Sterk rök fyrir því að semja um Icesave 12. janúar 2011 06:00 Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur. fréttablaðið/vilhelm Sterk rök eru fyrir því að leysa deiluna um Icesave þrátt fyrir að töluverð óvissa sé um efnahagslegar forsendur til svo langs tíma sem nýr samningur Íslands við Breta og Hollendinga nær. Þetta er álit Seðlabankans. Kemur það fram í umsögn hans um frumvarp til laga um nýja samninginn. Seðlabankinn telur að bætt aðgengi að alþjóðlegum fjármálamarkaði vegi upp á móti efnahagslegu óvissunni. Tekur hann jafnframt tillit til þess að úrskurður EFTA-dómstólsins gæti fallið Íslandi í óhag, kæmi málið til kasta hans. Fjárlaganefnd Alþingis fundar um Icesave-samninginn í dag, á morgun og á mánudag. Á fundunum verður farið yfir efnisatriði hans, álit umsagnaraðila rædd og þeir kallaðir til frekara skrafs. Seðlabankinn fjallar um óvissu forsendna nýja samningsins vegna gengis gjaldmiðla. Gengishækkun krónunnar hafi tiltölulega lítil áhrif en áhrif gengislækkunar umfram tíu prósent séu veruleg. Segir að helst væri að vænta mikillar gengislækkunar ef Seðlabankinn missir tökin á verðbólgunni. Takist honum hins vegar að halda verðbólgu nálægt markmiðum séu hverfandi líkur á mjög mikilli gengislækkun. Að gefnum tilteknum forsendum telur Seðlabankinn mun líklegra að á komandi árum muni raungengi hækka en að það muni lækka. Jafnframt er fjallað um áhættuna af breytingum á innbyrðis gengi punds og evru. Ekkert sé fast í hendi en þróun síðustu ára og vísbendingar til framtíðar gefi tilefni til að ætla að tiltölulega lítil hætta sé á miklum breytingum þar á. Í umsögn Alþýðusambands Íslands segir að Alþingi verði að ljúka Icesave sem allra fyrst til að auðvelda aðgengi að erlendu fjármagni til uppbyggingar og atvinnusköpunar og stuðla að frekari vaxtalækkun. Telur sambandið nýjan samning geta stuðlað að því. Samband íslenskra sveitarfélaga kveðst í sinni umsögn ekki taka afstöðu til frumvarpsins. Engu að síður bendir það á að þrátt fyrir hagstæðari niðurstöðu en í fyrri samningum felist í henni veruleg skuldbinding af hálfu ríkissjóðs sem kunni að hafa áhrif á fjárlög. Væntanleg aukin skattheimta ríkisins til að standa undir þeim skuldbindingum minnki enn meir svigrúm sveitarfélaga til skattheimtu en þegar er orðið. bjorn@frettabladid.is Icesave Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Sterk rök eru fyrir því að leysa deiluna um Icesave þrátt fyrir að töluverð óvissa sé um efnahagslegar forsendur til svo langs tíma sem nýr samningur Íslands við Breta og Hollendinga nær. Þetta er álit Seðlabankans. Kemur það fram í umsögn hans um frumvarp til laga um nýja samninginn. Seðlabankinn telur að bætt aðgengi að alþjóðlegum fjármálamarkaði vegi upp á móti efnahagslegu óvissunni. Tekur hann jafnframt tillit til þess að úrskurður EFTA-dómstólsins gæti fallið Íslandi í óhag, kæmi málið til kasta hans. Fjárlaganefnd Alþingis fundar um Icesave-samninginn í dag, á morgun og á mánudag. Á fundunum verður farið yfir efnisatriði hans, álit umsagnaraðila rædd og þeir kallaðir til frekara skrafs. Seðlabankinn fjallar um óvissu forsendna nýja samningsins vegna gengis gjaldmiðla. Gengishækkun krónunnar hafi tiltölulega lítil áhrif en áhrif gengislækkunar umfram tíu prósent séu veruleg. Segir að helst væri að vænta mikillar gengislækkunar ef Seðlabankinn missir tökin á verðbólgunni. Takist honum hins vegar að halda verðbólgu nálægt markmiðum séu hverfandi líkur á mjög mikilli gengislækkun. Að gefnum tilteknum forsendum telur Seðlabankinn mun líklegra að á komandi árum muni raungengi hækka en að það muni lækka. Jafnframt er fjallað um áhættuna af breytingum á innbyrðis gengi punds og evru. Ekkert sé fast í hendi en þróun síðustu ára og vísbendingar til framtíðar gefi tilefni til að ætla að tiltölulega lítil hætta sé á miklum breytingum þar á. Í umsögn Alþýðusambands Íslands segir að Alþingi verði að ljúka Icesave sem allra fyrst til að auðvelda aðgengi að erlendu fjármagni til uppbyggingar og atvinnusköpunar og stuðla að frekari vaxtalækkun. Telur sambandið nýjan samning geta stuðlað að því. Samband íslenskra sveitarfélaga kveðst í sinni umsögn ekki taka afstöðu til frumvarpsins. Engu að síður bendir það á að þrátt fyrir hagstæðari niðurstöðu en í fyrri samningum felist í henni veruleg skuldbinding af hálfu ríkissjóðs sem kunni að hafa áhrif á fjárlög. Væntanleg aukin skattheimta ríkisins til að standa undir þeim skuldbindingum minnki enn meir svigrúm sveitarfélaga til skattheimtu en þegar er orðið. bjorn@frettabladid.is
Icesave Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira