Íslenskar útgerðir á umdeildu hafsvæði 23. febrúar 2011 10:15 Þorsteinn Már Baldvinsson Íslensk útgerðarfyrirtæki hafa um árabil stundað fiskveiðar á umdeildu hafsvæði út frá ströndum Vestur-Sahara. Evrópusambandið (ESB) hefur löngum haft veiðiheimildir á svæðinu í krafti samnings við Marokkó, sem hefur stjórnað Vestur-Sahara frá árinu 1975 í óþökk flestra landsmanna og ýmissa ríkja og alþjóðastofnana. Samningur ESB og Marokkó, sem útilokar ekki að veitt sé á landgrunni Vestur-Sahara, rennur út í lok mánaðar, en sjávarútvegsráðherrar ESB samþykktu á fundi á mánudag að ganga til samninga við Marokkó á ný. Þar var ekki minnst á stöðuna í Vestur-Sahara. Ekki var þó einhugur meðal aðildarríkja því að Svíþjóð, Danmörk og Bretland kusu gegn því að ganga til samninga við Marokkó, og Þýskaland og Finnland sátu hjá. Um er að ræða hagsmunamál fyrir ESB þar sem ellefu aðildarríki stunda veiðar innan svæðis Marokkó, þar með talið á hafsvæði Vestur-Sahara. Í gegnum árin hafa íslensk útgerðarfyrirtæki haslað sér völl á hafsvæðinu út frá vesturströnd Afríku og sum þeirra á hafsvæðinu umdeilda. Þeirra á meðal er Sæblóm, sem var með mikil umsvif í borginni Laayoune, en er nú gjaldþrota. Einn af fyrrum forsvarsmönnum Sæblóms, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði í samtali við Fréttablaðið að hann hafi vitað af deilum, en hafi sjálfur ekki orðið var við þær á sínum tíma.Þá voru skip frá Samherja á umræddu svæði við veiðar á makríl, hestamakríl og sardínu. Heildarafli síðasta árs var 60.000 tonn, en Samherjaskip hafa hins vegar ekki verið þar síðustu mánuði, að sögn forstjórans Þorsteins Más Baldvinssonar. Í samtali við Fréttablaðið segir Þorsteinn Már að þó að málið sé pólitískt umdeilt séu fjölmargir að veiðum á svæðinu. Skip Samherja hafi verið þrjú talsins fram á síðasta ár og bæði veitt úr kvóta ESB og samkvæmt samningi við stjórnvöld í Marokkó. Spurður hvort þeir hygðu á frekari veiðar á svæðinu í framtíðinni sagði Þorsteinn að málið væri í skoðun. Hann sagði deilurnar ekki munu hafa áhrif á framtíðarstefnu Samherja á svæðinu. „Nei. Við erum ekki að blanda okkur í innanríkismál." thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Sjá meira
Íslensk útgerðarfyrirtæki hafa um árabil stundað fiskveiðar á umdeildu hafsvæði út frá ströndum Vestur-Sahara. Evrópusambandið (ESB) hefur löngum haft veiðiheimildir á svæðinu í krafti samnings við Marokkó, sem hefur stjórnað Vestur-Sahara frá árinu 1975 í óþökk flestra landsmanna og ýmissa ríkja og alþjóðastofnana. Samningur ESB og Marokkó, sem útilokar ekki að veitt sé á landgrunni Vestur-Sahara, rennur út í lok mánaðar, en sjávarútvegsráðherrar ESB samþykktu á fundi á mánudag að ganga til samninga við Marokkó á ný. Þar var ekki minnst á stöðuna í Vestur-Sahara. Ekki var þó einhugur meðal aðildarríkja því að Svíþjóð, Danmörk og Bretland kusu gegn því að ganga til samninga við Marokkó, og Þýskaland og Finnland sátu hjá. Um er að ræða hagsmunamál fyrir ESB þar sem ellefu aðildarríki stunda veiðar innan svæðis Marokkó, þar með talið á hafsvæði Vestur-Sahara. Í gegnum árin hafa íslensk útgerðarfyrirtæki haslað sér völl á hafsvæðinu út frá vesturströnd Afríku og sum þeirra á hafsvæðinu umdeilda. Þeirra á meðal er Sæblóm, sem var með mikil umsvif í borginni Laayoune, en er nú gjaldþrota. Einn af fyrrum forsvarsmönnum Sæblóms, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði í samtali við Fréttablaðið að hann hafi vitað af deilum, en hafi sjálfur ekki orðið var við þær á sínum tíma.Þá voru skip frá Samherja á umræddu svæði við veiðar á makríl, hestamakríl og sardínu. Heildarafli síðasta árs var 60.000 tonn, en Samherjaskip hafa hins vegar ekki verið þar síðustu mánuði, að sögn forstjórans Þorsteins Más Baldvinssonar. Í samtali við Fréttablaðið segir Þorsteinn Már að þó að málið sé pólitískt umdeilt séu fjölmargir að veiðum á svæðinu. Skip Samherja hafi verið þrjú talsins fram á síðasta ár og bæði veitt úr kvóta ESB og samkvæmt samningi við stjórnvöld í Marokkó. Spurður hvort þeir hygðu á frekari veiðar á svæðinu í framtíðinni sagði Þorsteinn að málið væri í skoðun. Hann sagði deilurnar ekki munu hafa áhrif á framtíðarstefnu Samherja á svæðinu. „Nei. Við erum ekki að blanda okkur í innanríkismál." thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Sjá meira