Hundruð manna enn í rústum húsa 24. febrúar 2011 01:00 Gerónýtt heimili Hjónin Murray og Kelly James fyrir utan heimili sitt í Christchurch daginn eftir jarðskjálftann.nordicphotos/AFP Nokkrum hundruðum manna hefur verið bjargað á lífi úr rústum húsa í Christchurch á Nýja-Sjálandi en um 300 manns var enn saknað í gær, daginn eftir að 6,3 stiga jarðskjálfti reið þar yfir. Að minnsta kosti 75 manns eru látnir. Hundruð hermanna, lögreglumanna og hjálparstarfsmanna hafa leitað í rústunum í örvæntingarfullu kapphlaupi við tímann, sem stundum hefur skilað óvæntum árangri. Mikill fögnuður braust þannig út í gær þegar björgunarmenn náðu Ann Bodkin út úr rústum háhýsis eftir mikið erfiði, því hún lá grafin innan um steypuklumpa og snúin málmstykki. Eiginmaður hennar hafði beðið milli vonar og ótta meðan unnið var að björgun hennar. Svo hittist á að um leið og hún var laus úr rústunum brutust geislar sólarinnar út úr skýjunum, en þungbúið hafði verið fram að því. Varð þá Bob Parker, borgarstjóra í Christchurch, að orði: „Þeir náðu Ann út úr byggingunni og Guð kveikti ljósin.“ Verr fór annars staðar í borginni þar sem fimmtán ára tvíburar, Lizzy og Kent, biðu fyrir utan Canterbury-sjónvarpsstöðina, sjö hæða byggingu þar sem móðir þeirra vann við morgunþátt. Húsið hrundi í jarðskjálftanum en þau reyndu hvað þau gátu að halda í vonina meðan björgunarfólk kannaði aðstæður. Þá kom lögreglukona út úr rústunum, kraup fyrir framan tvíburana og sagði enga von lengur til þess að neinn fyndist á lífi í rústunum. Fimmtán starfsmenn sjónvarpsstöðvarinnar voru í húsinu og þar voru einnig tíu japanskir skiptinemar ásamt kennurum í tungumálaskóla sem einnig var til húsa í byggingunni. Heilu hverfi borgarinnar eru í rúst eftir jarðskjálftann. Að kvöldi þriðjudags var ákveðið að leggja á útgöngubann yfir nóttina, bæði til þess að tryggja að fólk færi sér ekki að voða á hættulegum stöðum og til þess að koma í veg fyrir þjófnaði. Nokkrir hafa verið handteknir fyrir innbrot og þjófnaði. Hætta þótti á að ein hæsta bygging borgarinnar, hið 27 hæða Hotel Grand Chancellor, myndi hrynja og var ákveðið að rýma hótelið og næstu tvær húsaraðirnar í kringum það. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Sjá meira
Nokkrum hundruðum manna hefur verið bjargað á lífi úr rústum húsa í Christchurch á Nýja-Sjálandi en um 300 manns var enn saknað í gær, daginn eftir að 6,3 stiga jarðskjálfti reið þar yfir. Að minnsta kosti 75 manns eru látnir. Hundruð hermanna, lögreglumanna og hjálparstarfsmanna hafa leitað í rústunum í örvæntingarfullu kapphlaupi við tímann, sem stundum hefur skilað óvæntum árangri. Mikill fögnuður braust þannig út í gær þegar björgunarmenn náðu Ann Bodkin út úr rústum háhýsis eftir mikið erfiði, því hún lá grafin innan um steypuklumpa og snúin málmstykki. Eiginmaður hennar hafði beðið milli vonar og ótta meðan unnið var að björgun hennar. Svo hittist á að um leið og hún var laus úr rústunum brutust geislar sólarinnar út úr skýjunum, en þungbúið hafði verið fram að því. Varð þá Bob Parker, borgarstjóra í Christchurch, að orði: „Þeir náðu Ann út úr byggingunni og Guð kveikti ljósin.“ Verr fór annars staðar í borginni þar sem fimmtán ára tvíburar, Lizzy og Kent, biðu fyrir utan Canterbury-sjónvarpsstöðina, sjö hæða byggingu þar sem móðir þeirra vann við morgunþátt. Húsið hrundi í jarðskjálftanum en þau reyndu hvað þau gátu að halda í vonina meðan björgunarfólk kannaði aðstæður. Þá kom lögreglukona út úr rústunum, kraup fyrir framan tvíburana og sagði enga von lengur til þess að neinn fyndist á lífi í rústunum. Fimmtán starfsmenn sjónvarpsstöðvarinnar voru í húsinu og þar voru einnig tíu japanskir skiptinemar ásamt kennurum í tungumálaskóla sem einnig var til húsa í byggingunni. Heilu hverfi borgarinnar eru í rúst eftir jarðskjálftann. Að kvöldi þriðjudags var ákveðið að leggja á útgöngubann yfir nóttina, bæði til þess að tryggja að fólk færi sér ekki að voða á hættulegum stöðum og til þess að koma í veg fyrir þjófnaði. Nokkrir hafa verið handteknir fyrir innbrot og þjófnaði. Hætta þótti á að ein hæsta bygging borgarinnar, hið 27 hæða Hotel Grand Chancellor, myndi hrynja og var ákveðið að rýma hótelið og næstu tvær húsaraðirnar í kringum það. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Sjá meira