„Við erum ekkert smá sáttar, markmiðið var allan tímann að komast í úrslitin og við náðum því," sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, eftir 25-15 sigur á Fylki í undanúrslitum Eimskips-bikarsins í kvöld.
„Við settum okkur fordæmi með því að taka þær auðveldlega á laugardaginn, við vissum að þetta yrði ekki jafn auðveldur leikur enda vitað að bikarleikir virðast mótivera leikmenn enn betur, það getur allt gerst.
„ Við vorum tilbúnar frá fyrstu mínútu og héldum vel haus út leikinn, við misstum aðeins niður tempóið í seinni en mér fannst við alltaf betri aðilinn í leiknum og sigurinn aldrei í hættu."
Eftir að hafa tapað úrslitaleiknum í fyrra gegn Fram vildi Anna annan úrslitaleik við sömu mótherja.
„ Ég er mjög ánægð að vera komin í úrslitin sama hver mótherjinn er, það væri þó mjög gaman að mæta Fram, það væri alvöru úrslitaleikur, við fengjum möguleika á að hefna okkar," sagði Anna.
Anna Úrsula: Fannst við alltaf betri aðilinn

Mest lesið




Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu
Enski boltinn


Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn



