Táningurinn Raheem Sterling er í leikmannahópi Liverpool sem hélt til Tékklands fyrir leikinn gegn Sparta Prag í Evrópudeild UEFA á morgun.
Ef hann spilar verður hann yngsti leikmaður í sögu Liverpool sem spilar opinberan leik. Jack Robinson, annar unglingaliðsleikmaður Liverpool setti það met í maí 2010 en Sterling gæti slegið það aðeins 16 ára og 71 daga gamall.
Sterling kom til Liverpool frá QPR í sumar er hann var aðeins 15 ára gamall. Liverpool, Arsenal og Manchester United voru öll á höttunum eftir honum og hefur hann verið kallaður nýji Theo Walcott í ensku pressuni sem hægri kantmaður með gríðarlegan hraða.
Hann átti stórleik í leik u-18 liðs Liverpool í FA Youth Cup í vikunni þar sem hann skoraði fimm mörk í 9-0 sigri á Southend United fyrir framan Kenny Dalglish, stjóra Liverpool. Dalglish hefur fylgst vel með framförum Sterling en hann var yfirmaður unglingadeildar Liverpool áður en hann tók við stjórasætinu í janúar.
Daniel Agger og Steven Gerrard ferðuðust ekki með hópnum en þeir eru að ná sér af meiðslum.
Hópurinn sem ferðaðist er: Reina, Jones, Gulacsi, Johnson, Flanagan, Aurelio, Robinson, Kyrgiakos, Wilson, Carragher, Kelly, Skrtel, Meireles, Cole, Maxi, Jovanovic, Lucas, Coady, Ince, Sterling, Pacheco, Kuyt, Ngog.
