Eyjólfur Sverrisson hefur samþykkt það að vera aðstoðarþjálfari þýska liðsins VfL Wolfsburg fram á vor. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Wolfsburg. Samingur Eyjólfs er til loka tímabilsins.
„Þetta er mikil áskorun fyrir mig og ég er spenntur að fá að vinna með Pierre Littbarski, þjálfaraliðinu og leikmönnunum. Ég vil hjálpa VfL að komast aftur á beinu brautina," sagði Jolly (Eyjólfur Sverrisson) í fréttatilkynningu frá VfL Wolfsburg.
Eyjólfur var mættur út á æfingasvæði í dag en fyrsti leikur Wolfsburg undir stjórn hans og Littbarski verður á móti Hamburger SV á laugardaginn.
Fréttatilkynning frá Wolfsburg: Eyjólfur verður aðstoðarþjálfari
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Urðum okkur sjálfum til skammar“
Körfubolti

Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni
Enski boltinn





Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti
