Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 16:01 K pop stórstjarnan Lisa úr BLACKPINK fer með hlutverk í nýrri seríu af The White Lotus. Gilbert Flores/Billboard via Getty Images Aðdáendur hinna gífurlega vinsælu sjónvarpsþátta The White Lotus bíða eflaust spenntir og jafnvel óþreyjufullir eftir nýrri seríu, sem er væntanleg á næsta ári. Nýverið birtist stutt klippa úr seríu þrjú þar sem kunnuglegir karakterar mæta splunkunýjum á framandi slóðum. K-pop súperstjarnan Lisa úr suður-kóresku stúlknasveitinni BLACKPINK fer þar á meðal með hlutverk. The White Lotus er í leikstjórn Mike White og hafa þættirnir unnið til fjölda verðlauna, þar á meðal fimmtán Emmy verðlauna og tvenna Golden Globe verðlauna. Í fyrstu seríu fer söguþráðurinn fram á lúxushóteli á Hawaii en í annarri gerast ævintýrin og átökin á Sikiley. Tökur fyrir þriðju seríu hafa nú farið fram á Taílandi en Instagram reikningur The White Lotus birti nýverið mynd þar sem hópurinn segist hlakka mikið til að taka á móti nýjum gestum. View this post on Instagram A post shared by The White Lotus (@thewhitelotus) Í örstuttri stiklu fyrir nýju seríuna sést Lisa úr BLACKPINK í hlutverki móttökudömu af lúxushóteli. Hljómsveit hennar er með vinsælli K-pop sveitum heimsins, með sautján milljónir mánaðarlegra hlustenda á streymisveitunni Spotify og uppseldra tónleika um allan heim. View this post on Instagram A post shared by British Vogue (@britishvogue) Leikkonan Jennifer Coolidge fór með lykilhlutverk í fyrstu tveimur seríunum sem seinheppna, forríka, óörugga dívan Tanya McQuoid og vann meðal annars til Golden Globe verðlauna fyrir frammistöðu sína. Höskuldarviðvörun (e. spoiler alert) fyrir næstu málsgrein. Aðdáendur leikkonunnar bíða spenntir eftir því að sjá hvort hún birtist eitthvað í nýrri seríu eftir átakanleg endalok í seríu tvö. Þeir þurfa þó að bíða til næsta árs en Mike White á enn eftir að gefa út endanlega dagsetningu á fyrsta þætti. Bíó og sjónvarp Hollywood Taíland Mest lesið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Segir sögur með timbri Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
The White Lotus er í leikstjórn Mike White og hafa þættirnir unnið til fjölda verðlauna, þar á meðal fimmtán Emmy verðlauna og tvenna Golden Globe verðlauna. Í fyrstu seríu fer söguþráðurinn fram á lúxushóteli á Hawaii en í annarri gerast ævintýrin og átökin á Sikiley. Tökur fyrir þriðju seríu hafa nú farið fram á Taílandi en Instagram reikningur The White Lotus birti nýverið mynd þar sem hópurinn segist hlakka mikið til að taka á móti nýjum gestum. View this post on Instagram A post shared by The White Lotus (@thewhitelotus) Í örstuttri stiklu fyrir nýju seríuna sést Lisa úr BLACKPINK í hlutverki móttökudömu af lúxushóteli. Hljómsveit hennar er með vinsælli K-pop sveitum heimsins, með sautján milljónir mánaðarlegra hlustenda á streymisveitunni Spotify og uppseldra tónleika um allan heim. View this post on Instagram A post shared by British Vogue (@britishvogue) Leikkonan Jennifer Coolidge fór með lykilhlutverk í fyrstu tveimur seríunum sem seinheppna, forríka, óörugga dívan Tanya McQuoid og vann meðal annars til Golden Globe verðlauna fyrir frammistöðu sína. Höskuldarviðvörun (e. spoiler alert) fyrir næstu málsgrein. Aðdáendur leikkonunnar bíða spenntir eftir því að sjá hvort hún birtist eitthvað í nýrri seríu eftir átakanleg endalok í seríu tvö. Þeir þurfa þó að bíða til næsta árs en Mike White á enn eftir að gefa út endanlega dagsetningu á fyrsta þætti.
Bíó og sjónvarp Hollywood Taíland Mest lesið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Segir sögur með timbri Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira