Einkarekstrarformið dautt í bili segir BVS 26. febrúar 2011 06:00 Árbót í aðaldal Bragi telur að samningarnir við Árbót og Torfastaði hafi skapað fordæmi í máli Götusmiðjunnar sem erfitt hefði verið fyrir Barnaverndarstofu að hunsa. Bragi Guðbrandsson „Ég held að í ljósi þessarar skýrslu þá sé þetta einkarekstrarform dautt í bili,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, um harðorða skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því á fimmtudag. Í skýrslunni er sjónum einkum beint að svokölluðu Árbótarmáli og 30 milljóna bótagreiðsla til eigenda heimilisins, sem þáverandi félags- og fjármálaráðherra ákváðu, sögð hafa gengið í gegn án nokkurrar lagaskyldu eða málefnalegra röksemda. Þá er einnig vikið að öðrum uppgjörsgreiðslum, til heimilanna Torfastaða og Götusmiðjunnar, sem þó eru sagðar ósambærilegar. Bragi segir að skýrslan sýni að slík óvissa ríki um það hvernig fara skuli með framkvæmd þjónustusamninga um rekstur meðferðarheimila að það sé ekki vinnandi vegur að halda einkarekstrarforminu til streitu án þess að verulegar breytingar verði á. Bragi segist í heildina ánægður með skýrslu Ríkisendurskoðunar. „Því hún tekur í öllum meginatriðum undir þau sjónarmið sem Barnaverndarstofa hefur haldið á lofti í tengslum við þessi starfslok meðferðarheimila í gegnum árin, ekki síst er varðar Árbótarmálið.“ Bragi segir að það sé aðallega afstaða Ríkisendurskoðunar til uppgjörsins við Götusmiðjuna sem veldur honum vonbrigðum. Götusmiðjan fékk um 34 milljóna greiðslu, 14 vegna launa starfsfólks og 20 vegna gamalla skulda. „Það má skilja á skýrslunni að það sé sjónarmið Ríkisendurskoðunar að það hefði átt að rifta samningnum á nokkurra bóta. Það finnst mér fullglannaleg niðurstaða með hliðsjón af því að starfsfólkið hafði ekki aðeins fyrirvaralaust misst atvinnu sína heldur stóð líka frammi fyrir að vera launalaust á uppsagnartíma. Auk þess var alveg fyrirsjáanlegt að hefðum við rift samningi einhliða þá hefðu í því falist málaferli með ófyrirséðri útkomu,“ útskýrir Bragi. Bragi segir að það sé vissulega rétt að stofnað hafi verið til skuldanna sem bættar voru áður en þjónustusamningurinn við Barnaverndarstofu kom til. Hins vegar hafi rót þeirra verið vegna meðferðarúrræða fyrir ungmenni og því þótti ekki forsvaranlegt að keyra forstöðumanninn í þrot. Þar að auki hafi samningar félagsmálaráðuneytisins við Torfastaði og Árbót – en sá samningur var langt kominn þegar samið var við Götusmiðjuna – sett fordæmi sem erfitt var að hunsa. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Sjá meira
Bragi Guðbrandsson „Ég held að í ljósi þessarar skýrslu þá sé þetta einkarekstrarform dautt í bili,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, um harðorða skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því á fimmtudag. Í skýrslunni er sjónum einkum beint að svokölluðu Árbótarmáli og 30 milljóna bótagreiðsla til eigenda heimilisins, sem þáverandi félags- og fjármálaráðherra ákváðu, sögð hafa gengið í gegn án nokkurrar lagaskyldu eða málefnalegra röksemda. Þá er einnig vikið að öðrum uppgjörsgreiðslum, til heimilanna Torfastaða og Götusmiðjunnar, sem þó eru sagðar ósambærilegar. Bragi segir að skýrslan sýni að slík óvissa ríki um það hvernig fara skuli með framkvæmd þjónustusamninga um rekstur meðferðarheimila að það sé ekki vinnandi vegur að halda einkarekstrarforminu til streitu án þess að verulegar breytingar verði á. Bragi segist í heildina ánægður með skýrslu Ríkisendurskoðunar. „Því hún tekur í öllum meginatriðum undir þau sjónarmið sem Barnaverndarstofa hefur haldið á lofti í tengslum við þessi starfslok meðferðarheimila í gegnum árin, ekki síst er varðar Árbótarmálið.“ Bragi segir að það sé aðallega afstaða Ríkisendurskoðunar til uppgjörsins við Götusmiðjuna sem veldur honum vonbrigðum. Götusmiðjan fékk um 34 milljóna greiðslu, 14 vegna launa starfsfólks og 20 vegna gamalla skulda. „Það má skilja á skýrslunni að það sé sjónarmið Ríkisendurskoðunar að það hefði átt að rifta samningnum á nokkurra bóta. Það finnst mér fullglannaleg niðurstaða með hliðsjón af því að starfsfólkið hafði ekki aðeins fyrirvaralaust misst atvinnu sína heldur stóð líka frammi fyrir að vera launalaust á uppsagnartíma. Auk þess var alveg fyrirsjáanlegt að hefðum við rift samningi einhliða þá hefðu í því falist málaferli með ófyrirséðri útkomu,“ útskýrir Bragi. Bragi segir að það sé vissulega rétt að stofnað hafi verið til skuldanna sem bættar voru áður en þjónustusamningurinn við Barnaverndarstofu kom til. Hins vegar hafi rót þeirra verið vegna meðferðarúrræða fyrir ungmenni og því þótti ekki forsvaranlegt að keyra forstöðumanninn í þrot. Þar að auki hafi samningar félagsmálaráðuneytisins við Torfastaði og Árbót – en sá samningur var langt kominn þegar samið var við Götusmiðjuna – sett fordæmi sem erfitt var að hunsa. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Sjá meira