsvert af munum sem haldlagðir voru við húsleit hjá Geirmundi Vilhjálmssyni, fyrrverandi fangelsisstjóra á Kvíabryggju, fyrr í þessum mánuði. Talið er að greitt hafi verið fyrir munina með fjármunum sem ætlaðir voru til reksturs fangelsisins á Kvíabryggju. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er stór hluti munanna verkfæri, en einnig heimilistæki og húsbúnaður. Rannsókn lögreglu á málinu hefur miðað vel og gert er ráð fyrir að henni ljúki í næsta mánuði. Fangelsisstjórinn var leystur frá störfum í nóvember á síðasta ári eftir að upp kom rökstuddur grunur um að hann hefði misnotað aðstöðu sína með því að taka út ýmsan varning í nafni fangelsisins til eigin nota, auk annars misferlis. Fangelsismálayfirvöld kærðu fangelsisstjórann til Ríkissaksóknara, sem fól Lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins frekari meðferð málsins. Í skýrslu sem Ríkisendurskoðun skilaði eftir að grunsemdir vöknuðu um misferli Geirmundar kemur meðal annars fram að hann hafi keypt vörur sem ekki verði séð að hafi tengst rekstri fangelsisins fyrir 1,7 milljónir króna á tíu mánaða tímabili á síðasta ári. Kaup á eldsneyti fyrir rúmlega 750 þúsund krónur eru þar á meðal. Þá var vörubíll seldur en ekkert var bókfært um söluna. Jafnframt voru kaup á hjólbörðum, rafgeymum, farsímum og fleiru meðal þess sem Ríkisendurskoðun gerði athugasemdir við.
Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira