Einkarekstrarformið dautt í bili segir BVS 26. febrúar 2011 06:00 Árbót í aðaldal Bragi telur að samningarnir við Árbót og Torfastaði hafi skapað fordæmi í máli Götusmiðjunnar sem erfitt hefði verið fyrir Barnaverndarstofu að hunsa. Bragi Guðbrandsson „Ég held að í ljósi þessarar skýrslu þá sé þetta einkarekstrarform dautt í bili,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, um harðorða skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því á fimmtudag. Í skýrslunni er sjónum einkum beint að svokölluðu Árbótarmáli og 30 milljóna bótagreiðsla til eigenda heimilisins, sem þáverandi félags- og fjármálaráðherra ákváðu, sögð hafa gengið í gegn án nokkurrar lagaskyldu eða málefnalegra röksemda. Þá er einnig vikið að öðrum uppgjörsgreiðslum, til heimilanna Torfastaða og Götusmiðjunnar, sem þó eru sagðar ósambærilegar. Bragi segir að skýrslan sýni að slík óvissa ríki um það hvernig fara skuli með framkvæmd þjónustusamninga um rekstur meðferðarheimila að það sé ekki vinnandi vegur að halda einkarekstrarforminu til streitu án þess að verulegar breytingar verði á. Bragi segist í heildina ánægður með skýrslu Ríkisendurskoðunar. „Því hún tekur í öllum meginatriðum undir þau sjónarmið sem Barnaverndarstofa hefur haldið á lofti í tengslum við þessi starfslok meðferðarheimila í gegnum árin, ekki síst er varðar Árbótarmálið.“ Bragi segir að það sé aðallega afstaða Ríkisendurskoðunar til uppgjörsins við Götusmiðjuna sem veldur honum vonbrigðum. Götusmiðjan fékk um 34 milljóna greiðslu, 14 vegna launa starfsfólks og 20 vegna gamalla skulda. „Það má skilja á skýrslunni að það sé sjónarmið Ríkisendurskoðunar að það hefði átt að rifta samningnum á nokkurra bóta. Það finnst mér fullglannaleg niðurstaða með hliðsjón af því að starfsfólkið hafði ekki aðeins fyrirvaralaust misst atvinnu sína heldur stóð líka frammi fyrir að vera launalaust á uppsagnartíma. Auk þess var alveg fyrirsjáanlegt að hefðum við rift samningi einhliða þá hefðu í því falist málaferli með ófyrirséðri útkomu,“ útskýrir Bragi. Bragi segir að það sé vissulega rétt að stofnað hafi verið til skuldanna sem bættar voru áður en þjónustusamningurinn við Barnaverndarstofu kom til. Hins vegar hafi rót þeirra verið vegna meðferðarúrræða fyrir ungmenni og því þótti ekki forsvaranlegt að keyra forstöðumanninn í þrot. Þar að auki hafi samningar félagsmálaráðuneytisins við Torfastaði og Árbót – en sá samningur var langt kominn þegar samið var við Götusmiðjuna – sett fordæmi sem erfitt var að hunsa. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Sjá meira
Bragi Guðbrandsson „Ég held að í ljósi þessarar skýrslu þá sé þetta einkarekstrarform dautt í bili,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, um harðorða skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því á fimmtudag. Í skýrslunni er sjónum einkum beint að svokölluðu Árbótarmáli og 30 milljóna bótagreiðsla til eigenda heimilisins, sem þáverandi félags- og fjármálaráðherra ákváðu, sögð hafa gengið í gegn án nokkurrar lagaskyldu eða málefnalegra röksemda. Þá er einnig vikið að öðrum uppgjörsgreiðslum, til heimilanna Torfastaða og Götusmiðjunnar, sem þó eru sagðar ósambærilegar. Bragi segir að skýrslan sýni að slík óvissa ríki um það hvernig fara skuli með framkvæmd þjónustusamninga um rekstur meðferðarheimila að það sé ekki vinnandi vegur að halda einkarekstrarforminu til streitu án þess að verulegar breytingar verði á. Bragi segist í heildina ánægður með skýrslu Ríkisendurskoðunar. „Því hún tekur í öllum meginatriðum undir þau sjónarmið sem Barnaverndarstofa hefur haldið á lofti í tengslum við þessi starfslok meðferðarheimila í gegnum árin, ekki síst er varðar Árbótarmálið.“ Bragi segir að það sé aðallega afstaða Ríkisendurskoðunar til uppgjörsins við Götusmiðjuna sem veldur honum vonbrigðum. Götusmiðjan fékk um 34 milljóna greiðslu, 14 vegna launa starfsfólks og 20 vegna gamalla skulda. „Það má skilja á skýrslunni að það sé sjónarmið Ríkisendurskoðunar að það hefði átt að rifta samningnum á nokkurra bóta. Það finnst mér fullglannaleg niðurstaða með hliðsjón af því að starfsfólkið hafði ekki aðeins fyrirvaralaust misst atvinnu sína heldur stóð líka frammi fyrir að vera launalaust á uppsagnartíma. Auk þess var alveg fyrirsjáanlegt að hefðum við rift samningi einhliða þá hefðu í því falist málaferli með ófyrirséðri útkomu,“ útskýrir Bragi. Bragi segir að það sé vissulega rétt að stofnað hafi verið til skuldanna sem bættar voru áður en þjónustusamningurinn við Barnaverndarstofu kom til. Hins vegar hafi rót þeirra verið vegna meðferðarúrræða fyrir ungmenni og því þótti ekki forsvaranlegt að keyra forstöðumanninn í þrot. Þar að auki hafi samningar félagsmálaráðuneytisins við Torfastaði og Árbót – en sá samningur var langt kominn þegar samið var við Götusmiðjuna – sett fordæmi sem erfitt var að hunsa. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Sjá meira