Green Bay Packers vann Super Bowl í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2011 09:15 Aaron Rodgers. Mynd/AP Green Bay Packers vann 31-25 sigur á Pittsburgh Steelers í úrslitasleik ameríska fótboltans í nótt en Super Bowl leikurinn fór þá fram fyrir framan meira en hundrað þúsund manns á hinum stórglæsilega Cowboys Stadium. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, var valinn maður leiksins og má segja að hann sé nú kominn út úr skugga Brett Favre sem stýrði Packers-liðinu til fjölda ára á undan Rodgers og leiddi liðið til sigurs í Super Bowl árið 1996. Þetta var fjórði sigur Green Bay Packers í Super Bowl en liðið kemur aðeins frá 102 þúsund manna bæ. Liðið vann tvo fyrstu leikina um "Ofurskálina" og bikarinn sem keppt er um er skýrður eftir Vince Lombardi, sem stýrði liðinu til sigurs 1967 og 1968. „Minnsta borgin í deildinni hefur unnið stærsta leikinn. Þetta var frábær leikur milli tveggja klassíska liða," sagði Roger Goodell, yfirmaður NFL, áður en hann afhenti bikarinn. Aaron Rodgers átti þrjár snertimarkssendingar í leiknum, 24 af 39 sendingum hans heppnuðust og hann kastaði alls 304 metra. Greg Jennings skoraði tvö snertimörk og Jordy Nelson skoraði eitt snertimark og greip níu sendingar. Green Bay byrjaði leikinn frábærlega og komst í 21-3 en Pittsburgh náði að minnka muninn i 28-25 um miðjan lokaleikhlutann. Liðið sýndi harðfylgni með að klára leikinn eftir að hafa misst tvo mikilvæga leikmenn í meiðsli. Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Steelers, var búinn að vinna tvo tila með Pittsburgh en fann sig ekki í gær. „Mér líður eins og ég hafi brugðist íbúm Pittsburgh, stuðningsmönunum, þjálfurunum og liðsfélögunum. Það er ekki góð tilfinning," sagði Roethlisberger en þrír tapaðir boltar voru liðinu dýrkeyptir enda skoraði Green Bay 21 stig í framhaldinu af þeim. Erlendar Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
Green Bay Packers vann 31-25 sigur á Pittsburgh Steelers í úrslitasleik ameríska fótboltans í nótt en Super Bowl leikurinn fór þá fram fyrir framan meira en hundrað þúsund manns á hinum stórglæsilega Cowboys Stadium. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, var valinn maður leiksins og má segja að hann sé nú kominn út úr skugga Brett Favre sem stýrði Packers-liðinu til fjölda ára á undan Rodgers og leiddi liðið til sigurs í Super Bowl árið 1996. Þetta var fjórði sigur Green Bay Packers í Super Bowl en liðið kemur aðeins frá 102 þúsund manna bæ. Liðið vann tvo fyrstu leikina um "Ofurskálina" og bikarinn sem keppt er um er skýrður eftir Vince Lombardi, sem stýrði liðinu til sigurs 1967 og 1968. „Minnsta borgin í deildinni hefur unnið stærsta leikinn. Þetta var frábær leikur milli tveggja klassíska liða," sagði Roger Goodell, yfirmaður NFL, áður en hann afhenti bikarinn. Aaron Rodgers átti þrjár snertimarkssendingar í leiknum, 24 af 39 sendingum hans heppnuðust og hann kastaði alls 304 metra. Greg Jennings skoraði tvö snertimörk og Jordy Nelson skoraði eitt snertimark og greip níu sendingar. Green Bay byrjaði leikinn frábærlega og komst í 21-3 en Pittsburgh náði að minnka muninn i 28-25 um miðjan lokaleikhlutann. Liðið sýndi harðfylgni með að klára leikinn eftir að hafa misst tvo mikilvæga leikmenn í meiðsli. Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Steelers, var búinn að vinna tvo tila með Pittsburgh en fann sig ekki í gær. „Mér líður eins og ég hafi brugðist íbúm Pittsburgh, stuðningsmönunum, þjálfurunum og liðsfélögunum. Það er ekki góð tilfinning," sagði Roethlisberger en þrír tapaðir boltar voru liðinu dýrkeyptir enda skoraði Green Bay 21 stig í framhaldinu af þeim.
Erlendar Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira