Reyna að bregðast við áhlaupi á bankakerfið 6. febrúar 2011 12:11 Frá mótmælunum í Egyptalandi. Mynd/AFP Viðræður hefjast milli stjórnarandstöðuafla og varaforseta Egyptalands í dag. Ástandið í landinu er viðkvæmt, en Seðlabanki landsins hefur dælt hátt í hundrað milljörðum í banka landsins til að bregðast við áhlaupi á bankakerfið. Þrettándi dagur mótmæla í Kaíró og öðrum stórborgum Egyptalands er risinn, og enn er þess krafist að Hosni Mubarak, forseti landsins, fari frá völdum. Hann situr enn sem fastast, en ýmsir hátt settir leiðtogar stjórnmálaflokks forsetans sögðu af sér í gær, þeirra á meðal sonur Mubaraks og ýmsir ráðgjafar hans. Eftir það lýsti Bræðralag múslima sig reiðubúið að setjast til viðræðna við varaforseta landsins, en það er stærsta stjórnarandstöðuafl landsins og er skipað íslamistum. Bræðralagið hafði áður neitað að eiga nein samskipti við yfirvöld fyrr en Mubarak væri farinn frá völdum. Þeir hafa þó lýst því yfir að þeir muni hvergi hvika frá kröfum sínum þar um. Búist er við að fundir þeirra hefjist þegar í dag, en ýmsir mennta- og kaupsýslumenn koma einnig að viðræðunum. Egypskt yfirvöld reyna nú að koma aftur á reglu í landinu og vonast til að fólk taki að snúa aftur til vinnu, þótt fátt bendi til þess að mótmælendur séu að gefast upp eins og staðan er núna. Hagkerfi landsins er lamað, en bankar opnuðu þar í dag í fyrsta skipti í um viku. Seðlabanki landsins lagði þeim til lausafé að andvirði tæplega 100 milljarða króna til að mæta áhlaupi sem búist var við, en hundruð egypta biðu í röðum til að taka út sparifé sitt að því er Bloomberg fréttaveitan greinir frá. Egypska pundið féll um leið, og hefur ekki verið lægra gagnvart dollar í sex ár. Þá hefur ávöxtunarkrafa á egypsk skuldabréf hækkað og gæti farið upp í allt að þrjátíu prósent, en hlutabréfamarkaðir eru enn lokaðir eftir að aðalvísitala landsins féll um 16 prósent í vikunni sem mótmælin hófust. Þá er tekið að bera á vöruskorti og hækkun vöruverðs, þó það sé litið jákvæðum augum að umferð virðist vera að færast í eðlilegt horf. Áfram verður mótmælt á Tahrir torgi í dag, en þar hefur miðstöð mótmælanna verið. Þar verður kristileg messa haldin síðdegis, en múslimar í hópi mótmælenda hafa heitið því að mynda hring umhverfis kristnu mótmælendurna til að verja þá á meðan. Engar fregnir hafa borist af verulegum ófrið eða átökum um helgina. Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Viðræður hefjast milli stjórnarandstöðuafla og varaforseta Egyptalands í dag. Ástandið í landinu er viðkvæmt, en Seðlabanki landsins hefur dælt hátt í hundrað milljörðum í banka landsins til að bregðast við áhlaupi á bankakerfið. Þrettándi dagur mótmæla í Kaíró og öðrum stórborgum Egyptalands er risinn, og enn er þess krafist að Hosni Mubarak, forseti landsins, fari frá völdum. Hann situr enn sem fastast, en ýmsir hátt settir leiðtogar stjórnmálaflokks forsetans sögðu af sér í gær, þeirra á meðal sonur Mubaraks og ýmsir ráðgjafar hans. Eftir það lýsti Bræðralag múslima sig reiðubúið að setjast til viðræðna við varaforseta landsins, en það er stærsta stjórnarandstöðuafl landsins og er skipað íslamistum. Bræðralagið hafði áður neitað að eiga nein samskipti við yfirvöld fyrr en Mubarak væri farinn frá völdum. Þeir hafa þó lýst því yfir að þeir muni hvergi hvika frá kröfum sínum þar um. Búist er við að fundir þeirra hefjist þegar í dag, en ýmsir mennta- og kaupsýslumenn koma einnig að viðræðunum. Egypskt yfirvöld reyna nú að koma aftur á reglu í landinu og vonast til að fólk taki að snúa aftur til vinnu, þótt fátt bendi til þess að mótmælendur séu að gefast upp eins og staðan er núna. Hagkerfi landsins er lamað, en bankar opnuðu þar í dag í fyrsta skipti í um viku. Seðlabanki landsins lagði þeim til lausafé að andvirði tæplega 100 milljarða króna til að mæta áhlaupi sem búist var við, en hundruð egypta biðu í röðum til að taka út sparifé sitt að því er Bloomberg fréttaveitan greinir frá. Egypska pundið féll um leið, og hefur ekki verið lægra gagnvart dollar í sex ár. Þá hefur ávöxtunarkrafa á egypsk skuldabréf hækkað og gæti farið upp í allt að þrjátíu prósent, en hlutabréfamarkaðir eru enn lokaðir eftir að aðalvísitala landsins féll um 16 prósent í vikunni sem mótmælin hófust. Þá er tekið að bera á vöruskorti og hækkun vöruverðs, þó það sé litið jákvæðum augum að umferð virðist vera að færast í eðlilegt horf. Áfram verður mótmælt á Tahrir torgi í dag, en þar hefur miðstöð mótmælanna verið. Þar verður kristileg messa haldin síðdegis, en múslimar í hópi mótmælenda hafa heitið því að mynda hring umhverfis kristnu mótmælendurna til að verja þá á meðan. Engar fregnir hafa borist af verulegum ófrið eða átökum um helgina.
Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila