Formaður Vals svarar fyrir sig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. febrúar 2011 12:40 Handknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún fagnar ákvörðun Fram um að draga kæru sína til baka en lýsir um leið vanþóknun á vinnubrögðum Framara í málinu. Málið snerist um að Fram lagði fram kæru eftir sigur Vals í undanúrslitaleik liðanna í Eimskipsbikar karla um helgina sem Valsmenn unnu í framlengdum leik. Framarar sögðu að Markús Máni Michaelsson hafi verið ólöglegur en hann lék með Val í leiknum. Valsmenn neituðu því og sögðu hafa gengið frá samningamálum hans í tæka tíð. HSÍ gaf út í morgun að endurskoða þyrftu reglur hvað þetta varðar. Þá sendi Fram frá sér yfirlýsingu þar sem að félagið tilkynnti að kæran hefði verið dregin til baka. Yfirlýsingu handknattleiksdeildar Vals má lesa hér: „Yfirlýsing frá handknattleiksdeild Vals. Handknattleiksdeild Fram hefur dregið til baka kæru sína vegna úrslita í undanúrslitaleik Vals og Fram í bikarkeppni HSÍ en leikurinn fór fram s.l. sunnudag. Um leið og handknattleiksdeild Vals fagnar þeirri ákvörðun er lýst vanþóknun á vinnubrögðum handknattleiksdeildar Fram í máli þessu. Ljóst má vera að kæra þessi og málatilbúnaður var tilefnislaus og fól í sér vanvirðingu við þau félög sem í hlut áttu, leikmenn þeirra og handknattleiksíþróttina í heild sinni. Ekki bætti svo úr skák stóryrtar yfirlýsingar forráðamanna handknattleiksdeildar Fram um málið í fjölmiðlum með hliðsjón af því að sömu vinnubrögð sem gagnrýnd eru, voru viðhöfð af hálfu handknattleiksstjórnar Fram sólahring fyrr. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem af hálfu handknattleiksdeildar Fram er reitt hátt til höggs gagnvart Val vegna úrslita í leikjum í bikarkeppni HSÍ. Erindisleysan er nú sú sama og í fyrri málum. Um leið og ánægja með þessi málalok er ítrekuð er sú ósk látin í ljós að menn dragi þann lærdóm af málinu að þeir setji framvegis íþróttina sjálfa í forgrunninn og láti kappið ekki bera sig ofurliði. F.h. handknattleiksdeildar Vals, Sveinn Stefánsson, formaður" Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Valsmenn í bikarúrslitaleikinn fjórða árið í röð Valsmenn tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum fjórða árið röð eftir 33-31 sigur á Fram eftir framlengingu í undanúrslitaleik liðanna í Eimskipsbikar karla í Vodafonehöllinni í dag. Staðan var 25-25 eftir venjulegan leiktíma. Valsmenn voru þremur mörkum undir um miðja seinni hálfeiks en komu til baka og náðu síðan fjögurra marka forskoti í framlenginunni. 13. febrúar 2011 16:02 Fram fellur frá kærunni Fram hefur ákveðið að falla frá kæru sinni vegna leik liðsins gegn Val í undanúrslitum Eimskipsbikarkeppni karla. 17. febrúar 2011 10:05 Óskar plataði Markús Mána í skóna – Líklega eini leikur vetrarins Stórskyttan og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Markús Máni Michaelson reif fram skónna og lék með Val gegn Fram í undanúrslitum Eimskipsbikarsins í handbolta í dag. Þetta var fyrsti leikur Markúsar með Val í vetur og líklega sá eini. 13. febrúar 2011 17:26 Framarar segja að Markús Máni hafi verið ólöglegur Framarar hafa ákveðið að gera lokatilraun til þess að komast í bikarúrslitaleik karla í handbolta. Fram hefur kært Val því félagið heldur því fram að Markús Máni Michaelsson hafi verið ólöglegur í undanúrslitaleiknum. Þetta kemur fram á mbl.is í kvöld. 14. febrúar 2011 22:41 Formaður Vals óttast tengsl Framara í HSÍ Formaður handknattleiksdeildar Vals furðar sig á að Fram hafi kært úrslitin í leik liðanna í undanúrslitum bikarkeppninnar og óttast tengsl Framara inn í handknattleikssamband Íslands. 15. febrúar 2011 12:45 Stjórnarmaður hjá Fram: Svipað mál kom upp 2009 Stjórn handknattleiksdeildar Fram hefur ákveðið að fylgja eftir kæru sinni á Val vegna leik liðanna í undanúrslitum Eimskipsbikarkeppni karla um helgina. 15. febrúar 2011 14:15 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Sjá meira
Handknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún fagnar ákvörðun Fram um að draga kæru sína til baka en lýsir um leið vanþóknun á vinnubrögðum Framara í málinu. Málið snerist um að Fram lagði fram kæru eftir sigur Vals í undanúrslitaleik liðanna í Eimskipsbikar karla um helgina sem Valsmenn unnu í framlengdum leik. Framarar sögðu að Markús Máni Michaelsson hafi verið ólöglegur en hann lék með Val í leiknum. Valsmenn neituðu því og sögðu hafa gengið frá samningamálum hans í tæka tíð. HSÍ gaf út í morgun að endurskoða þyrftu reglur hvað þetta varðar. Þá sendi Fram frá sér yfirlýsingu þar sem að félagið tilkynnti að kæran hefði verið dregin til baka. Yfirlýsingu handknattleiksdeildar Vals má lesa hér: „Yfirlýsing frá handknattleiksdeild Vals. Handknattleiksdeild Fram hefur dregið til baka kæru sína vegna úrslita í undanúrslitaleik Vals og Fram í bikarkeppni HSÍ en leikurinn fór fram s.l. sunnudag. Um leið og handknattleiksdeild Vals fagnar þeirri ákvörðun er lýst vanþóknun á vinnubrögðum handknattleiksdeildar Fram í máli þessu. Ljóst má vera að kæra þessi og málatilbúnaður var tilefnislaus og fól í sér vanvirðingu við þau félög sem í hlut áttu, leikmenn þeirra og handknattleiksíþróttina í heild sinni. Ekki bætti svo úr skák stóryrtar yfirlýsingar forráðamanna handknattleiksdeildar Fram um málið í fjölmiðlum með hliðsjón af því að sömu vinnubrögð sem gagnrýnd eru, voru viðhöfð af hálfu handknattleiksstjórnar Fram sólahring fyrr. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem af hálfu handknattleiksdeildar Fram er reitt hátt til höggs gagnvart Val vegna úrslita í leikjum í bikarkeppni HSÍ. Erindisleysan er nú sú sama og í fyrri málum. Um leið og ánægja með þessi málalok er ítrekuð er sú ósk látin í ljós að menn dragi þann lærdóm af málinu að þeir setji framvegis íþróttina sjálfa í forgrunninn og láti kappið ekki bera sig ofurliði. F.h. handknattleiksdeildar Vals, Sveinn Stefánsson, formaður"
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Valsmenn í bikarúrslitaleikinn fjórða árið í röð Valsmenn tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum fjórða árið röð eftir 33-31 sigur á Fram eftir framlengingu í undanúrslitaleik liðanna í Eimskipsbikar karla í Vodafonehöllinni í dag. Staðan var 25-25 eftir venjulegan leiktíma. Valsmenn voru þremur mörkum undir um miðja seinni hálfeiks en komu til baka og náðu síðan fjögurra marka forskoti í framlenginunni. 13. febrúar 2011 16:02 Fram fellur frá kærunni Fram hefur ákveðið að falla frá kæru sinni vegna leik liðsins gegn Val í undanúrslitum Eimskipsbikarkeppni karla. 17. febrúar 2011 10:05 Óskar plataði Markús Mána í skóna – Líklega eini leikur vetrarins Stórskyttan og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Markús Máni Michaelson reif fram skónna og lék með Val gegn Fram í undanúrslitum Eimskipsbikarsins í handbolta í dag. Þetta var fyrsti leikur Markúsar með Val í vetur og líklega sá eini. 13. febrúar 2011 17:26 Framarar segja að Markús Máni hafi verið ólöglegur Framarar hafa ákveðið að gera lokatilraun til þess að komast í bikarúrslitaleik karla í handbolta. Fram hefur kært Val því félagið heldur því fram að Markús Máni Michaelsson hafi verið ólöglegur í undanúrslitaleiknum. Þetta kemur fram á mbl.is í kvöld. 14. febrúar 2011 22:41 Formaður Vals óttast tengsl Framara í HSÍ Formaður handknattleiksdeildar Vals furðar sig á að Fram hafi kært úrslitin í leik liðanna í undanúrslitum bikarkeppninnar og óttast tengsl Framara inn í handknattleikssamband Íslands. 15. febrúar 2011 12:45 Stjórnarmaður hjá Fram: Svipað mál kom upp 2009 Stjórn handknattleiksdeildar Fram hefur ákveðið að fylgja eftir kæru sinni á Val vegna leik liðanna í undanúrslitum Eimskipsbikarkeppni karla um helgina. 15. febrúar 2011 14:15 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Sjá meira
Valsmenn í bikarúrslitaleikinn fjórða árið í röð Valsmenn tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum fjórða árið röð eftir 33-31 sigur á Fram eftir framlengingu í undanúrslitaleik liðanna í Eimskipsbikar karla í Vodafonehöllinni í dag. Staðan var 25-25 eftir venjulegan leiktíma. Valsmenn voru þremur mörkum undir um miðja seinni hálfeiks en komu til baka og náðu síðan fjögurra marka forskoti í framlenginunni. 13. febrúar 2011 16:02
Fram fellur frá kærunni Fram hefur ákveðið að falla frá kæru sinni vegna leik liðsins gegn Val í undanúrslitum Eimskipsbikarkeppni karla. 17. febrúar 2011 10:05
Óskar plataði Markús Mána í skóna – Líklega eini leikur vetrarins Stórskyttan og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Markús Máni Michaelson reif fram skónna og lék með Val gegn Fram í undanúrslitum Eimskipsbikarsins í handbolta í dag. Þetta var fyrsti leikur Markúsar með Val í vetur og líklega sá eini. 13. febrúar 2011 17:26
Framarar segja að Markús Máni hafi verið ólöglegur Framarar hafa ákveðið að gera lokatilraun til þess að komast í bikarúrslitaleik karla í handbolta. Fram hefur kært Val því félagið heldur því fram að Markús Máni Michaelsson hafi verið ólöglegur í undanúrslitaleiknum. Þetta kemur fram á mbl.is í kvöld. 14. febrúar 2011 22:41
Formaður Vals óttast tengsl Framara í HSÍ Formaður handknattleiksdeildar Vals furðar sig á að Fram hafi kært úrslitin í leik liðanna í undanúrslitum bikarkeppninnar og óttast tengsl Framara inn í handknattleikssamband Íslands. 15. febrúar 2011 12:45
Stjórnarmaður hjá Fram: Svipað mál kom upp 2009 Stjórn handknattleiksdeildar Fram hefur ákveðið að fylgja eftir kæru sinni á Val vegna leik liðanna í undanúrslitum Eimskipsbikarkeppni karla um helgina. 15. febrúar 2011 14:15