Úrslit Íslensku tónlistarverðlaunanna 9. mars 2011 07:00 Ólöf Arnalds varð fyrir valinu sem tónhöfundur ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Fréttablaðið/Vilhelm Íslensku tónlistarverðlaunin dreifðust á margar hendur þegar þau voru afhent í sautjánda sinn í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Jón Þór Birgisson, Jónsi, átti bestu plötu ársins í rokk- og poppflokki, Go, sem kom út við góðar undirtektir í fyrra. Stutt er síðan sama plata var valin besta norræna plata ársins við hátíðlega athöfn í Noregi. „Hamingjan er hér“ með Jónasi Sigurðssyni var kjörið lag ársins. Þau naut mikilla vinsælda á síðasta ári en það kom út á annarri plötu Jónasar, Allt er eitthvað. Bjartmar Guðlaugsson, sem hefur átt góða endurkomu að undanförnu, var valinn textahöfundur ársins fyrir textana á plötunni Skrýtin veröld sem kom út fyrir jólin. Hann var tilnefndur til þrennra verðlauna og voru það fyrstu tilnefningar hans á löngum ferli. Ólöf Arnalds varð fyrir valinu sem tónhöfundur ársins og bar hún þar sigurorð af köppum á borð við Jónsa, Bjartmar og Skúla Sverrisson. Ágúst Ólafsson og Gerrit Schuil voru valdir tónlistarflytjendur ársins fyrir tónleika sína á Listahátíð og óperusöngvarinn Kristinn Sigmundsson hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir rödd ársins. Trompetleikarinn Ari Bragi Kárason var valinn bjartasta vonin. Hann þykir einn efnilegasti trompetleikari sem komið hefur fram um árabil. Þá fékk hönnuðurinn Sigurður Eggertsson verðlaun fyrir umslag ársins við plötuna Pólýfónía með Apparat Organ Quartet, auk þess sem Jóel Pálsson átti hljómplötu ársins í djassflokki, Horn. Heiðursverðlaunahafi ársins, Þórir Baldursson útsetjari, tónskáld, píanóleikari og Hammond-fjölfræðingur tók við viðurkenningu sinni og nokkrir samferðamenn hans og vinir hylltu hann með tónlistarflutningi. freyr@frettabladid.is Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Íslensku tónlistarverðlaunin dreifðust á margar hendur þegar þau voru afhent í sautjánda sinn í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Jón Þór Birgisson, Jónsi, átti bestu plötu ársins í rokk- og poppflokki, Go, sem kom út við góðar undirtektir í fyrra. Stutt er síðan sama plata var valin besta norræna plata ársins við hátíðlega athöfn í Noregi. „Hamingjan er hér“ með Jónasi Sigurðssyni var kjörið lag ársins. Þau naut mikilla vinsælda á síðasta ári en það kom út á annarri plötu Jónasar, Allt er eitthvað. Bjartmar Guðlaugsson, sem hefur átt góða endurkomu að undanförnu, var valinn textahöfundur ársins fyrir textana á plötunni Skrýtin veröld sem kom út fyrir jólin. Hann var tilnefndur til þrennra verðlauna og voru það fyrstu tilnefningar hans á löngum ferli. Ólöf Arnalds varð fyrir valinu sem tónhöfundur ársins og bar hún þar sigurorð af köppum á borð við Jónsa, Bjartmar og Skúla Sverrisson. Ágúst Ólafsson og Gerrit Schuil voru valdir tónlistarflytjendur ársins fyrir tónleika sína á Listahátíð og óperusöngvarinn Kristinn Sigmundsson hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir rödd ársins. Trompetleikarinn Ari Bragi Kárason var valinn bjartasta vonin. Hann þykir einn efnilegasti trompetleikari sem komið hefur fram um árabil. Þá fékk hönnuðurinn Sigurður Eggertsson verðlaun fyrir umslag ársins við plötuna Pólýfónía með Apparat Organ Quartet, auk þess sem Jóel Pálsson átti hljómplötu ársins í djassflokki, Horn. Heiðursverðlaunahafi ársins, Þórir Baldursson útsetjari, tónskáld, píanóleikari og Hammond-fjölfræðingur tók við viðurkenningu sinni og nokkrir samferðamenn hans og vinir hylltu hann með tónlistarflutningi. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent