Samstaða um að koma Gaddafí frá 30. mars 2011 01:00 Þung á brún David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fjölmennum ráðherrafundi í Lundúnum í gær. Meðal þátttakenda á fundinum var Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra.fréttablaðið/AP „Það er engin framtíð lengur fyrir Líbíu með Gaddafí við stjórnvölinn,“ sagði William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, að lokinni alþjóðlegri ráðstefnu í Lundúnum um hernaðaraðgerðirnar í Líbíu. Á fundinum í Lundúnum var samþykkt að halda áfram loftárásum á liðsmenn Gaddafís og fylgja eftir loftferðabanni og vopnasölubanni, ásamt því að þrýsta á Gaddafí að láta undan uppreisnarmönnum. „Gaddafí hefur enn ekki látið af völdum, og þangað til hann gerir það verður Líbía hættulegur staður,“ sagði Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að fundinum loknum. Á fundinum voru utanríkisráðherrar næstum því fjörutíu ríkja, þar á meðal NATO-ríkjanna og aðildarríkja Arababandalagsins, ásamt Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra NATO, Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Catherine Ashton, utanríkismálafulltrúa Evrópusambandsins, og Hesham Youssef, fulltrúa Arababandalagsins. „Við vorum öll sammála um að Gaddafí og stjórn hans hefðu glatað öllu réttmæti og yrðu dregin til ábyrgðar vegna gerða sinna,“ sagði Hague, ánægður með að samstaða hefði verið svona mikil. Þrátt fyrir það berast enn misvísandi yfirlýsingar um markmið árásanna og enn virðist óljóst hver verkaskipting eigi að vera með Bandaríkjunum, NATO og einstaka aðildarríkjum NATO um bæði yfirstjórn og framkvæmd árásanna. Barack Obama Bandaríkjaforseti notaði ávarp sitt til þjóðarinnar á mánudagskvöld til að réttlæta þátttöku Bandaríkjamanna í aðgerðunum í Líbíu. „Hernaðaraðgerðir okkar hafa það þrönga markmið að bjarga mannslífum,“ sagði hann, en sagðist þó ætla að taka þátt með öðrum ríkjum í því að beita Gaddafí þrýstingi í von um að hann léti af völdum. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Fleiri fréttir Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Sjá meira
„Það er engin framtíð lengur fyrir Líbíu með Gaddafí við stjórnvölinn,“ sagði William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, að lokinni alþjóðlegri ráðstefnu í Lundúnum um hernaðaraðgerðirnar í Líbíu. Á fundinum í Lundúnum var samþykkt að halda áfram loftárásum á liðsmenn Gaddafís og fylgja eftir loftferðabanni og vopnasölubanni, ásamt því að þrýsta á Gaddafí að láta undan uppreisnarmönnum. „Gaddafí hefur enn ekki látið af völdum, og þangað til hann gerir það verður Líbía hættulegur staður,“ sagði Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að fundinum loknum. Á fundinum voru utanríkisráðherrar næstum því fjörutíu ríkja, þar á meðal NATO-ríkjanna og aðildarríkja Arababandalagsins, ásamt Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra NATO, Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Catherine Ashton, utanríkismálafulltrúa Evrópusambandsins, og Hesham Youssef, fulltrúa Arababandalagsins. „Við vorum öll sammála um að Gaddafí og stjórn hans hefðu glatað öllu réttmæti og yrðu dregin til ábyrgðar vegna gerða sinna,“ sagði Hague, ánægður með að samstaða hefði verið svona mikil. Þrátt fyrir það berast enn misvísandi yfirlýsingar um markmið árásanna og enn virðist óljóst hver verkaskipting eigi að vera með Bandaríkjunum, NATO og einstaka aðildarríkjum NATO um bæði yfirstjórn og framkvæmd árásanna. Barack Obama Bandaríkjaforseti notaði ávarp sitt til þjóðarinnar á mánudagskvöld til að réttlæta þátttöku Bandaríkjamanna í aðgerðunum í Líbíu. „Hernaðaraðgerðir okkar hafa það þrönga markmið að bjarga mannslífum,“ sagði hann, en sagðist þó ætla að taka þátt með öðrum ríkjum í því að beita Gaddafí þrýstingi í von um að hann léti af völdum. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Fleiri fréttir Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Sjá meira