Lífeyrissjóðir afar spenntir en Steingrímur vill ekki selja Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. desember 2011 18:31 Rúmlega eitt hundrað milljarðar króna gætu fengist fyrir þriðjungshlut í Landsvirkjun og lífeyrissjóðirnir eru spenntir fyrir því að fjárfesta í fyrirtækinu. Fjármálaráðherra segir það hins vegar ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Landsvirkjun hefur verið verðlögð á þrjú hundruð milljarða króna. Það þýðir að um eitt hundrað milljarðar króna gætu fengist fyrir um þriðjungshlut í fyrirtækinu. Það þarf ekkert að fjölyrða um hversu mikil búbót það yrði fyrir ríkissjóð og lífeyrissjóðirnir eru spenntir að kaupa. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að minnsta kosti tveir stórir lífeyrissjóðir séu spenntir fyrir Landsvirkjun og myndu alvarlega íhuga slíkan kost væri hann yfirleitt í boði. Efnahags- og viðskiptaráðherra vill skoða möguleikann á þessu. „Ef að þriðjungshlutur í fyrirtækinu yrði seldur á þann veg að hlutafé þess yrði aukið þá yrði eiginfjárstaða fyrirtækisins svo góð að lánshæfismat fyrirtækisins yrði sterkara en lánshæfismat ríkisins og fyrirtækið þyrfti ekki á ríkisábyrgð að halda. Ég held að við eigum að hugsa þetta og ég held að það sé umhugsunarefni hvort við ættum að selja þriðjungshlut í fyrirtækinu til lífeyrissjóðanna, til dæmis," sagði efnahags- og viðskiptaráðherra í nýjasta þættinum af Klinkinu. Fjármálaráðuneytið heldur á hlutabréfi ríkisins í Landsvirkjun. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra segir þetta ekki á dagskrá. „Nei, það var ákveðið og afgreitt hér í þessari ríkisstjórn í tengslum við mikla umfjöllun um orkumál fyrir ári síðan eða meira að við myndum ekki hrófla við opinberu eignarhaldi á stóru orkufyrirtækjunum, þannig að það er ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar," segir Steingrímur. „Þannig að það kemur ekki til greina af þinni hálfu að selja? „Nei, það hefur engin einkavæðing eða sala á eignarhlutum í stóru orkufyrirtækjunum verið svo mikið sem rædd og þvert á móti hið gagnstæða." thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Rúmlega eitt hundrað milljarðar króna gætu fengist fyrir þriðjungshlut í Landsvirkjun og lífeyrissjóðirnir eru spenntir fyrir því að fjárfesta í fyrirtækinu. Fjármálaráðherra segir það hins vegar ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Landsvirkjun hefur verið verðlögð á þrjú hundruð milljarða króna. Það þýðir að um eitt hundrað milljarðar króna gætu fengist fyrir um þriðjungshlut í fyrirtækinu. Það þarf ekkert að fjölyrða um hversu mikil búbót það yrði fyrir ríkissjóð og lífeyrissjóðirnir eru spenntir að kaupa. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að minnsta kosti tveir stórir lífeyrissjóðir séu spenntir fyrir Landsvirkjun og myndu alvarlega íhuga slíkan kost væri hann yfirleitt í boði. Efnahags- og viðskiptaráðherra vill skoða möguleikann á þessu. „Ef að þriðjungshlutur í fyrirtækinu yrði seldur á þann veg að hlutafé þess yrði aukið þá yrði eiginfjárstaða fyrirtækisins svo góð að lánshæfismat fyrirtækisins yrði sterkara en lánshæfismat ríkisins og fyrirtækið þyrfti ekki á ríkisábyrgð að halda. Ég held að við eigum að hugsa þetta og ég held að það sé umhugsunarefni hvort við ættum að selja þriðjungshlut í fyrirtækinu til lífeyrissjóðanna, til dæmis," sagði efnahags- og viðskiptaráðherra í nýjasta þættinum af Klinkinu. Fjármálaráðuneytið heldur á hlutabréfi ríkisins í Landsvirkjun. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra segir þetta ekki á dagskrá. „Nei, það var ákveðið og afgreitt hér í þessari ríkisstjórn í tengslum við mikla umfjöllun um orkumál fyrir ári síðan eða meira að við myndum ekki hrófla við opinberu eignarhaldi á stóru orkufyrirtækjunum, þannig að það er ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar," segir Steingrímur. „Þannig að það kemur ekki til greina af þinni hálfu að selja? „Nei, það hefur engin einkavæðing eða sala á eignarhlutum í stóru orkufyrirtækjunum verið svo mikið sem rædd og þvert á móti hið gagnstæða." thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira