Garðbæingar ósáttir við veislur í rólóhúsi 30. mars 2011 06:00 Á aflóga róluvelli við baklóðir íbúarhúsa við Faxatún hefur Kiwanisklúbburinn Setberg aðstöðu í gömlu húsi í eigu bæjarins. Fjær sést skátaheimili Vífils í blárri byggingu.Fréttablaðið/Vilhelm Auður Hallgrímsdóttir, varamaður minnihluta Fólksins í bænum í skipulagsnefnd Garðabæjar, segir mikla óánægju meðal íbúa við göturnar Faxatún og Goðatún vegna ónæðis frá skátaheimili og húsi Kiwanismanna í hverfinu. Í tillögu að breyttu deiliskipulagi á Silfurtúnssvæðinu er gert ráð fyrir skrúðgarði á gömlum róluvelli við Faxatún. Þetta segir Auður Hallgrímsdóttir vera eina af betri hugmyndunum í tillögunni því mikið ónæði sé af umsvifum Kiwanis-manna á róluvellinum. „Í gamla gæsluvallarhúsinu á þessum róluvelli hafa Kiwanis-menn haldið til í tæplega þrjátíu ár, íbúum Faxatúns til ómælds ama og óþæginda," segir Auður. Gamli Róluvöllurinn er milli bakgarða íbúðarhúsa við Faxatún. Kiwanis-klúbburinn Setberg hefur þar aðsetur sitt í húsi í eigu bæjarins. „Þarna halda þeir félagsfundi með alls kyns umstangi auk þess sem ónæði er af bílaumferð inn á viðkvæman stað. Síðan leigja þeir húsið til veisluhalda um helgar. Á sunnudagsmorgnum eru íbúarnir svefnlausir eftir veislur í rólóhúsinu og þurfa að byrja daginn á að tína upp bjórdósir í görðunum sínum," lýsir Auður ástandinu. Matthías G. Pétursson, stjórnarmaður í Kiwanisklúbbnum Setbergi, segist kannast við að sumir hafi fett fingur út í bílaumferð að húsi Setbergs. Sögur af ónæði vegna veisluhalda komi honum hins vegar á óvart. „Útleigan er í algjöru lágmarki og er helst fyrir fermingarveislur eða afmæli fyrir fimmtuga eða eldri. Það er ekki verið að leigja unglingum eða ungum krökkum þannig að það er ekki óreglunni fyrir að fara," segir hann. Félagsmenn í Setbergi um tuttugu talsins. Matthías segir þá funda hálfsmánaðarlega. Meðalaldur Setbergsmanna sé um sjötugt. „Markmið okkar er að styðja við íbúa bæjarins og höfum gert það. Þetta er bara klúbbur sem er að láta gott af sér leiða en er ekki að hittast til að drekka brennivín eða halda fagnaði." Þá segir Auður íbúa Faxatúns og Goðatúns sem næst séu skátaheimili á Bæjarbraut vera mjög ósátta. „Húsið er leigt út fyrir skemmtanir um helgar og það þýðir mikið ónæði fyrir íbúana enda snúa svefnherbergi þeirra að skátaheimilinu," segir hún. Skátaheimilið, sem byggt var 2005, hýsir bæði Skátafélagið Vífil og Hjálparsveit skáta. „Um leið og kvartanir bárust frá íbúum hættum við að leigja salinn út fyrir veislur á kvöldin," segir Hafdís Bára Kristmundsdóttir, félagsforingi Vífils. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Auður Hallgrímsdóttir, varamaður minnihluta Fólksins í bænum í skipulagsnefnd Garðabæjar, segir mikla óánægju meðal íbúa við göturnar Faxatún og Goðatún vegna ónæðis frá skátaheimili og húsi Kiwanismanna í hverfinu. Í tillögu að breyttu deiliskipulagi á Silfurtúnssvæðinu er gert ráð fyrir skrúðgarði á gömlum róluvelli við Faxatún. Þetta segir Auður Hallgrímsdóttir vera eina af betri hugmyndunum í tillögunni því mikið ónæði sé af umsvifum Kiwanis-manna á róluvellinum. „Í gamla gæsluvallarhúsinu á þessum róluvelli hafa Kiwanis-menn haldið til í tæplega þrjátíu ár, íbúum Faxatúns til ómælds ama og óþæginda," segir Auður. Gamli Róluvöllurinn er milli bakgarða íbúðarhúsa við Faxatún. Kiwanis-klúbburinn Setberg hefur þar aðsetur sitt í húsi í eigu bæjarins. „Þarna halda þeir félagsfundi með alls kyns umstangi auk þess sem ónæði er af bílaumferð inn á viðkvæman stað. Síðan leigja þeir húsið til veisluhalda um helgar. Á sunnudagsmorgnum eru íbúarnir svefnlausir eftir veislur í rólóhúsinu og þurfa að byrja daginn á að tína upp bjórdósir í görðunum sínum," lýsir Auður ástandinu. Matthías G. Pétursson, stjórnarmaður í Kiwanisklúbbnum Setbergi, segist kannast við að sumir hafi fett fingur út í bílaumferð að húsi Setbergs. Sögur af ónæði vegna veisluhalda komi honum hins vegar á óvart. „Útleigan er í algjöru lágmarki og er helst fyrir fermingarveislur eða afmæli fyrir fimmtuga eða eldri. Það er ekki verið að leigja unglingum eða ungum krökkum þannig að það er ekki óreglunni fyrir að fara," segir hann. Félagsmenn í Setbergi um tuttugu talsins. Matthías segir þá funda hálfsmánaðarlega. Meðalaldur Setbergsmanna sé um sjötugt. „Markmið okkar er að styðja við íbúa bæjarins og höfum gert það. Þetta er bara klúbbur sem er að láta gott af sér leiða en er ekki að hittast til að drekka brennivín eða halda fagnaði." Þá segir Auður íbúa Faxatúns og Goðatúns sem næst séu skátaheimili á Bæjarbraut vera mjög ósátta. „Húsið er leigt út fyrir skemmtanir um helgar og það þýðir mikið ónæði fyrir íbúana enda snúa svefnherbergi þeirra að skátaheimilinu," segir hún. Skátaheimilið, sem byggt var 2005, hýsir bæði Skátafélagið Vífil og Hjálparsveit skáta. „Um leið og kvartanir bárust frá íbúum hættum við að leigja salinn út fyrir veislur á kvöldin," segir Hafdís Bára Kristmundsdóttir, félagsforingi Vífils. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira