Femínista-fetish Hugleikur Dagsson skrifar 4. febrúar 2011 06:00 Af og til kemur það fyrir að kona, á opinberum vettvangi, tjáir sig um óréttlæti gagnvart kynsystrum sínum á einn eða annan hátt. Þá er oftast um að ræða grundvallaratriði eins og launamisrétti og heimilisofbeldi. Í langflestum tilvikum þegar svona gerist koma einn eða fleiri karlkyns bloggarar með eins konar mótsvör. Mótsvör segi ég, þó vart sé mark á þeim takandi sökum þess hversu keyrð þau eru af hatri og óöryggi. Karlkyns segi ég því í öllum tilvikum eru þetta karlar sem meika ekki að konur hafi skoðanir á þeirri mismunun sem þær eru umkringdar. Femínismi er einfalt fyrirbæri. Ef þú trúir á jafnrétti, þá ertu femínisti. Það er hægt að flækja umræðuna með því að tala um jákvæða mismunun, tískublöð, kynímyndir, rökuð kynfæri, vændi og ekki vændi, málfrelsi og whatever. En þegar öllu er á botninn hvolft er ekki hægt að horfa framhjá því augljósa, að konur skulu jafnar körlum, hvort sem þær séu bleikar skinkur eða "loðnar femínista-tussur". Það sem er mér óskiljanlegt er hvers vegna fyrrnefndir bloggarar verða svona hræddir þegar stelpa stingur upp á grænni konu í götuljósin frekar en grænum karli? Af hverju verða þeir móðursjúkir þegar stelpa bendir á að vændi er ekki endilega jákvætt fyrirbæri? Hvaðan kemur þessi svakalegi ótti? Halda þeir að vondu loðnu femínistarnir muni einn daginn taka völdin og banna kynfærarakstur? Að þær muni einn daginn skríða inn um gluggann og stela öllu kláminu þeirra? Ég trúi á geimverur, en ég trúi ekki að klámið muni einn daginn hverfa af netinu, þannig að slakiði á. Annað skil ég ekki. Af hverju tjá sumir karlmenn sig opinberlega um gremju sína gagnvart ólögleiðingu strippstaða og vændis? Þeir geta allt eins farið út með skilti sem á stendur "Ég fæ aldrei að ríða" eða "Ég er einmana". Allra undarlegust finnst mér í skrifum þessara kynbræðra minna vera kenning þeirra um að "þessar kellingar" þurfi bara að "láta ríða sér". Í fyrsta lagi þekki ég fullt af femínistastelpum og ég veit ekki betur en þær séu alltaf að ríða. Í öðru lagi held ég einfaldlega að höfundar þessara skrifa séu eftir einhverri krókaleið að lýsa yfir löngun sinni til að gerast svo heppnir að fá að sofa hjá femínista. Ég held að þeir séu með dulið femínista-fetish. Skiljanlega, því sjálfstæði er afar aðlaðandi þáttur í konum. Á einhverjum tímapunkti hafa þeir upplifað höfnun frá konum sem eru klárari en þeir, og síðan þá hafa þeir reynt að bæta upp fyrir það sálarspark. Við þessa menn vil ég segja: ég vona að þið fáið ósk ykkar einn daginn uppfyllta, en fyrst þurfið þið að þroskast. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hugleikur Dagsson Öðlingurinn Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Sjá meira
Af og til kemur það fyrir að kona, á opinberum vettvangi, tjáir sig um óréttlæti gagnvart kynsystrum sínum á einn eða annan hátt. Þá er oftast um að ræða grundvallaratriði eins og launamisrétti og heimilisofbeldi. Í langflestum tilvikum þegar svona gerist koma einn eða fleiri karlkyns bloggarar með eins konar mótsvör. Mótsvör segi ég, þó vart sé mark á þeim takandi sökum þess hversu keyrð þau eru af hatri og óöryggi. Karlkyns segi ég því í öllum tilvikum eru þetta karlar sem meika ekki að konur hafi skoðanir á þeirri mismunun sem þær eru umkringdar. Femínismi er einfalt fyrirbæri. Ef þú trúir á jafnrétti, þá ertu femínisti. Það er hægt að flækja umræðuna með því að tala um jákvæða mismunun, tískublöð, kynímyndir, rökuð kynfæri, vændi og ekki vændi, málfrelsi og whatever. En þegar öllu er á botninn hvolft er ekki hægt að horfa framhjá því augljósa, að konur skulu jafnar körlum, hvort sem þær séu bleikar skinkur eða "loðnar femínista-tussur". Það sem er mér óskiljanlegt er hvers vegna fyrrnefndir bloggarar verða svona hræddir þegar stelpa stingur upp á grænni konu í götuljósin frekar en grænum karli? Af hverju verða þeir móðursjúkir þegar stelpa bendir á að vændi er ekki endilega jákvætt fyrirbæri? Hvaðan kemur þessi svakalegi ótti? Halda þeir að vondu loðnu femínistarnir muni einn daginn taka völdin og banna kynfærarakstur? Að þær muni einn daginn skríða inn um gluggann og stela öllu kláminu þeirra? Ég trúi á geimverur, en ég trúi ekki að klámið muni einn daginn hverfa af netinu, þannig að slakiði á. Annað skil ég ekki. Af hverju tjá sumir karlmenn sig opinberlega um gremju sína gagnvart ólögleiðingu strippstaða og vændis? Þeir geta allt eins farið út með skilti sem á stendur "Ég fæ aldrei að ríða" eða "Ég er einmana". Allra undarlegust finnst mér í skrifum þessara kynbræðra minna vera kenning þeirra um að "þessar kellingar" þurfi bara að "láta ríða sér". Í fyrsta lagi þekki ég fullt af femínistastelpum og ég veit ekki betur en þær séu alltaf að ríða. Í öðru lagi held ég einfaldlega að höfundar þessara skrifa séu eftir einhverri krókaleið að lýsa yfir löngun sinni til að gerast svo heppnir að fá að sofa hjá femínista. Ég held að þeir séu með dulið femínista-fetish. Skiljanlega, því sjálfstæði er afar aðlaðandi þáttur í konum. Á einhverjum tímapunkti hafa þeir upplifað höfnun frá konum sem eru klárari en þeir, og síðan þá hafa þeir reynt að bæta upp fyrir það sálarspark. Við þessa menn vil ég segja: ég vona að þið fáið ósk ykkar einn daginn uppfyllta, en fyrst þurfið þið að þroskast. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun