Íslenski boltinn

Tryggvi negldi sig inn í sögubækurnar - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska futsal landsliðið vann sinn fyrsta sigur frá upphafi í gær þegar strákarnir fóru á kostum í seinni hálfleik í 6-1 sigri á Armenum. Þetta var annar leikur liðsins í Evrópukeppninni í Futsal en liðið á ekki möguleika á því að komast áfram því Lettar hafa unnið tvo fyrstu leiki sína og tryggt sér sæti í næstu umferð.

Íslenska liðið skoraði sex mörk í leiknum og það má sjá nokkur þeirra í samantekt frá www.leikbrot.is hér fyrir ofan en Leikbrotsmenn hafa hingað til verið duglegir að setja inn skemmtileg myndbrot úr íslenska körfuboltanum.

Leikbrotsmenn voru á Ásvöllum í gær og náðu sögulegri stund á mynd þegar Tryggvi Guðmundsson skoraði glæsilegt mark og varð fyrstur til þess að skora bæði fyrir A-landslið karla í fótbolta og A-landslið karla í Futsal. Tryggvi kom íslenska liðinu í 5-1 í leiknum og kemur markið eftir 3 mínútur og 30 sekúndur í myndbandinu.

Það má líka sjá viðtal Leikbrotsmanna við Willum Þór Þórsson, þjálfara íslenska liðsins með því að smella hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×