Greining: Samþykkt Icesave markar tímamót 15. febrúar 2011 10:20 „Samþykkt Icesave-samkomulagsins mun marka tímamót í endurreisn íslensks efnahagslífs eftir hrun. Samþykkt hins nýja samkomulags mun að öllum líkindum hafa jákvæð áhrif á aðgang íslenskra aðila að erlendu fjármagni og lækka áhættuálag á íslenskar fjáreignir." Þetta segir í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem fjallað er um Icesave málið. Nýji Icesave samningurinn verður að öllum líkindum borin undir atkvæði á Alþingi á morgun, miðvikudag. Í Morgunkorninu segir að lánshæfismatsfyrirtækin hafa gefið það út að samþykkt mun styrkja lánshæfiseinkunn ríkissjóðs og mun það hafa sín áhrif á aðgengi að erlendu fjármagni og þau kjör sem þar bjóðast. Moody's hefur t.d. lýst því yfir að fyrirtækið muni hækka lánshæfiseinkunn Ríkissjóðs Íslands verði samkomulagið samþykkt, en skuldabréf íslenska ríkisins í erlendri og innlendri mynt til lengri tíma hafa verið með lægstu einkunn sem gefin er í fjárfestingarflokki sem merkir að ef hún yrði lækkuð myndi hún falla niður í spákaupmennskuflokk (e. Junk Bond). Horfur um einkunn ríkissjóðs eru neikvæðar hjá öllum stóru matsfyrirtækjunum þremur. Þá má geta þess að í síðustu skýrslu sendinefndar AGS var þess getið að hinn nýi Icesave-samningur tengdist vilja íslenskra stjórnvalda til að mæta skilyrðum sumra lánveitenda í efnahagsáætlun sjóðsins og stjórnvalda. Icesave-samkomulagið var afgreitt frá fjárlaganefnd í gær til þriðju og síðustu umræðu á Alþingi. Reiknað er með að atkvæðagreiðsla um málið verði á morgun, og í ljósi þess hvernig atkvæði féllu við afgreiðslu málsins eftir aðra umræðu má telja líklegt að það verði samþykkt. Icesave Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
„Samþykkt Icesave-samkomulagsins mun marka tímamót í endurreisn íslensks efnahagslífs eftir hrun. Samþykkt hins nýja samkomulags mun að öllum líkindum hafa jákvæð áhrif á aðgang íslenskra aðila að erlendu fjármagni og lækka áhættuálag á íslenskar fjáreignir." Þetta segir í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem fjallað er um Icesave málið. Nýji Icesave samningurinn verður að öllum líkindum borin undir atkvæði á Alþingi á morgun, miðvikudag. Í Morgunkorninu segir að lánshæfismatsfyrirtækin hafa gefið það út að samþykkt mun styrkja lánshæfiseinkunn ríkissjóðs og mun það hafa sín áhrif á aðgengi að erlendu fjármagni og þau kjör sem þar bjóðast. Moody's hefur t.d. lýst því yfir að fyrirtækið muni hækka lánshæfiseinkunn Ríkissjóðs Íslands verði samkomulagið samþykkt, en skuldabréf íslenska ríkisins í erlendri og innlendri mynt til lengri tíma hafa verið með lægstu einkunn sem gefin er í fjárfestingarflokki sem merkir að ef hún yrði lækkuð myndi hún falla niður í spákaupmennskuflokk (e. Junk Bond). Horfur um einkunn ríkissjóðs eru neikvæðar hjá öllum stóru matsfyrirtækjunum þremur. Þá má geta þess að í síðustu skýrslu sendinefndar AGS var þess getið að hinn nýi Icesave-samningur tengdist vilja íslenskra stjórnvalda til að mæta skilyrðum sumra lánveitenda í efnahagsáætlun sjóðsins og stjórnvalda. Icesave-samkomulagið var afgreitt frá fjárlaganefnd í gær til þriðju og síðustu umræðu á Alþingi. Reiknað er með að atkvæðagreiðsla um málið verði á morgun, og í ljósi þess hvernig atkvæði féllu við afgreiðslu málsins eftir aðra umræðu má telja líklegt að það verði samþykkt.
Icesave Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira