Óskar fellur fyrir kóngi 24. febrúar 2011 18:00 Lítil spenna Að mati Thariqs Khan, kvikmyndaspekúlants Fox-fréttastofunnar, ríkir lítil spenna í helstu flokkum Óskarsins. Colin Firth og Natalie Portman fara heim með styttuna góðu, og það sama gerir Christian Bale. The King‘s Speech verður valin kvikmynd ársins og Khan hallast að því að Melissa Leo hljóti gullhúðaða karlinn sem besta leikkona í aukahlutverki. IMG_7391.CR2 Black Swan Á sunnudagskvöldið er komið að því að kvenkynsstjörnur Hollywood eyði milljónum í útlit sitt og karlarnir troði jafnvel bótoxi í ennið sitt. Það er nefnilega Óskarskvöld, mesta glamúrveisla ársins þar sem tár, gremja og gleði ráða ríkjum. Þau Anne Hathaway og James Franco eru kynnar kvöldsins og gestir Kodak-hallarinnar eiga því von á fremur ljúfum móttökum, ólíkt síðustu Golden Globe-athöfn þar sem Ricky Gervais skaut á allt kvikt. Óskarinn er stærstu verðlaun kvikmyndabransans og sú viðurkenning sem flestir kvikmyndagerðarmenn þrá (nema kannski leikkonur því yfirleitt skilja þær við eiginmenn sína eftir að hafa komist á snoðir um framhjáhald þeirra eftir að hafa fengið styttuna í hendurnar). Úrslitin á Óskarnum þykja nokkuð gefin þetta árið. Thariq Khan, kvikmyndaspekúlant Fox-sjónvarpsstöðvarinnar, hefur verið ótrúlega sannspár undanfarin fjögur ár og hann lýsir því yfir á vefsíðu sinni að The King‘s Speech hljóti Óskarinn í ár sem besta kvikmyndin. „Það eru áttatíu prósenta líkur á því, ég hef aldrei séð The Social Network sem Óskarsmynd þótt hún hafi vissulega verið frábær,“ skrifar Khan og bætir því við að margir í bandarísku Akademíunni sjái The King‘s Speech sem afturhvarf til stórmynda á borð við Arabíu-Lawrence og Umhverfis jörðina á 80 dögum. Khan brýtur ekkert blað í spádómum sínum um aðalleikarana því himinn og jörð munu farast ef Natalie Portman fær ekki Óskarinn fyrir Black Swan og Colin Firth verður sniðgenginn fyrir túlkun sína á hinum stamandi kóngi. Þau tvö hafa sópað til sín öllum helstu leikaraverðlaununum og akademían verður sér til skammar ef hún horfir framhjá þeim. Christian Bale þykir nokkuð öruggur, að mati Khan, um Óskarinn fyrir frammistöðu sína sem ólánsamur bróðir Mark Wahlberg í The Fighter en mesta spennan virðist vera í kringum aukaleikkonurnar. Khan er nokkuð djarfur í þeirri spá sinni og trúir því að Melissa Leo fari heim með styttuna góðu fyrir leik sinn í The Fighter. „Það eru meiri en helmingslíkur á því. Þetta er samt eini leikaraflokkurinn sem er eitthvað spennandi,“ skrifar Khan. Óskarinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og hefst útsending klukkan hálf tvö. Ívar Guðmundsson og Skarphéðinn Guðmundsson lýsa því sem fyrir augu ber en útsendingin stendur í þrjá og hálfan tíma. Tæplega klukkutíma fyrr er reyndar útsending frá rauða dreglinum sem áhugafólk um tísku og dýra kjóla ætti ekki að láta framhjá sér fara. freyrgigja@frettabladid.isThe Fighter kvikmynd 2010 Christian Bale Mark Wahlberg Golden Globes Lífið Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
IMG_7391.CR2 Black Swan Á sunnudagskvöldið er komið að því að kvenkynsstjörnur Hollywood eyði milljónum í útlit sitt og karlarnir troði jafnvel bótoxi í ennið sitt. Það er nefnilega Óskarskvöld, mesta glamúrveisla ársins þar sem tár, gremja og gleði ráða ríkjum. Þau Anne Hathaway og James Franco eru kynnar kvöldsins og gestir Kodak-hallarinnar eiga því von á fremur ljúfum móttökum, ólíkt síðustu Golden Globe-athöfn þar sem Ricky Gervais skaut á allt kvikt. Óskarinn er stærstu verðlaun kvikmyndabransans og sú viðurkenning sem flestir kvikmyndagerðarmenn þrá (nema kannski leikkonur því yfirleitt skilja þær við eiginmenn sína eftir að hafa komist á snoðir um framhjáhald þeirra eftir að hafa fengið styttuna í hendurnar). Úrslitin á Óskarnum þykja nokkuð gefin þetta árið. Thariq Khan, kvikmyndaspekúlant Fox-sjónvarpsstöðvarinnar, hefur verið ótrúlega sannspár undanfarin fjögur ár og hann lýsir því yfir á vefsíðu sinni að The King‘s Speech hljóti Óskarinn í ár sem besta kvikmyndin. „Það eru áttatíu prósenta líkur á því, ég hef aldrei séð The Social Network sem Óskarsmynd þótt hún hafi vissulega verið frábær,“ skrifar Khan og bætir því við að margir í bandarísku Akademíunni sjái The King‘s Speech sem afturhvarf til stórmynda á borð við Arabíu-Lawrence og Umhverfis jörðina á 80 dögum. Khan brýtur ekkert blað í spádómum sínum um aðalleikarana því himinn og jörð munu farast ef Natalie Portman fær ekki Óskarinn fyrir Black Swan og Colin Firth verður sniðgenginn fyrir túlkun sína á hinum stamandi kóngi. Þau tvö hafa sópað til sín öllum helstu leikaraverðlaununum og akademían verður sér til skammar ef hún horfir framhjá þeim. Christian Bale þykir nokkuð öruggur, að mati Khan, um Óskarinn fyrir frammistöðu sína sem ólánsamur bróðir Mark Wahlberg í The Fighter en mesta spennan virðist vera í kringum aukaleikkonurnar. Khan er nokkuð djarfur í þeirri spá sinni og trúir því að Melissa Leo fari heim með styttuna góðu fyrir leik sinn í The Fighter. „Það eru meiri en helmingslíkur á því. Þetta er samt eini leikaraflokkurinn sem er eitthvað spennandi,“ skrifar Khan. Óskarinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og hefst útsending klukkan hálf tvö. Ívar Guðmundsson og Skarphéðinn Guðmundsson lýsa því sem fyrir augu ber en útsendingin stendur í þrjá og hálfan tíma. Tæplega klukkutíma fyrr er reyndar útsending frá rauða dreglinum sem áhugafólk um tísku og dýra kjóla ætti ekki að láta framhjá sér fara. freyrgigja@frettabladid.isThe Fighter kvikmynd 2010 Christian Bale Mark Wahlberg
Golden Globes Lífið Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið