HK og Selfoss fóru inn í HM-fríið með mörg töp í röð á bakinu en byrjuðu bæði á að ná í stigi úr leikjum sínum þegar N1 deildar karla í handbolta fór aftur af stað í kvöld.
HK hafði tapað fjórum síðustu leikjum sínum á árinu 2010 en vann fjögurra marka sigur á Aftureldingu, 28-24, í Digarnesinu í kvöld. Bjarki Már Elísson skoraði átta mörk fyrir HK-liðið sem var 15-11 yfir í hálfleik.
Selfoss var búið að tapa níu deildarleikjum í röð þegar liðið náði 25-25 jafntefli á móti Haukum á Selfossi í kvöld. Selfossyingar jöfnuðu metin í lokin en fengu líka nokkur tækifæri eftir það til að vinna leikinn.
HK-Afturelding 26-23 (15-11)
Mörk HK: Bjarki Már Elísson 8, Atli Ævar Ingólfsson 6, Vilhelm Gauti Bergsveinsson 5, Bjarki Már Gunnarsson 3, Ólafur Bjarki Ragnarsson 2, Hákon Bridde 2.
Mörk Aftureldingar: Jón Andri Helgason 6, Sverrir Hermannsson 5, Bjarni Aron Þórðarson 3, Þrándur Gíslason 2, Ásgeir Jónsson 2, Arnar Theódórsson 2, Jóhann Jóhannsson 1, Haukur Sigurvinnson 1, Daníel Jónsson 1.
Selfoss-Haukar 25-25 (11-14)
Mörk Selfoss: Guðjón Finnur Drengsson 8, Ragnar Jóhannsson 7, Atli Kristinsson 4, Andrius Zigelis 3, Milan Iancev 2, Atli Hjörvar Einarsson 1.
Mörk Hauka: Þórður Rafn Guðmundsson 6, Tjörvi Þorgeirsson 5, Stefán Rafn Sigmarsson 4, Freyr Brynjarsson 3, Heimir Óli Heimisson 2, Jónatan Ingi Jónsson 2, Björgvin Hólmgeirsson 2, Einar Örn Jónsson 1.

