Fréttaskýring: Land þrýstist upp en ekki til hliðar 12. mars 2011 21:30 Dr. Benedikt Halldórsson Risajarðskjálftinn sem varð í gær undan ströndum Japans er allt annars eðlis en skjálftar sem þekkjast hér á landi. Orkan sem leystist úr læðingi í stærsta skjálftanum er um 900 sinnum meiri en þekkist í stærstu skjálftum hér. „Rætt er um að skjálftinn hafi verið 8,9 að stærð,“ segir Benedikt Halldórsson, sérfræðingur á Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði. „Þegar skjálftar eru komnir í þessa stærð þá eru það orðnir svokallaðir risaskjálftar.“ Benedikt bendir á að orkan sem leysist úr læðingi aukist þrjátíufalt með hverri heilli stærð á Richter-skala. „Það er því níuhundruð sinnum meiri orka í skjálfta upp á 8,9 en í skjálfta upp á 6,9,“ segir hann og bendir á að ekki sé gert ráð fyrir að stærstu skjálftar sem verði hér á landi verði stærri en sjö á Richter. Suðurlandsskjálftinn árið 2008 var 6,3 á Richter. Þá bendir Benedikt á að hér verða stærstu skjálftarnir á svokölluðum þvergengjum, þar sem land færist til hliðar eftir brotalínu, en skjálftinn undan strönd Japans hafi átt sér stað á svokölluðu sökkbelti. „Þar gengur Kyrrahafsflekinn undir Japan og landið ýtist upp á skilunum.“ Risaskjálftar þar sem einn fleki gengur undir annan standa líka lengur yfir en skjálftar sem hér þekkjast. „Svona skjálfti tekur kannski eina til tvær mínútur, meðan meginhreyfingarnar í skjálftanum hér 2008 tóku fjórar til fimm sekúndur.“ Þeim mun lengri tíma sem skjálftinn tekur þeim mun meira álag verður á mannvirki. Benedikt segir að auk þess séu líkur á tjóni stærðargráðum meiri en hér, einfaldlega sökum mannfjölda. Þó sé öll hönnun húsa í Japan afar vel úr garði gerð. „Það sem gerir þennan skjálfta einstakan er hversu stór hann er og hversu nálægt hann er gríðarlega þéttbýlu svæði,“ segir Benedikt og bendir á að um 10 þúsund manns hafi verið á aðaláhrifasvæði Suðurlandsskjálftans 2008, en á áhrifasvæði skjálftanna í Japan í gær sú 30 milljónir manna. - óká Jarðskjálfti í Japan Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Risajarðskjálftinn sem varð í gær undan ströndum Japans er allt annars eðlis en skjálftar sem þekkjast hér á landi. Orkan sem leystist úr læðingi í stærsta skjálftanum er um 900 sinnum meiri en þekkist í stærstu skjálftum hér. „Rætt er um að skjálftinn hafi verið 8,9 að stærð,“ segir Benedikt Halldórsson, sérfræðingur á Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði. „Þegar skjálftar eru komnir í þessa stærð þá eru það orðnir svokallaðir risaskjálftar.“ Benedikt bendir á að orkan sem leysist úr læðingi aukist þrjátíufalt með hverri heilli stærð á Richter-skala. „Það er því níuhundruð sinnum meiri orka í skjálfta upp á 8,9 en í skjálfta upp á 6,9,“ segir hann og bendir á að ekki sé gert ráð fyrir að stærstu skjálftar sem verði hér á landi verði stærri en sjö á Richter. Suðurlandsskjálftinn árið 2008 var 6,3 á Richter. Þá bendir Benedikt á að hér verða stærstu skjálftarnir á svokölluðum þvergengjum, þar sem land færist til hliðar eftir brotalínu, en skjálftinn undan strönd Japans hafi átt sér stað á svokölluðu sökkbelti. „Þar gengur Kyrrahafsflekinn undir Japan og landið ýtist upp á skilunum.“ Risaskjálftar þar sem einn fleki gengur undir annan standa líka lengur yfir en skjálftar sem hér þekkjast. „Svona skjálfti tekur kannski eina til tvær mínútur, meðan meginhreyfingarnar í skjálftanum hér 2008 tóku fjórar til fimm sekúndur.“ Þeim mun lengri tíma sem skjálftinn tekur þeim mun meira álag verður á mannvirki. Benedikt segir að auk þess séu líkur á tjóni stærðargráðum meiri en hér, einfaldlega sökum mannfjölda. Þó sé öll hönnun húsa í Japan afar vel úr garði gerð. „Það sem gerir þennan skjálfta einstakan er hversu stór hann er og hversu nálægt hann er gríðarlega þéttbýlu svæði,“ segir Benedikt og bendir á að um 10 þúsund manns hafi verið á aðaláhrifasvæði Suðurlandsskjálftans 2008, en á áhrifasvæði skjálftanna í Japan í gær sú 30 milljónir manna. - óká
Jarðskjálfti í Japan Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira