Sterk stjórn eða veik? Svavar Gestsson skrifar 5. janúar 2011 06:00 Það er sagt að ríkisstjórnin sé veik. Hundrað sinnum hafa birst myndir af atkvæðaskjánum í þinginu sem sýnir þrjátíu og tvo og þrjátíu og einn. Þessar myndir líta út eins og fjárlögin hafi verið afgreidd með eins atkvæðis meirihluta. Og alls konar spóaleggir sem eru spurðir álits í fjölmiðlum tala eins og það sé kjarni málsins: Eins atkvæðis meirihluti. En þetta er rangt og aftur rangt: Fjárlögin voru afgreidd með þrjátíu og tveimur SAMHLJÓÐA atkvæðum. Þrjátíu og einn greiddi ekki atkvæði - þrjátíu og einn sat hjá. Þessi minnihluti nær ekki saman. Hann situr hjá um fjárlögin. Staðreyndin er sú að ríkisstjórnin hefur komið öllum sínum málum í gegnum þingið. Forsetinn breytti að vísu farvegi Icesave-málsins; um það mun undirritaður fjalla síðar. En ríkisstjórnin kom Icesave-málinu í gegnum þingið með venjulegum meirihluta. Það er kjarni þess máls. Hvað eftir annað hafa ríkisstjórnir staðið knappar en þessi ríkisstjórn sem nú situr. Stundum valt vantraust á einu atkvæði, stundum réð varaþingmaður úrslitum og tryggði stjórn meirihluta. Allar upphrópanirnar núna um tæpan þingmeirihluta eru ýktar og tilefnislausar. Ríkisstjórnin situr og það bendir ekkert til annars en hún sitji út kjörtímabilið; það eina sem gæti breytt því er stjórnarliðið sjálft. Að það gefist upp á lokasprettinum. Enginn stjórnarliði vill þó enn láta það um sig spyrjast að hann/hún hafi stytt líf þessarar ríkisstjórnar. Sá stjórnarliði sem gefst upp við verkefnin hefur enn ekki gefið sig fram. Verkefnin fram undan eru vissulega erfið, en léttari en áður. Það er styttra í land. Icesave-málið klárast. Matarbiðraðirnar verða að hverfa. Efnahagslífið þarf að rífa upp. Kjarasamningar þurfa að takast. Ríkisstjórn sem kemur öllum sínum málum í gegnum þingið á tveimur erfiðustu árum lýðveldisins er sterk ríkisstjórn. Hún verður hins vegar veik ef talsmenn hennar trúa því að stjórnin sé veik. Það er heldur ekki endilega til bóta að ráðherrarnir haldi áfram að líkja þingmönnum hins stjórnarflokksins við húsdýr. Annars lítur árið vel út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Það er sagt að ríkisstjórnin sé veik. Hundrað sinnum hafa birst myndir af atkvæðaskjánum í þinginu sem sýnir þrjátíu og tvo og þrjátíu og einn. Þessar myndir líta út eins og fjárlögin hafi verið afgreidd með eins atkvæðis meirihluta. Og alls konar spóaleggir sem eru spurðir álits í fjölmiðlum tala eins og það sé kjarni málsins: Eins atkvæðis meirihluti. En þetta er rangt og aftur rangt: Fjárlögin voru afgreidd með þrjátíu og tveimur SAMHLJÓÐA atkvæðum. Þrjátíu og einn greiddi ekki atkvæði - þrjátíu og einn sat hjá. Þessi minnihluti nær ekki saman. Hann situr hjá um fjárlögin. Staðreyndin er sú að ríkisstjórnin hefur komið öllum sínum málum í gegnum þingið. Forsetinn breytti að vísu farvegi Icesave-málsins; um það mun undirritaður fjalla síðar. En ríkisstjórnin kom Icesave-málinu í gegnum þingið með venjulegum meirihluta. Það er kjarni þess máls. Hvað eftir annað hafa ríkisstjórnir staðið knappar en þessi ríkisstjórn sem nú situr. Stundum valt vantraust á einu atkvæði, stundum réð varaþingmaður úrslitum og tryggði stjórn meirihluta. Allar upphrópanirnar núna um tæpan þingmeirihluta eru ýktar og tilefnislausar. Ríkisstjórnin situr og það bendir ekkert til annars en hún sitji út kjörtímabilið; það eina sem gæti breytt því er stjórnarliðið sjálft. Að það gefist upp á lokasprettinum. Enginn stjórnarliði vill þó enn láta það um sig spyrjast að hann/hún hafi stytt líf þessarar ríkisstjórnar. Sá stjórnarliði sem gefst upp við verkefnin hefur enn ekki gefið sig fram. Verkefnin fram undan eru vissulega erfið, en léttari en áður. Það er styttra í land. Icesave-málið klárast. Matarbiðraðirnar verða að hverfa. Efnahagslífið þarf að rífa upp. Kjarasamningar þurfa að takast. Ríkisstjórn sem kemur öllum sínum málum í gegnum þingið á tveimur erfiðustu árum lýðveldisins er sterk ríkisstjórn. Hún verður hins vegar veik ef talsmenn hennar trúa því að stjórnin sé veik. Það er heldur ekki endilega til bóta að ráðherrarnir haldi áfram að líkja þingmönnum hins stjórnarflokksins við húsdýr. Annars lítur árið vel út.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun