Menntun hent út með baðvatninu Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 3. febrúar 2011 06:00 Íslendingar hafa lengi búið við grunnskólakerfi þar sem jafnræði nemenda til náms, óháð efnahag og menntun foreldra, er tryggt með lögum. Sterk hefð er fyrir hverfisskólanum og það hefur sýnt sig að þrátt fyrir að foreldrar í Reykjavík eigi þann kost að velja barni sínu skóla óháð hverfi hafa þeir ekki nýtt sér þann kost að neinu marki. Eftir að sveitarfélög tóku við rekstri grunnskóla hafa skólar smám saman markað sér hver sína sérstöðu eins og kemur skýrt fram í mikilli grósku í skólastarfi. Skólastefna hvers skóla hefur orðið sýnilegri og er sett fram af metnaði. Þetta eykur gæði þeirrar menntunar sem börn fá á tíu ára grunnskólagöngu. Reykjavíkurborg lagði upp með að í hverju hverfi borgarinnar væri grunnskóli og útkoman hefur orðið sú að til urðu litlir skólar á mælikvarða borgar, skólar með nemendafjölda frá 150 til 600. Þessi mismunur gerir það að verkum að niðurskurður á kennslumagni bitnar mismikið á skólum. Sá niðurskurður sem nú er að fara í framkvæmd boðar stærri nemendahópa, fábreytt námsval og aukna samkennslu árganga. Hann mun leiða til ójafnræðis milli skóla. Það gefur til dæmis auga leið að nemandi í þrjátíu nemenda námshópi fær ekki sambærilega kennslu og sá sem er í sautján nemenda hópi. Íslenski grunnskólinn hefur skapað sér sérstöðu með öflugri kennslu í list- og verkgreinum og víða hlotið hrós fyrir; sú sérstaða er nú einnig í mikilli hættu. Verði nemendahópar stækkaðir í þessum greinum eins og allt útlit er fyrir er ljóst að börn munu fá verri kennslu. Samfélagssáttmálinn sem felst í grunnskólalögunum og sameiginlegur skilningur þjóðarinnar um að jafnræði skuli ríkja um menntun fyrir alla, óháð efnahag, búsetu og menntun foreldra, er í mikilli hættu. Foreldrar, kennarar og aðrir Íslendingar: Stöðvum þessa árás á menntun barnanna okkar. Strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa lengi búið við grunnskólakerfi þar sem jafnræði nemenda til náms, óháð efnahag og menntun foreldra, er tryggt með lögum. Sterk hefð er fyrir hverfisskólanum og það hefur sýnt sig að þrátt fyrir að foreldrar í Reykjavík eigi þann kost að velja barni sínu skóla óháð hverfi hafa þeir ekki nýtt sér þann kost að neinu marki. Eftir að sveitarfélög tóku við rekstri grunnskóla hafa skólar smám saman markað sér hver sína sérstöðu eins og kemur skýrt fram í mikilli grósku í skólastarfi. Skólastefna hvers skóla hefur orðið sýnilegri og er sett fram af metnaði. Þetta eykur gæði þeirrar menntunar sem börn fá á tíu ára grunnskólagöngu. Reykjavíkurborg lagði upp með að í hverju hverfi borgarinnar væri grunnskóli og útkoman hefur orðið sú að til urðu litlir skólar á mælikvarða borgar, skólar með nemendafjölda frá 150 til 600. Þessi mismunur gerir það að verkum að niðurskurður á kennslumagni bitnar mismikið á skólum. Sá niðurskurður sem nú er að fara í framkvæmd boðar stærri nemendahópa, fábreytt námsval og aukna samkennslu árganga. Hann mun leiða til ójafnræðis milli skóla. Það gefur til dæmis auga leið að nemandi í þrjátíu nemenda námshópi fær ekki sambærilega kennslu og sá sem er í sautján nemenda hópi. Íslenski grunnskólinn hefur skapað sér sérstöðu með öflugri kennslu í list- og verkgreinum og víða hlotið hrós fyrir; sú sérstaða er nú einnig í mikilli hættu. Verði nemendahópar stækkaðir í þessum greinum eins og allt útlit er fyrir er ljóst að börn munu fá verri kennslu. Samfélagssáttmálinn sem felst í grunnskólalögunum og sameiginlegur skilningur þjóðarinnar um að jafnræði skuli ríkja um menntun fyrir alla, óháð efnahag, búsetu og menntun foreldra, er í mikilli hættu. Foreldrar, kennarar og aðrir Íslendingar: Stöðvum þessa árás á menntun barnanna okkar. Strax.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun