Garðbæingar ósáttir við veislur í rólóhúsi 30. mars 2011 06:00 Á aflóga róluvelli við baklóðir íbúarhúsa við Faxatún hefur Kiwanisklúbburinn Setberg aðstöðu í gömlu húsi í eigu bæjarins. Fjær sést skátaheimili Vífils í blárri byggingu.Fréttablaðið/Vilhelm Auður Hallgrímsdóttir, varamaður minnihluta Fólksins í bænum í skipulagsnefnd Garðabæjar, segir mikla óánægju meðal íbúa við göturnar Faxatún og Goðatún vegna ónæðis frá skátaheimili og húsi Kiwanismanna í hverfinu. Í tillögu að breyttu deiliskipulagi á Silfurtúnssvæðinu er gert ráð fyrir skrúðgarði á gömlum róluvelli við Faxatún. Þetta segir Auður Hallgrímsdóttir vera eina af betri hugmyndunum í tillögunni því mikið ónæði sé af umsvifum Kiwanis-manna á róluvellinum. „Í gamla gæsluvallarhúsinu á þessum róluvelli hafa Kiwanis-menn haldið til í tæplega þrjátíu ár, íbúum Faxatúns til ómælds ama og óþæginda," segir Auður. Gamli Róluvöllurinn er milli bakgarða íbúðarhúsa við Faxatún. Kiwanis-klúbburinn Setberg hefur þar aðsetur sitt í húsi í eigu bæjarins. „Þarna halda þeir félagsfundi með alls kyns umstangi auk þess sem ónæði er af bílaumferð inn á viðkvæman stað. Síðan leigja þeir húsið til veisluhalda um helgar. Á sunnudagsmorgnum eru íbúarnir svefnlausir eftir veislur í rólóhúsinu og þurfa að byrja daginn á að tína upp bjórdósir í görðunum sínum," lýsir Auður ástandinu. Matthías G. Pétursson, stjórnarmaður í Kiwanisklúbbnum Setbergi, segist kannast við að sumir hafi fett fingur út í bílaumferð að húsi Setbergs. Sögur af ónæði vegna veisluhalda komi honum hins vegar á óvart. „Útleigan er í algjöru lágmarki og er helst fyrir fermingarveislur eða afmæli fyrir fimmtuga eða eldri. Það er ekki verið að leigja unglingum eða ungum krökkum þannig að það er ekki óreglunni fyrir að fara," segir hann. Félagsmenn í Setbergi um tuttugu talsins. Matthías segir þá funda hálfsmánaðarlega. Meðalaldur Setbergsmanna sé um sjötugt. „Markmið okkar er að styðja við íbúa bæjarins og höfum gert það. Þetta er bara klúbbur sem er að láta gott af sér leiða en er ekki að hittast til að drekka brennivín eða halda fagnaði." Þá segir Auður íbúa Faxatúns og Goðatúns sem næst séu skátaheimili á Bæjarbraut vera mjög ósátta. „Húsið er leigt út fyrir skemmtanir um helgar og það þýðir mikið ónæði fyrir íbúana enda snúa svefnherbergi þeirra að skátaheimilinu," segir hún. Skátaheimilið, sem byggt var 2005, hýsir bæði Skátafélagið Vífil og Hjálparsveit skáta. „Um leið og kvartanir bárust frá íbúum hættum við að leigja salinn út fyrir veislur á kvöldin," segir Hafdís Bára Kristmundsdóttir, félagsforingi Vífils. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Sjá meira
Auður Hallgrímsdóttir, varamaður minnihluta Fólksins í bænum í skipulagsnefnd Garðabæjar, segir mikla óánægju meðal íbúa við göturnar Faxatún og Goðatún vegna ónæðis frá skátaheimili og húsi Kiwanismanna í hverfinu. Í tillögu að breyttu deiliskipulagi á Silfurtúnssvæðinu er gert ráð fyrir skrúðgarði á gömlum róluvelli við Faxatún. Þetta segir Auður Hallgrímsdóttir vera eina af betri hugmyndunum í tillögunni því mikið ónæði sé af umsvifum Kiwanis-manna á róluvellinum. „Í gamla gæsluvallarhúsinu á þessum róluvelli hafa Kiwanis-menn haldið til í tæplega þrjátíu ár, íbúum Faxatúns til ómælds ama og óþæginda," segir Auður. Gamli Róluvöllurinn er milli bakgarða íbúðarhúsa við Faxatún. Kiwanis-klúbburinn Setberg hefur þar aðsetur sitt í húsi í eigu bæjarins. „Þarna halda þeir félagsfundi með alls kyns umstangi auk þess sem ónæði er af bílaumferð inn á viðkvæman stað. Síðan leigja þeir húsið til veisluhalda um helgar. Á sunnudagsmorgnum eru íbúarnir svefnlausir eftir veislur í rólóhúsinu og þurfa að byrja daginn á að tína upp bjórdósir í görðunum sínum," lýsir Auður ástandinu. Matthías G. Pétursson, stjórnarmaður í Kiwanisklúbbnum Setbergi, segist kannast við að sumir hafi fett fingur út í bílaumferð að húsi Setbergs. Sögur af ónæði vegna veisluhalda komi honum hins vegar á óvart. „Útleigan er í algjöru lágmarki og er helst fyrir fermingarveislur eða afmæli fyrir fimmtuga eða eldri. Það er ekki verið að leigja unglingum eða ungum krökkum þannig að það er ekki óreglunni fyrir að fara," segir hann. Félagsmenn í Setbergi um tuttugu talsins. Matthías segir þá funda hálfsmánaðarlega. Meðalaldur Setbergsmanna sé um sjötugt. „Markmið okkar er að styðja við íbúa bæjarins og höfum gert það. Þetta er bara klúbbur sem er að láta gott af sér leiða en er ekki að hittast til að drekka brennivín eða halda fagnaði." Þá segir Auður íbúa Faxatúns og Goðatúns sem næst séu skátaheimili á Bæjarbraut vera mjög ósátta. „Húsið er leigt út fyrir skemmtanir um helgar og það þýðir mikið ónæði fyrir íbúana enda snúa svefnherbergi þeirra að skátaheimilinu," segir hún. Skátaheimilið, sem byggt var 2005, hýsir bæði Skátafélagið Vífil og Hjálparsveit skáta. „Um leið og kvartanir bárust frá íbúum hættum við að leigja salinn út fyrir veislur á kvöldin," segir Hafdís Bára Kristmundsdóttir, félagsforingi Vífils. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Sjá meira