Súkkulaði Steinunn Stefánsdóttir skrifar 6. janúar 2011 06:00 Það er einkennilegt að þjóð (eða stjórnvöld fyrir hennar hönd) sækist eftir undanþágu til þess að fá að hleypa eitruðum reyk út í andrúmsloftið í meira magni en reglur sem þjóðin sjálf hefur undirgengist kveða á um. Það er þeim mun einkennilegra þegar um er að ræða samþykkt sem byggir að miklu leyti á frumkvæði þessarar sömu þjóðar. Þannig er þó málum háttað varðandi nokkrar sorpbrennslur sem starfa hér á landi og losa margfalt meira magn af eiturefninu díoxíni út í andrúmsloftið en kveðið er á um í reglum EES. Á það hefur vissulega verið bent að þrátt fyrir þetta hafi stórlega dregið úr losun díoxíns út í andrúmsloftið undanfarin ár. Það er auðvitað gott og blessað en samt sem áður ekki ásættanlegt að í nokkrum sveitarfélögum hér á landi sé losun díoxíns, eða hefur til skamms tíma verið, tugfalt yfir viðmiðunarmörkum. Það hljómar heldur einkennilega úr munni sérfræðinga að losun díoxíns sé langt undir því sem hættulegt geti talist þegar losunin er yfir, og það meira að segja víðáttulangt yfir, viðmiðunarmörkum sem við höfum sjálf átt þátt í að setja. Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur bendir í fréttaskýringu í blaðinu í dag á sérstöðu díoxíns meðal algengustu mengunarefna vegna þess hversu alvarleg og langvinn áhrif þess eru á lífríkið og heilsu fólks. Því geti menn ekki leyft sér að umgangast efnið af léttúð. „Skoðun mín er einfaldlega sú, að ef díoxín og fúrön mælast einhvers staðar yfir viðmiðunarmörkum verður að grípa til aðgerða þegar í stað, hvort sem styrkur efnanna er rétt yfir viðmiðunarmörkum eða tvítugfaldur," segir Stefán. Til að bíta höfuðið af skömminni þá eiga reglur EES uppruna sinn í frumkvæði Íslendinga. Í fréttaskýringunni kemur fram bæði hjá Magnúsi Jóhannessyni, ráðuneytisstjóra umhverfisráðuneytisins, og Árna Finnssyni, formanni Náttúruverndarsamtaka Íslands, að Ísland hafi í tengslum við umhverfisráðstefnuna í Rio de Janeiro 1992 átt frumkvæði að því að settar yrðu reglur um mengunarvarnir sorpbrennsla, ekki síst vegna hagsmuna fiskútflytjenda. Magnús segir: „Reglurnar um þetta voru settar að frumkvæði Íslands og urðu síðar til þess að harðar reglur voru settar hjá Evrópusambandinu. Ísland fékk þannig undanþágu fyrir ströngum reglum sem við börðumst fyrir að yrðu settar." Ekki síst þess vegna er illásættanlegt að íslensk yfirvöld skuli hafa látið undan þrýstingi Sambands sveitarfélaga um að fá undanþágu frá reglum EES um sorpbræðslu. Sömuleiðis að Sambandið og yfirvöld sveitarfélaganna sem um ræðir skuli hafa látið hagsmuni íbúa víkja vegna þess að það var of dýr biti að ganga frá sorpbrennslum, sem vissulega höfðu staðist reglur þegar þær voru byggðar, þannig að mengun frá þeim stæðist reglur. Það þekkist í leikjum barna að sá minnsti fái að vera með en er þó ekki settur undir sömu reglur og reyndari þátttakendur. Svoleiðis þátttakandi var oft nefndur súkkulaði. Svo virðist sem Ísland hafi á mörgum sviðum ekki meiri metnað en svo í alþjóðlegum samskiptum en að vera súkkulaði; í þessu tilviki tilbúin að hugsa hnattrænt án þess að þó að fylgja því eftir með nauðsynlegum aðgerðum heima fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun
Það er einkennilegt að þjóð (eða stjórnvöld fyrir hennar hönd) sækist eftir undanþágu til þess að fá að hleypa eitruðum reyk út í andrúmsloftið í meira magni en reglur sem þjóðin sjálf hefur undirgengist kveða á um. Það er þeim mun einkennilegra þegar um er að ræða samþykkt sem byggir að miklu leyti á frumkvæði þessarar sömu þjóðar. Þannig er þó málum háttað varðandi nokkrar sorpbrennslur sem starfa hér á landi og losa margfalt meira magn af eiturefninu díoxíni út í andrúmsloftið en kveðið er á um í reglum EES. Á það hefur vissulega verið bent að þrátt fyrir þetta hafi stórlega dregið úr losun díoxíns út í andrúmsloftið undanfarin ár. Það er auðvitað gott og blessað en samt sem áður ekki ásættanlegt að í nokkrum sveitarfélögum hér á landi sé losun díoxíns, eða hefur til skamms tíma verið, tugfalt yfir viðmiðunarmörkum. Það hljómar heldur einkennilega úr munni sérfræðinga að losun díoxíns sé langt undir því sem hættulegt geti talist þegar losunin er yfir, og það meira að segja víðáttulangt yfir, viðmiðunarmörkum sem við höfum sjálf átt þátt í að setja. Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur bendir í fréttaskýringu í blaðinu í dag á sérstöðu díoxíns meðal algengustu mengunarefna vegna þess hversu alvarleg og langvinn áhrif þess eru á lífríkið og heilsu fólks. Því geti menn ekki leyft sér að umgangast efnið af léttúð. „Skoðun mín er einfaldlega sú, að ef díoxín og fúrön mælast einhvers staðar yfir viðmiðunarmörkum verður að grípa til aðgerða þegar í stað, hvort sem styrkur efnanna er rétt yfir viðmiðunarmörkum eða tvítugfaldur," segir Stefán. Til að bíta höfuðið af skömminni þá eiga reglur EES uppruna sinn í frumkvæði Íslendinga. Í fréttaskýringunni kemur fram bæði hjá Magnúsi Jóhannessyni, ráðuneytisstjóra umhverfisráðuneytisins, og Árna Finnssyni, formanni Náttúruverndarsamtaka Íslands, að Ísland hafi í tengslum við umhverfisráðstefnuna í Rio de Janeiro 1992 átt frumkvæði að því að settar yrðu reglur um mengunarvarnir sorpbrennsla, ekki síst vegna hagsmuna fiskútflytjenda. Magnús segir: „Reglurnar um þetta voru settar að frumkvæði Íslands og urðu síðar til þess að harðar reglur voru settar hjá Evrópusambandinu. Ísland fékk þannig undanþágu fyrir ströngum reglum sem við börðumst fyrir að yrðu settar." Ekki síst þess vegna er illásættanlegt að íslensk yfirvöld skuli hafa látið undan þrýstingi Sambands sveitarfélaga um að fá undanþágu frá reglum EES um sorpbræðslu. Sömuleiðis að Sambandið og yfirvöld sveitarfélaganna sem um ræðir skuli hafa látið hagsmuni íbúa víkja vegna þess að það var of dýr biti að ganga frá sorpbrennslum, sem vissulega höfðu staðist reglur þegar þær voru byggðar, þannig að mengun frá þeim stæðist reglur. Það þekkist í leikjum barna að sá minnsti fái að vera með en er þó ekki settur undir sömu reglur og reyndari þátttakendur. Svoleiðis þátttakandi var oft nefndur súkkulaði. Svo virðist sem Ísland hafi á mörgum sviðum ekki meiri metnað en svo í alþjóðlegum samskiptum en að vera súkkulaði; í þessu tilviki tilbúin að hugsa hnattrænt án þess að þó að fylgja því eftir með nauðsynlegum aðgerðum heima fyrir.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun